þri. 14.10.2008
Við þurfum sterkan, öflugan og sjálfbæran
sjávarútveg sem borgar lánin sín. Svona hljómuðu orð Friðriks J. Arngrímssonar í gær þegar bornar voru undir hann tillögur Frjálslynda flokksins um að þjóðnýta kvótann. Ekki veit ég hvað nákvæmlega er blandað saman við súrefnið sem Friðrik J. andar að sér að en ljóst má vera að það er eitthvað mjög skrítið. Ekki eru nema þrír dagar síðan að Friðrik J. talaði um það að ríkið yrði að koma sjávarútvegnum til bjargar og aðstoða sjávarútvegsfyrirtæki við skuldbreytingar og frystingu á kúlulánum sjávarútvegsins. Heitir það að borga skuldir sínar, ég bara spyr?
Ég get ekki með nokkru móti séð að sjávarútvegurinn þurfi aðstoð ef eitthvað er að marka sönginn sem Líú hefur sungið undanfarin ár. Hann hefur allur verið á þá leið að sjávarútvegurinn sé gríðarlega öflugur, hagkvæmur, arðsamur, sjálfbær og síðast en ekki síst stundaður af mikilli ábyrgð og einstaklega góðri umgengni um auðlindina. Þetta höfum við fengið að heyra í hvert einasta skipti sem Friðrik J. opnar á sér talandann í fjölmiðlum.
Hvernig má það vera að þessi öflugi og sjálfbæri atvinnuvegur hafi alla tíð frá því að frjálsa framsalið og veðsetningin var leyfð á kvótanum bara aukið skuldir sína ef þetta er svona hagkvæmt og sjálfbært? Ár eftir ár vaxa skuldir sjávarútvegsins og eru í dag svo tröllvaxnar að þessi kynslóð getur aldrei borgað þær og vandséð er að sú næsta geti það heldur. Ég vil einfaldlega segja að það sé nánast útilokað að borga þessa skuldsetningu.
Hvað nafn sem menn vilja setja á þetta en þá er það eina rétta í stöðunni að ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir, skuldirnar má svo greiða með auðlindagjaldi sem ríkið tekur til sín af öllum veiddum afla í framtíðinni. Ég sé það einnig fyrir mér að sveitarfélögin fái til sín hluta auðlindagjaldsins af þeim afla sem landað er í hverju sveitarfélagi. Þetta er ekki flókin aðgerð og hef ég margoft lagt þetta til en því miður hefur auðvaldið komist upp með að úthrópa svona aðgerð sem hryðjuverk.
Á í alvörunni að láta sjávarútveginn nánast í heild sinn verða gjaldþrota? Þeir sem trúa því að við eigum sjávarútveg sem er sjálfbær, arðsamur og vel rekinn ættu að minnast orða bankastjóranna sem sögðu alveg fram í þrotið, staða okkar mjög góð og bankarnir gríðarlega öflugir. Þetta segja allir alveg þangað til að beðið er um greiðslustöðvun eða lýst yfir gjaldþroti. Af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi í þessari atvinnugrein?
Staða sjávarútvegsins er einfaldlega sú að hann liggur nánast í heild sinni banaleguna, við höfum einfaldlega ekki efni á því að stórkostuleg hrina gjaldþrota hellist yfir með afleiðingum og keðjuverkun sem enginn vil upplifa. Að frysta og eða skuldbreyta lánunum er engin lausn, það frestar einungis gjaldþrotunum um einhvern tíma. Uppstokkun er bráðnauðsynleg og ber að gera strax áður en stjórnvöld verða neydd til þess með skilyrðum sem við stjórnum ekki sjálf.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
sun. 12.10.2008
Þetta hlýtur að vera grín
Hvernig dettur mönnum til hugar að sleppa dýralækninum án eftirlits úr landi? Þetta getur ekki leitt til neins annars en áframhaldandi hörmunga fyrir Ísland...
Árni Matta að funda stíft á ensku, hann sem gat ekki einu sinni afgreitt eitt einfalt símtal áfallalaust án misskilnings við breskan kolleka sinn... Ég geri einfaldlega ráð fyrir því að sá breski sé betri í ensku en dýralæknirinn og hafi skilið fullkomlega ruglið sem dundi yfir hann í símanum...
Nú situr snillingurinn Árni Matt og fundar um framtíð þjóðarinnar á ensku, guð hjálpi okkur ef við eigum ekki skárri kost...
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 12.10.2008
Eina sem bjargað getur Íslendingum er
að sjálfstæðisflokknum verði gefið frí. Eru menn á þeim bænum ekki meðvitaðir um hvað þeir hafa lengi setið við stjórn þessa lands? Það vantar ekkert upp á afneitunina hjá íhaldinu og allt tínt til sem sökudólgar á þessum hremmingum sem eitt auðugasta land heims er í. Þeir bera enga ábyrgð á þessu, nei það eru einhverjir glæponar í útlöndum og almenningur.
Björn Bjarnason er með þetta á hreinu. Það er enginn vafi á ferðinni þarna.
Svo eru hlutirnir aldeilis á hreinu hjá þessum preláta, Þessi gaur er algjörlega með þetta á tæru.
Þessir harðsvíruðu erlendu glæponar og sauðheimskir Íslendingar almennt ákváðu upp á sitt einsdæmi að heimila bönkunum að vaxa langt umfram allt sem eðlilegt getur talist í samanburði við stærð efnahagskerfisins og þjóðfélagsins.
Það tala allir um björgun bankanna og lágmarka tjón almennings með nettu kennitöluflakki, sem reyndar er eitt það stærsta sem um getur í sögu siðmenntaðs lands.
Menn láta eins og málunum sé reddað með þessum hætti og framundan séu nokkur mögur ár og síðan smellur allt í þvílíkan gír að við getum strax farið að hlakka til gósentíma sem bíða handan hornsins. Hvernig hægt er að finna þetta út á svona aumlega einfaldan hátt er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Sauðheimskur almenningurinn ákvað einnig upp á sitt einsdæmi og algjörlega hjálparlaust að veðsetja svo duglega sameign þjóðarinnar (kvótann) að marga mannsaldra þarf til að borga skuldina, ef það er þá nokkurn tímann hægt
Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar er svo skuldsettur eftir ævintýrið að mér lætur nærri að halda því fram að þær séu vandfundnar útgerðir þessa lands sem eru rekstrarhæfar án stórfelldrar blekkingar. Eina rétta í stöðunni er að ríkið innkalli allar aflaheimildir og skuldirnar verði teknar með í uppgjörið sem framundan er.
Það er algjörlega óhugsandi að ætla sér að líta á þessa hrikalegu stöðu sjávarútvegsins með annað augað lokað og lepp fyrir hinu. Það er komið að endapunkti og lokauppgjör er óumflýjanlegt, ef þetta verður hunsað og menn trúa því í alvöru að þetta sé í lagi og geti hökt áfram, þá verður ekki hjá því komist að hrina gjaldþrota fer af staða með aukaverkun sem við viljum ekki endilega þurfa að verða vitni af.
Ég stend við það að íhaldið verður að víkja, stefna þess hefur beðið alvarlegt skipbrot og gjaldþrotið er því miður margfalt stærra en það þurfti að vera.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Tár felld á flokksráðsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 11.10.2008
Enn eitt frjálshyggju gersemið að kvarta.
Það er ekki leiðum að líkjast með íhaldsfuglana gagnvart þeim sem fá að njóta málfrelsis á Íslandi. Ekki veit ég alveg hvað er að hrjá Gísla Freyr, einna helst dettur mér til hugar að heitast ósk Gísla sé að múll og haltu kjafti teip verði settur á almenning þannig að þeir íhaldspáfagaukar geti haldið óáreittir áfram að boða glæsta framtíð frjálshyggjunnar og kvótakerfisins.
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Geir: Herða beri viðurlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
lau. 11.10.2008
Jæja stelpur eigum við að hafa fleiri orð um þetta?
Þetta myndband bjargaði deginum....
Verið góð við hvert annað, stelpurnar líka...
Góðar stundir
lau. 11.10.2008
Verður snilld útrásarvíkinganna þeim að falli?
Þetta er snilldar lesning og í hnotskurn hvernig menn hafa hagað sér.
Umtalaðir leynireikningar Íslendinga eru nú komnir undir forræði Fjármálaeftirlitsins í Luxemburg. Talið er að ótaldir milljarðar króna hafi verið færðir í svokallaðar skattaparadísir á aflandseyjum í því skyni að fela þá fyrir augum yfirvalda og losna undan skattagreiðslum.
Hingað til hafa menn talið sig vera með fyrirtæki sín örugglega falin í gegnum allt að þrjú lönd en nú er komið á daginn að það ómögulega hefur gerst. Íslensku bankarnir í Luxemburg eru komnir í þrot og yfirvöld þannig með óheftan aðgang að leyniskjölum varðandi skattaparadísir. Tiltölulega auðsótt ætti að vera fyrir Fjármálaeftirlitið íslenska að sækja umrædd gögn með dómsúrskurði.
Til útskýringar á því hvernig hægt er að koma upp fyrirtæki í skattaparadís er sögð eftirfarandi dæmisaga. Bör Börsson eignast peninga sem hann vill ekki láta vita af eða lenda í skattgreiðslum. Hann hittir sína bankamenn, til dæmis í Luxemburg og ber upp vandræði sín. bankamenn taka erindinu vel. Ekkert mál. Við skulum fela þetta fyrir þig, kæri vinur.
Það eina sem Bör þarf að gera er að stofna fyrirtæki á aflandseyju sem er með bankaleynd. Cayman eyjar, Kýpur, Malta eða Gurnsey eru kjörnar. Þetta verður eingöngu heimilisfang fyrirtækisins þíns. Peningarnir geta verið allsstaðar í fjárfestingu í gegnum okkur í nafni þessa fyrirtækis sem þú stofnar. Og þú þarft ekki að óttast að neinn komist ekki að neinu. Þú vilt eflaust nota okkar póstfang hér í Lúxemburg þangað sem yfirlitin frá hinum ýmsu fjárfestingafyrirtækjum sem þú ert að nota og auðvitað frá okkur. Bör er með efasemdir: Já, þetta er skynsamlegt en get ég fengið betri vörn svo enginn komist að neinu?
Já auðvitað geturðu það. Við stofnum fjárfestingasjóð í Lichtenstein sem á fyrirtækið sem þú stofnar á aflandseyjunni. Þá þurfa stjórnvöld á Íslandi að fara i gegnum þrjú lönd, Luxemburg, aflandseyjuna og Lichtenstein með dómsúrskurði frá Íslandi til þess að fletta ofan af þér. Og það er auðvitað mjög torsótt. Bör er enn efins: Þannig að ég er alveg öruggur?
Já, Já, nema að við förum á hausinn, " segir bankamaðurinn og skellihlær.
Fjármálaeftirlitið hér í Luxemburg tekur yfir bankann, segir bankamaðurinn á milli hláturrokanna.
Og færir íslenskum yfirvöldum aðgang að öllum yfirlitunum þínum. Fyrr mun frjósa í helvíti en að það gerist. Það getur aldrei gerst!!!.
Þetta var fengið að láni á dv.is
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Viðræður við sendinefnd Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 11.10.2008
Þetta er svo augljóst
Massa er með meira bensín og keyrir þar af leiðandi lengra inn í keppnina en Hamilton hans skæðasti keppinautur...
Ég hef enn staðfasta og tröllvaxna trú á því að Massa verði heimsmeistari. Sjáum hvað setur, ég er að verða svolítið spenntur eins og sjálfsagt margir aðrir.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Hamilton og McLaren með undirtökin í Fuji |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 10.10.2008
Loksins eitthvað jákvætt
Og ég lík þessum degi á jákvæðan hátt að hætti hússins, þennan rakst ég á í netheimum.
Kona var að halda framhjá manni sínum og var í rúminu með elskhuganum. Allt í einu heyra þau sér til mikillar skelfingar að eiginmaðurinn stingur lyklinum í skrána á útidyrahurðinni.
Konan reynir að finna eitthvað ráð í flýti. Hún tekur fram flösku af nuddolíu og púður. Hún hellir olíunni yfir elskhugann og hellir svo púðrinu yfir hann þannig að hann lítur út eins og stytta. Ekki hreyfa þig fyrr en ég segi að þú megir það, segir hún og klæðir sig í flýti. Stattu bara þarna grafkyrr.
Maðurinn kemur inn í svefnherbergið og spyr: Elskan hvað er nú þetta? Þetta, æji þetta er bara stytta, segir konan kærulaus.? Gunna og Jón fengu sér eina fyrir stuttu þannig að ég ákvað að redda mér einni líka, þetta er svo smart. Ekkert er rætt meira um styttuna, ekki einu sinni yfir kvöldmatnum.
En klukkan 3 um nóttina læðist maðurinn fram úr rúminu, fer fram í eldhús, nær í samloku og mjólkurglas og réttir styttunni. Gjörðu svo vel, segir hann. Ég stóð eins og hálfviti hjá Jóni og Gunnu í heila tvo daga og enginn bauð mér vott né þurrt.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Aðgerðaáætlun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 10.10.2008
Allir út að mála og ekkert röfl
Nú er sérlega heppilegt að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar séu klárar án vankvæða, í það minnsta þykist ríkisstjórnin vera búin að búa svo um hnútana að enginn þurfi að óttast neitt. Tillögur Össurar um að allir geti farið að mála skúra hver fyrir annan og ýmis önnur hugðarefni sem dottið hafa upp úr næturbloggaranum hljóta að vera fyrir alla, annað væri mismunun.
Ég sé þetta þannig fyrir mér að þeir sem eru að missa vinnuna núna skipti um vinnugalla og drífi sig í málningarvinnu fyrir vini og vandamenn. Aldeilis óvíst er með skúrana sem hið opinbera á og Össur sagði okkur á landsbyggðinni að mála og halda síðan kjafti þegar fólkið út á landi missti vinnuna í hundruðum, ég geri einfaldlega ráð fyrir því að þeir séu allir nýmálaðir.
Þið fyrirgefið mér vonandi, ég bara verð að benda á þetta. Á þennan frábæra kost var okkur á landsbyggðinni bent á þegar við vorum svipt atvinnunni og sitjum eftir skuldsett upp fyrir haus í verðlausum eignum, fangar frjálshyggjunnar sem mistókst svakalega með tilraunarkerfinu sem sumir vilja kalla besta kerfi í heimi og ber það skelfilega nafn kvótakerfið, við horfum jú á þetta með jafn sljóum augum og okkur hefur verið sýnt í gegnum árin.
Ekki hefur okkur verið boðin sérstök áfallahjálp á meðan græðgi og einkavinavæðing frjálshyggjunnar hefur farið rænandi öllu sem hægt er að ræna og einhver verðmæti eru í um landsbyggðina á undanförnum árum. Nei þá vorum við bara landsbyggðarpakk sem alltaf eru grenjandi og ekkert sem getur gert okkur hamingjusöm.
Það mætti segja sem svo að Íslendingar hafi verið sem tvær þjóðir á meðan þetta hefur gengið yfir og landsbyggðin tækluð með þvílíkum viðbjóði og valdníðslu að vandfundið er samlíking í hinum siðmenntaða heimi. Eigum allt í einu núna að standa saman sem ein heild og hugga hvert annað?
Ég fer fram á afsökunarbeiðni áður en ég fer að kenna í brjóst um þá sem missa vinnuna núna. Ég var sviptur minni vinnu sem ég hef stunda frá 14 ára aldri og það fannst öllum það bara allt í lagi, ég mátti fara að mála kofaskrifli, éta malbik og naga girðingarstaura eða steinhalda kjafti ella. Á nákvæmlega sama hátt og með mig og fleiri þá á fólkið engan þátt í því að það stendur uppi atvinnulaust nú, upp með brosið penslar og málningarbakkarnir eru á góðu verði í Húsasmiðjunni ef hún er þá ennþá til, þetta er ekki heimsendir, tækifærin gætu leynst handan við hornið, til dæmis riðguð bárujárnsplata sem er ómáluð, hver veit?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Ps. Sýnið kurteisi og háttvísi á þessari síðu takk.
![]() |
Bankamenn í tilfinningarússi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 10.10.2008
Á sama tíma og
vísindamenn eru enn að átta sig á jarðfræðilegum undrum hafsbotnsins þá þykist annar armur vísindanna (fiskifræðingar) vita upp á hár hvað margir íbúar og af hvað tegund búa í dulheimum hafdjúpanna...
Er enginn í alvöru sem er farinn að efast um þessi vísindi sem kennd eru við fiskifræði? Setjum þetta í samhengi, ef þú lesandi góður hefur takmarkaða þekkingu á sveitarfélagi sem þú ert að koma í, getur þú sagt með mikilli nákvæmni hvað íbúarnir eru margir og hvað bústofn og gæludýr íbúanna er stór? Við skulum sleppa skordýrunum, fiskinum í vötnum og ám hitt ætti alveg að duga...
Ekki treysti ég mér til þess og held ég að það eigi við um ansi marga, en samt á einhvern dularfullan hátt þá er litið á fiskifræðina sem heilög vísindi og nánast algjörlega óskeykul. Það vekur enn meiri undrun mína hvað vísindi sem byggð eru nánast algjörlega á stærðfræðilegum útreikningum, handahófskenndum rannsóknum og spá hafa gríðarlegt vægi...
Annað dæmi má taka svona til gamans. Lagavísindin eru hreint út sagt frábær og gengur vitleysan svo langt að túlkun laga mætti skilgreina fyrir okkur þessa venjulegu Jóna (í mínu tilfelli Hallana) að hægt er að rífast um það hvort A sem klárlega er A sé í rauninni A...
Að hafna þekkingu þeirra (skipstjóranna) sem eru allt árið að vinna við dulheima hafdjúpanna með frábærum árangri og beinlínis lýsa því yfir að þekking þeirra sé nánast einskis virði, eins og Hafró hefur komist upp með nánast frá stofnun, er svona svipað og segja mannfræðingum og þeim sem halda utan um hausatölu landsmanna að þeir séu algjör fífl og viti ekkert hvað þeir eru að segja og gera. Er það gert, ég bara spyr?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Hafsbotninn örum settur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 10.10.2008
USA vs Iceland ...
fim. 9.10.2008
Mynd, Seðlabankastjórarnir reknir og nýir ráðnir í staðinn
fim. 9.10.2008
Frjármálafylleríinu lokið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 9.10.2008
Að bera í bakka fullan lækinn að
mið. 8.10.2008
Mjög sterkir í útlöndum, þessi orð voru
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 8.10.2008
Ég er með hugmynd um frábæran tjakk
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 7.10.2008
Samfylkingin pólitísk naðra og Sjálfstæðisflokkurinn
þri. 7.10.2008
Tókst þeim að seilast í Lífeyrissjóðina?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 7.10.2008
Er ekki ástæða til að rannsaka þetta? Glitnir Vidió II
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 6.10.2008
Geir á klósettinu með magaverki og einkavinavæðingin
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.10.2008 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)