Færsluflokkur: Enski boltinn

Það verður ekki litið um öxl

dirk_kuyt_702737.jpgeftir þetta. Stefnan er á sigur í deildinni og ekkert röfl, að vísu þá velja mínir menn sér svolítið erfiða leið í síðustu leikjum, ég er orðin hundvanur svona rússíbanaferðum en sigur hefur verið niðurstaðan og það telur. Menn geta sleppt öllu kjaftæði um dómara hitt og dómara þetta, það breytir ekki niðurstöðunni.

Góðar stundir.


mbl.is Arsenal og Liverpool knúðu fram sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var ekki alveg efst á

fernando_torres_700413.jpgóskalistanum hjá mér. Við skulum rétt vona að þetta sé ekkiryan_babel_700414.jpg alvarlegt og strákarnir mæti hressir til næsta leiks Liverpool.

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool menn áhyggjufullir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og æsilegasta spennusaga allra tíma

1474_18_07_2006_492_liverpool_logo_690494.jpgHafi einhver efast í stöðunni 2 - 0 fyrir City þá er hinn sami ekki alveg með þetta á hreinu hvernig þetta Liverpool lið virkar. Hugsið ykkur til dæmis ef Liverpool hefði sett þessi þrjú mörk strax í fyrri hálfleik, hefði einhver nennt að horfa eftir það? Ég held ekki, þetta æðisgengna Liverpool lið er einfaldlega ekki þannig, spenna og fjör allt til enda það er aðalsmerkið og heldur áhorfendanum algjörlega í helgreypum spennunnar allt til enda...Winkfernando_torres_690501.jpg

 

 

 

Vinsælustu spennusagna rithöfundarnir nota til dæmis þessa aðferð með frábærum árangri, Liverpool hefur greinilega tileinkað sér tæknina einnig og uppskeran er frábær skemmtun í hverjum leik.

Smellið á myndina af Torres og njótið dýrðarinnar...Cool

Hvað vilja menn hafa þetta betra? Ég var ekkert að spá fyrir þennan leik en sjá má hér að strákurinn var aldrei í nokkrum vafa hvernig þetta færi...Cool

Verið góð hver við annað. 

Góðar stundir.


mbl.is Magnaður sigur Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá dagsins

1474_18_07_2006_492_liverpool_logo.jpgVegna tæknilegra örðugleika þá verður ekki gefin út spá í dag. En það stendur ekkert á því að bjartsýnin er í hámarki og sigur verður niðurstaðan hjá mínum mönnum. Kappinn kemur svo með sína skoðun á hlutunum seinna í dag.

Verið góð hvert við annað, það er mikilvægt.

Góðar stundir.


mbl.is Sex leikir í Englandi í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spáin kolröng og skýringin fundin

Það sem fyrst og fremst varð þess valdandi að spáin var jafn röng og raun bar vitni er að ég sat öfugu megin við kristalkúluna góðu vegna tæknilegra mistaka. Tæknileg mistök af þessu tagi eru að sjálfsögðu fyrirgefin af samfélaginu enda hafa tæknileg mistök af margfalt stærri stærðargráðu verið fyrirgefin...W00t

Svo náttúrulega er annað sem setti þetta allt úr skorðum og er þar stóri sökudólgurinn Wes Brown sem ber þar mikla ábyrgð. Hverjum hefði dottið það fyrirfram í hug að þessi grautfúni varnarmaður hefði krafta til að hlaupa fram yfir miðju og alla leið upp að marki andstæðinganna og aulast síðan álkulega með hnakkann fyrir boltann sem á dularfullan hátt endaði í markinu...Woundering

Já niðurlægingin var algjör fyrir milljarða tríó UTD sem á að skora mörkin fyrir klúbbinn. Niðurlægðir milljarðahausarnir áttu bara einn kost í stöðunni og tóku við sér og var allt annað að sjá til þeirra eftir markið sem Wes Brown skoraði...Wink

Til hamingju UTD aðdáendur og Víðir vertu spakur...Grin

Verið góð hvert við annað, og mig líka...Halo

Góðar stundir.


mbl.is Man. Utd sigraði í Blackburn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara svo það sé á hreinu þá fer

gerrard_689336.jpgGerrard ekki neitt og Agger verður einnig áfram. Auðvitað eru margir og þá sérstaklega andstæðingar Liverpool heitastir fyrir þessu enda búnir að átta sig á því að Liverpool er illviðráðanlegt. Hvað er þá betra fyrir þá en að liðið verði veikt með sölu þessara manna.

Þótt Rafael Benítez sé stundum óskiljanlegur þá er hann agger.jpgekki það vitlaus að selja þessa menn. Ef til dæmis hann seldi Gerrard þá gæti hann samstundis flúið Liverpool borg, menn selja einfaldlega ekki átrúnaðargoð, vinsælasta og jafnframt einn besta leikmann sinn sem Gerrard óneitanlega er.

Í dag þá tekur Blackburn á móti Man. Utd og ljóst má vera að þetta verður ekki auðveldur fyrir Utd. Blackburn hefur staðið sig með miklum ágætum og gæti auðveldlega komið á óvart í þessum leik og lagt Utd að velli. Mín spá er 2 - 1 fyrir heimamenn.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Benítez: City fær ekki Gerrard
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Létt verk fyrir Liverpool

steven_gerrard_fagnar_100_marki_sinu.jpgog aldrei spurning hvernig þetta færi. Það er sagt að mótherjinn getir aldrei verið betri en það sem honum er leyft, PSV var hörmulega slakt í kvöld sem segir okkur bara eitt, Liverpool var firnasterkt og leyfði PSV einfaldlega ekki meira en svo að þeir litu út eins og byrjendur...Whistling

Fyrrverandi Tottenham gorkúlan Keane er loksins búinn að átta sig þá því hvar netmöskvarnir eru og vonandi fer þessi töffari að skila einhverju af vitidirk_kuyt_687332.jpg frá sér í þeim leikjum sem hann spilar. Hollenski veðhlaupahesturinn Kuyt kom Liverpool yfir með föstu skoti úr kyrrstöðu sem er afar óvenjulegt fyrir þennan hlaupagikk, venjulega þá er hann á þvílíkum hlaupum að halda mætti að Benjamín sé á eftir honum...Cool

Svo náttúrulega þarf ekki að spyrja að því, stórsnillingurinn Gerrard setti eitt og skoraði þar með sitt eitt hundraðasta mark fyrir þennan besta og sigursælasta klúbb England frá upphafi. Nú ætti mörgum að vera orðið ljóst að Liverpool verður illviðráðanlegt í vetur og sér síðuritar fyrir sér glæsta sigra og nokkrar dollur í safnið á vormánuðum...Wizard Ég spái því, og trúið mér þetta er marktækari spá heldur en spár greiningadeilda Bankanna um efnahagsmál...LoL

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Öruggur sigur Liverpool á PSV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt rautt og 3 gul spjöld

fernando_torres_og_robbie_keane.jpgÉg vil minna á spá mína frá því í gær en þar segir meðal annars nákvæmlega til um spjöldin sjá hér. Markatalan er hinsvegar alveg í ruglinu, ég satt best að segja bjóst við Everton miklu grimmari og reiknaði markatöluna út frá þeirri pælingu. Auðvitað bregst það þegar mótherjinn nennir ekki að gera það sem af þeim er ætlast og þá segir það sig sjálft að 2 mörk er eitthvað sem menn sætta sig við og enginn sérstakur akkur í því að niðurlægja mótherjann meira.

Mig langar síðan að hafa örfá orð um það sem strákfíflið í UTD hafði að segja um möguleika Liverpool á meistaratitlinum. Hugsaðu um drulluna sem þú og þitt lið eru í sjálfir, að koma sér úr neðstu sætunum ætti að nægja í bili, aðrar pælingar geta komið seinna. Svei mér þá ef drengstaulinn er ekki farinn að smitast af hrokanum frá Skoska hróinu...

Verið góð hvert við annað, og Hafstein líka hann á það skilið.

Góðar stundir.


mbl.is Torres skaut Liverpool á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vildi bara minna ykkur á

hvað þetta er algjörlega einstakt og á sér enga samlíkingu. Ekki farið þið að þræta um það, er það nokkuð? Svo sjáum við til hvernig tekst til á morgun, mín spá er 3 - 2 fyrir Liverpool, eitt rautt spjald sem kemur í hlut Everton og leikmenn Liverpool munu sjá 3 gul spjöld...Halo

En aftur að tilurð þessara færslu, hækkið hljóðið og njótið...InLove                                                             


Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


Kaupa, kaupa, kaupa !!!!

gareth_bale.jpgHvernig er þetta, það er endalaust verið að kaupa og kaupa menn og ekkert nema óánægjan sem situr eftir. Nú er Gareth Bale orðaður við Liverpool sjá hér. Er algjörlega vonlaust fyrir þennan Spánverjabjálfa að gera nokkur góð kaup og mynda úr því öfluga heild?

Er ekki nokkur kjaftur nothæfur sem á að koma upp úr barna og unglingastarfi Liverpool, ef það er þá til eitthvað sem ber það nafn hjá Liverpool.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband