Hugmyndasnauður sóknarleikur Liverpool

fotbolti.jpgá móti arfaslöku liði Stoke. Eina jákvæða í leiknum var ótrúlega góð vörn Stoke. Ég hef sagt það og segi það bara aftur, það er ekki nóg að fá hálft hundrað af hornspyrnum og marktækifæri sem telur marga tugi, helvítið boltinn verður að fara í markið það eitt telur.fotboltinn_676790.jpg

Hugmyndasnauðar stórstjörnur Liverpool uppskáru nákvæmlega það sem þeir áttu skilið, reyndar einu stigi of mikið, fyrir svona hugmyndaeyðimörk á ekki að fást neitt punktur. þetta er reyndar met að mínu mati, liðið með boltann nánast allan leikinn og vita ekkert hvað á að gera við hann...

Að lokum, haldið þvaginu þið sem lesið þetta það gengur bara betur næst....Wink

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var til algjörar skammar fyrir okkar menn,,,,,,,,,,að hluta til vanmat á andstæðing.................

Res (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:47

2 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Vel mælt - en þetta finnst mér eiga við mjög marga leiki liðs ykkar upp á síðkastið þrátt fyrir að úrslitin hafi þá verið hagstæðari en í dag.

Nú eruð þið búnir með hefðbundna haustheppni og nú fer deildin að ganga sinn vanagang -

Ólafur Tryggvason, 20.9.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég sá ekki leikinn Halli, en þú tekur þessu af karlmennsku eins og þér var líkt....  Er það þá Allinn á morgun? Þú verður að standa vaktina á "okkar mönnum."..er það ekki?..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2008 kl. 19:49

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Vanmat, nei ég vil frekar kalla þetta hroka.

King Liverpool fær alltaf þá umfjöllun hjá mér sem þeir eiga skilið í það og það skiptið, stundum er partý á bænum og svo stundum fjör af þessari gerð. Haustheppni ertu geggjaður að láta þetta út úr þér, hvað köllum við þá síðasta tímabil hjá UTD? SEASON heppni þeir voru ansi margir leikirnir sem unnust með einu andskotans grísamarki í lokin. Sumir voru að rifna ofan í rassgat og þá hét þetta meistaraheppni. SEASON heppni er flottara nafn á þetta....

Hafsteinn við fínpússum ekkert hlutina á þessum bæ með orðagljáðri og rugli. Allinn, ég einn innan um haug af snarbrjálæðingum, þér er ekki sjálfrátt félagi. Sko vinurinn þessi hér flúði til Rohdos, djö sem spennan hefur farið öfugt í karlinn, flýja land og afneita aðgangi að sjónvarpi það er hámarkið...

Hallgrímur Guðmundsson, 20.9.2008 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband