Auðvitað var það einhver spurning

torres_og_gerrard_i_go_um_gir_673942.jpghvernig þessi leikur færi. Ég var alveg viss í dag að Liverpool myndi landa sigri í þessum leik, en ég verð að viðurkenna það að mér leist ekkert orðið á málin í seinnihálfleik. En að því er ekki spurt hvor gerði hvað og allt það, mörkin telja og glæsileg byrjun hjá Liverpool í meistaradeildinni...Smile

Hef ég sagt það áður, tímabilið sem er að byrja verður tímabil sigra og titla hjá Liverpool? Já ég hef sagt það og stend við það eins og klettur, heilladísirnar eru komnar til baka og full ástæða til að gleðjast....Wizard

Þessi mynd verður að duga þar sem mbl.is gjöreyðilagði fréttina með mynd af einhverju algjörlega óþekktum þjóðverjatitt...Shocking Þeir sem vilja vita hvað mér datt í hug verða að senda mér tölvupóst, það verður ekki birt á þessari síðu...W00tBandit

Góðar stundir.


mbl.is Góðir sigrar hjá Chelsea og Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hva ættlar þú að láta einhverjar sjálfskipaðar blogglöggur (kerlingar sem þvælast um blogg til að geta hneikslast) stjórna hvað þú segir á þínu bloggi?

Og þær segjast hafa "marg kært" suma en svo nokkrum kommentum neðar þá þykjast þær ekki hafa gert neitt nema skyldu sína klagað í mbl.is en bara einu sinni!!! Ef ég kynni að setja hér inn linka þá myndi ég gera það glaður svo þú gætir farið og lesið bullið sem þar fór fram hehe.

Veit ekkert um sigurinn hjá Chelsea en hann var ljúfur hjá Liverpool og satt ég smá stressaður í lokin en mörkin telja drjúgt.

Áfram með smérið og gerið og hér á að vera töluð íslenska sem mar lærði úti á sjó og ekkert andskotan kjaftæði!!!

Og NIÐUR MEÐ BESÍNVERÐ

Sverrir Einarsson, 16.9.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hva? Eru orðinn hræddur. Hættur að segja það sem þig langar til. Nú sendu mér þá tölvpóst.  vidirben@internet.is  Ég kjafta ekki frá.

Víðir Benediktsson, 16.9.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nei ég er ekkert hræddur en það er ekki fyrir viðkvæma.... 

Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Bón um smá aðstoð. Ég er að reyna að muna hvar á blogginu (frekar en annars staðar) ég sá könnun um "fylgi" við einstök ensk lið. Sá könnunina þegar Liverpool var með ca. 30%, Man. Utd. með ca. 28%, Arsendal með tæplega 15%, Tottenham um 6% og Chelsea um 5%. Nú langar mig að vita hvernig könnunin þróaðist (þótt ég viti að ekki sé um há-vísindalega könnun að ræða).

Friðrik Þór Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 00:27

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég hef ekki græna hugmynd um þetta, en það væri gaman að vita þetta. Það hljóta einhverjir að vita þetta og koma með ábendingu.

Hallgrímur Guðmundsson, 17.9.2008 kl. 00:47

6 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Til hamingju með þetta Halli þínir menn greinilega í stuði og flott mark hjá Gerrard.

Grétar Rögnvarsson, 17.9.2008 kl. 11:43

7 identicon

Eitthvað var um að Anna Ólafsdóttir bloggvinkona setti fram þessa skoðanakönnun... - veit ekki hvort hún er enn þar í gangi.

Annars er Liverpool bara best! Manure góðir að ná jafntefli á móti Villareal ... Manure verða skeinuhættir ... he he he...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband