Menn hafa sjálfsagt tekið eftir því

kristalkulan_go_a.jpgað ég hef ekkert tjáð mig fyrirfram um þennan leik. Ástæðan er einföld, kristalkúlan góða spáði tapi að vísu spáði kúla 3 - 2 fyrir Tottenham. Ég véfengi aldrei spár kúlunnar, halda mætti að ég sé innmúraður íhaldsmaður sem steinheldur kjafti yfir válegum tíðindum og spám.

Þeir sem mig þekkja vita að íhaldsmaður er ég ekki og tjái mig yfirleitt um allan andskotann en þetta lét ég alveg eiga sig. Í fullri hreinskilni þá vonaði ég að helvítis kúlan væri handónýt og ekkert að marka hana, nú þakka ég fyrir kúluna góðu og að ég skyldi aulast til að halda kjafti aldrei þessu vant um úrslit minna manna fyrirfram.kulan_go_a.jpg

Ég óska félögum mínum til lukku með sína menn, til dæmis UTD peyjunum og Chelsea aðdáendum, ég og Arsenal aðdáendur segjum einfaldlega þetta gengur bara betur næst. Til að forðast allan misskilning þá er kúlan góða og ég handviss um að Liverpool hampar titlinum í vor. Bara svona að minna ykkur á það kæru vinir.

Góðar stundir.


mbl.is Tottenham fyrst til að sigra Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Come on you SPURS!! ;-)

Jónas Rafnar Ingason, 1.11.2008 kl. 20:10

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Heyrðu, mér var nú ekki farið að standa á sama. Ég er ánægður með hvað Húll stendur í "hinum" toppliðunum, en ég hef ekki séð þá spila fyrr en í dag og verð að segja að mér finnst þeir spula leiðinlegann bolta, voru fullmikið í því að reyna að veiða aukaspyrnur og spjöld.

Ég er sossum ánæggður með að það er ekkert lið að stinga af eftir daginn í dag.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.11.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Spenna og fjör það gefur þessu tilgang ekki satt? Er nokkuð að marka þetta fyrr en eftir áramót? Mér hefur einhvern veginn fundist að hlutirnir fari ekki að skýrast að neinu marki fyrr en í lok Janúar.

Ég horfði á megnið af UTD leiknum þó ekki með Víðir á Allanum, ég komst því miður ekki. UTD er að komast á skrið og verður fjandanum erfiðara við að eiga eftir nokkrar vikur það er ljóst.

Hallgrímur Guðmundsson, 1.11.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Mig dreymir um, eins og ég hef áður sagt, að ég þurfi að horfa á minnst þrjá skjái í síðustu umferðinni.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 1.11.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Jæja, þá er þetta búið. Og ég sem hélt að þeir myndu þumbast fram að áramótum

Víðir Benediktsson, 1.11.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæmilega góður með þig núna Víðir, sjáum til ég held að þetta tap hafi verið nauðsynlegt, menn voru farnir að trúa því að eitt andskotans mark dygði í öllum leikjum.

Sennilega hefði verið betra að Tottenham hefði skorað á undan, það hefði vakið hjörðina upp og eitthvað vitrænt verið gert í framhaldinu eins og við höfum svo oft séð.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.11.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband