Færsluflokkur: Enski boltinn
fim. 25.9.2008
Gaman væri að vita hver
skrifaði þetta handrit fyrir Whisky þambarann. Það er alveg ljóst að svona spaklega orðað viðtal getur alls ekki á uppruna sinn í Whisky menguðum heilasellum felgulykilsins.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Ferguson: Peningar eru ekki nóg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 25.9.2008
Milljörðunum pakkað saman af áhugamönnum úr 2. deild
Það þurfti ekki mikið til að slátra öllum milljörðunum frá Sádi Arabíu...
Eitt stykki áhugamannalið úr neðrideildum enska boltans báru akkúrat enga virðingu fyrir öllum milljörðunum frá Sádi Arabíu og niðurlægðu herlegheitin...
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Brighton afgreiddi Manchester City |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 23.9.2008
Dalglish næsti stjóri Liverpool
Það er eitthvað sem ég gæti vel hugsað mér. Þeir sem muna meira en tvær nætur aftur fyrir sig ættu að skilja þennan áhuga minn á því að fá Dalglish aftur til Liverpool.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Dalglish tekur ekki við Newcastle |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 22.9.2008
Þetta er svo mikilvæg keppni
að það er hreint enginn ástæða til að tefla fram sínu sterkasta liði. Úff það kemur að stóra skellinum með svona áframhaldi, vanmat í síðasta leik og nú á að prufa hvernig til tókst í leikmannakaupunum.
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Cavalieri stendur á milli stanganna hjá Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 22.9.2008
Nú var vitleysan toppuð og það
duglega. Hvernig hægt var að sjá mark út úr þessu er öllum óskiljanlegt nema aðstoðardómaranum, ef karlræfillinn hefur eitthvað sofið eftir þetta þá er ég hissa...
Haldið áfram að vera góð við hvert annað.
Góðar stundir.
sun. 21.9.2008
Ég óska United aðdáendum til
hamingju að sleppa með jafntefli. Jafntefli var einfaldlega dauðagrís og ekkert annað, Chelsea átti að vinna þennan leik en þar sem þeir eru lítið betri en arfaslakt eða eigum við að segja úthaldlaust UTD liðið þá varð niðurstaðan jafntefli tveggja miðlungs lélegra liða. Sá sem lýsti leiknum (nenni ekki að muna hver það var) er í alvarlegri afneitun, STÓRMEISTARAJAFNTEFLI kallaði hann þetta hvernig sem það er svo hægt, ég sá bara einfaldlega ekkert stórmeistaralegt við þessa. Þarna voru 22 meðalskussar að eltast við bolta og vægt til orða tekið þá tókst skussunum ekki að gera þetta að spennandi sjónvarpsefni....
Nú sem aldrei fyrr er full ástæða til að vera góð við hvert annað, munið við eigum ekki morgundaginn..
Góðar stundir.
![]() |
Stamford Bridge virðist óvinnandi vígi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 20.9.2008
Hugmyndasnauður sóknarleikur Liverpool
á móti arfaslöku liði Stoke. Eina jákvæða í leiknum var ótrúlega góð vörn Stoke. Ég hef sagt það og segi það bara aftur, það er ekki nóg að fá hálft hundrað af hornspyrnum og marktækifæri sem telur marga tugi, helvítið boltinn verður að fara í markið það eitt telur.
Hugmyndasnauðar stórstjörnur Liverpool uppskáru nákvæmlega það sem þeir áttu skilið, reyndar einu stigi of mikið, fyrir svona hugmyndaeyðimörk á ekki að fást neitt punktur. þetta er reyndar met að mínu mati, liðið með boltann nánast allan leikinn og vita ekkert hvað á að gera við hann...
Að lokum, haldið þvaginu þið sem lesið þetta það gengur bara betur næst....
Góðar stundir.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 19.9.2008
Ronaldo hvað?
Steven Gerrard er einfaldlega frábær, það eru allir þá meina ég allir sammála því, er það ekki? Svo er hægt að sjá fleiri snilldarmörk með drengnum hér. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar?
Er Ronaldo ekki frekar eins og helíumblaðra í jakkafötum opin ofan í rassgat í samanburði við snillinginn á Anfield?
Góðar stundir.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 16.9.2008
Auðvitað var það einhver spurning
hvernig þessi leikur færi. Ég var alveg viss í dag að Liverpool myndi landa sigri í þessum leik, en ég verð að viðurkenna það að mér leist ekkert orðið á málin í seinnihálfleik. En að því er ekki spurt hvor gerði hvað og allt það, mörkin telja og glæsileg byrjun hjá Liverpool í meistaradeildinni...
Hef ég sagt það áður, tímabilið sem er að byrja verður tímabil sigra og titla hjá Liverpool? Já ég hef sagt það og stend við það eins og klettur, heilladísirnar eru komnar til baka og full ástæða til að gleðjast....
Þessi mynd verður að duga þar sem mbl.is gjöreyðilagði fréttina með mynd af einhverju algjörlega óþekktum þjóðverjatitt... Þeir sem vilja vita hvað mér datt í hug verða að senda mér tölvupóst, það verður ekki birt á þessari síðu...
Góðar stundir.
![]() |
Góðir sigrar hjá Chelsea og Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
þri. 16.9.2008
Liverpool er eins og Duracell kanínan
Eric Gerets, þjálfari franska liðsins Marseille, hrífst mjög af dugnaði leikmanna Liverpool á knattspyrnuvellinum og líkir þeim við Duracell kanínuna.
Þessi bleika kanína rafhlöðuframleiðandans er heimsþekkt fyrir óþrjótandi frammistöðu sína í auglýsingum í gegn um árin og þjálfara franska liðsins datt hún í hug þegar hann fylgdist með vinnusemi leikmanna Liverpool þegar þeir lögðu Manchester United um helgina.
"Ég hafði mjög gaman af að fylgjast með Liverpool spila gegn United og hef gaman af svona hröðum leik. Liverpool var eins og Duracell kanínan og eru öðrum liðum góð fyrirmynd með vinnusemi sinni. Það er eins og þeir séu bara trekktir upp og sleppt út á völlinn," sagði Gerets, en lið hans mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta er kópberuð frétt af visir.is.
Liverpool hefur verið líkt við ýmislegt, þetta er sennilega með því besta hingað til. Eric Gerets er greinileg drullu smeykur fyrir þennan leik og það svo sannarlega ekki að ástæðulausu... Utd töffarar haldið ykkur á hliðarlínunni, þið eruð bestir þar.
Það verður framhald á góðri helgi í kvöld hjá stráknum...
Góðar stundir.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)