Færsluflokkur: Enski boltinn

Óttast að kreppan bíti Liverpool í janúar

eigendur_liverpool.jpgKeith Harris, maðurinn sem tekið hefur þátt í að semja um yfirtöku á fimm félögum í ensku úrvalsdeildinni, segist óttast hið versta fyrir hönd Liverpool á næstu mánuðum.

Harris var einn af mönnunum sem sá um að keyra í gegn yfirtöku á Chelsea, Aston Villa, Hull, West Ham og Manchester City og hann segir að Liverpool gæti þurft að selja leikmenn í janúar til að mæta gríðarlegum skuldum eigenda félagsins.

Sagt er að þeir Tom Hicks og George Gillett hafi tvo mánuði til að greiða allt að 350 milljón punda skuldir tengdar félaginu. Þetta og meira á visir.is.

Jæja nú er bara að bíta á jaxlana sem eftir eru og vona það besta, ég trú því að menn leysi þetta smávandamál fljótlega.

Góðar stundir.


Áttu aldrei möguleika á móti einstöku liði Liverpool

keane_taeklar_thetta.jpgÍ dag sáum við hvernig æfingar Liverpool fara fram gott fólk. WBA var eins og sunnudagaskólaklúbbur í kurteisisheimsókn hjá páfanum og allir á hnjánum agndofa af aðdáun og undirgefni dásemdanna sem í boði voru.

En svona rétt til að gleðja hörundsára UTD töffarann sem tjáði sig með athugasemd ársins á þessari síðu í dag hágrenjandi yfir tapi grútþunnu útriðnu UTD gugganna kemur hér nett skoðun mín á einum af dýrlingnum Liverpool.

Mér kossbrá þegar Torres kom inn á, hvað kom fyrir hausinn á honum? Í alvörunni þá er hárið og hárgreiðslan á honum líkust því að flóðhestur hafi hóstað framan í gaurinn.

Góðar stundir.


mbl.is Keane með tvö mörk í sigri Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já sæll, eigum við að ræða þetta

samir_nasri_slatra_i_utd.jpgeitthvað meira? Ég sá ekki leikinn er ég geri einfaldlega ráð fyrir því að UTD menn hafi verið eins og grútþunnar útriðnar guggur á Sunnudagsmorgni...W00t

Þetta segir okkur bara eitt kæru félagar, það er ekki nóg að hanga á tuðrunni megnið af leiknum, helvítis mörkin telja ekki tölfræðin...Cool

Til lukku Arsenal aðdáendur...Wizard

Góðar stundir.


mbl.is Wenger: Frábær fótboltaleikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég bara einfaldlega

nenni ekki að tjá mig um þennan leik, góða nótt.

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool slapp með skrekkinn - Chelsea lá fyrir Roma - Eiður á bekknum allan tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn hafa sjálfsagt tekið eftir því

kristalkulan_go_a.jpgað ég hef ekkert tjáð mig fyrirfram um þennan leik. Ástæðan er einföld, kristalkúlan góða spáði tapi að vísu spáði kúla 3 - 2 fyrir Tottenham. Ég véfengi aldrei spár kúlunnar, halda mætti að ég sé innmúraður íhaldsmaður sem steinheldur kjafti yfir válegum tíðindum og spám.

Þeir sem mig þekkja vita að íhaldsmaður er ég ekki og tjái mig yfirleitt um allan andskotann en þetta lét ég alveg eiga sig. Í fullri hreinskilni þá vonaði ég að helvítis kúlan væri handónýt og ekkert að marka hana, nú þakka ég fyrir kúluna góðu og að ég skyldi aulast til að halda kjafti aldrei þessu vant um úrslit minna manna fyrirfram.kulan_go_a.jpg

Ég óska félögum mínum til lukku með sína menn, til dæmis UTD peyjunum og Chelsea aðdáendum, ég og Arsenal aðdáendur segjum einfaldlega þetta gengur bara betur næst. Til að forðast allan misskilning þá er kúlan góða og ég handviss um að Liverpool hampar titlinum í vor. Bara svona að minna ykkur á það kæru vinir.

Góðar stundir.


mbl.is Tottenham fyrst til að sigra Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Liverpool í torfærukeppni?

torfaera.gifAlveg er það með eindæmum hvað mínir menn geta gert sér þetta erfitt. 1 -  0 á móti Portsmouth sem var arfaslakt í fyrri hálfleik. Í þeim síðari var þeim hleypt fullmikið inn í leikinn og á tíma var ég farinn að halda að orð mín í síðustu færslu þörfnuðust endurskoðunar. Sigur er niðurstaðan og um það snýst málið ekki satt?

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool áfram á toppnum í Englandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Crouch spenntur að snúa aftur á Anfield og fá

duglega niðurlægingu ofan á kaupið. Líkurnar verða að teljast harla litlar fyrir Portsmouth í þessum leik, Liverpool liðið er ógnarsterkt um þessar mundir og sjálfstraustið í efstu hæðum. Sigur minna manna í kvöld er nánast öruggur, einungis stórslys kemur í veg fyrir það og Crouch fer heim með kengbogið sjálfsálit.

Góðar stundir.


mbl.is Crouch spenntur að snúa aftur á Anfield
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var þetta einhver spurning?

xabi_alonso_skora_i_sigurmark_liverpool_gegn_chelsea.jpgEkki að mínu mati en ég bjóst við því að leikurinn færi 2 - 1 fyrir Liverpool. En svona er þetta margt af því sem maður vonar verður ekki alltaf að veruleika en sigur er það sem málið snýst um.

Eitthvað talaði ég um þetta í gær sjá hér, aldrei efaðist ég eitt augnablik um þennan leik og svona til að róa ykkur sem þetta lesa þá verður Liverpool meistari í vor. Kristalkúlan mín er það ábyggileg þessa dagana og samkvæm sjálfum sér að ég slæ þessu föstu hér með.

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool lagði Chelsea - Fyrsta tap Chelsea á Brúnni í 4 ár og 8 mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að tjá okkur eitthvað um þetta?

alex_ferguson.jpgNei sennilega er hyggilegast að vera rólegur um sinn, mínir kappar eiga erfiðan leik á morgun við Chelsea á útivelli. Það væri sannarlega vandræðalegt að vera búinn að hrauna út úr sér einhverri guðdómlegri visku um hrakfarir UTD í þessum leik ef mínir menn drulla síðan upp á bak á morgun...Wink

En líkurnar á því að það gerist eru náttúrulega nánast engar og sigur verður niðurstaðan, við látum allar spár eiga sig að þessu sinni vegna utanaðkomandi aðstæðna...Cool 

Þessi mynd er sett hérna inn að einskærri virðingu við félaga mína sem halda með og styðja þennan gaur...Halo 

Góðar stundir.


mbl.is Ferguson: Áttum ekki meira skilið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláklæddir Spánarfarar í ruglinu.

blastakkar.jpg2 - 2 hefði verið samgjarnt en handónýtir baunatittir sáu um það að niðurstaðan var allt önnur. Lélegasti leikur Liverpool síðan Stoke náði jafntefli á Anfield í deildinni staðreynd og eitthvað þurfa menn að hugsa sinn gang eftir þessa Spánarför.

Ég meina hvað er verið að pæla með þennan búning, þvílík hörmung eins og reyndar spilamennskan var í kvöld.liverpool_fan_no_1.jpg

Ég bara verð að setja aðra mynd hér inn í eðlilegum lit, ég kann ekki við þennan búning.

Góðar stundir.


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool - Terry tryggði Chelsea sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband