Verður snilld útrásarvíkinganna þeim að falli?

Þetta er snilldar lesning og í hnotskurn hvernig menn hafa hagað sér.

Umtalaðir leynireikningar Íslendinga eru nú komnir undir forræði Fjármálaeftirlitsins í Luxemburg. Talið er að ótaldir milljarðar króna hafi verið færðir í svokallaðar skattaparadísir á aflandseyjum í því skyni að fela þá fyrir augum yfirvalda og losna undan skattagreiðslum.

Hingað til hafa menn talið sig vera með fyrirtæki sín örugglega falin í gegnum allt að þrjú lönd en nú er komið á daginn að það ómögulega hefur gerst. Íslensku bankarnir í Luxemburg eru komnir í þrot og yfirvöld þannig með óheftan aðgang að leyniskjölum varðandi skattaparadísir. Tiltölulega auðsótt ætti að vera fyrir Fjármálaeftirlitið íslenska að sækja umrædd gögn með dómsúrskurði.

Til útskýringar á því hvernig hægt er að koma upp fyrirtæki í skattaparadís er sögð eftirfarandi dæmisaga. Bör Börsson eignast peninga sem hann vill ekki láta vita af eða lenda í skattgreiðslum. Hann hittir sína bankamenn, til dæmis í Luxemburg og ber upp vandræði sín. bankamenn taka erindinu vel. „Ekkert mál. Við skulum fela þetta fyrir þig, kæri vinur.“

Það eina sem Bör þarf að gera er að stofna fyrirtæki á aflandseyju sem er með bankaleynd. Cayman eyjar, Kýpur, Malta eða Gurnsey eru kjörnar. „Þetta verður eingöngu heimilisfang fyrirtækisins þíns. Peningarnir geta verið allsstaðar í fjárfestingu í gegnum okkur í nafni þessa fyrirtækis sem þú stofnar. Og þú þarft ekki að óttast að neinn komist ekki að neinu. Þú vilt eflaust nota okkar póstfang hér í Lúxemburg þangað sem yfirlitin frá hinum ýmsu fjárfestingafyrirtækjum sem þú ert að nota og auðvitað frá okkur. Bör er með efasemdir: „Já, þetta er skynsamlegt en get ég fengið betri vörn svo enginn komist að neinu?“

„Já auðvitað geturðu það. Við stofnum fjárfestingasjóð í Lichtenstein sem á fyrirtækið sem þú stofnar á aflandseyjunni. Þá þurfa stjórnvöld á Íslandi að fara i gegnum þrjú lönd, Luxemburg, aflandseyjuna og Lichtenstein með dómsúrskurði frá Íslandi til þess að fletta ofan af þér. Og það er auðvitað mjög torsótt. Bör er enn efins: „Þannig að ég er alveg öruggur?“
Já, Já, nema að við förum á hausinn, " segir bankamaðurinn og skellihlær.

„Fjármálaeftirlitið hér í Luxemburg tekur yfir bankann,“ segir bankamaðurinn á milli hláturrokanna.
„Og færir íslenskum yfirvöldum aðgang að öllum yfirlitunum þínum. Fyrr mun frjósa í helvíti en að það gerist. Það getur aldrei gerst!!!“.

Þetta var fengið að láni á dv.is 

 Verið góð við hvert annað.

Góðar stundir.


mbl.is Viðræður við sendinefnd Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ??

áhugavert er að sjá nú síðustu frétt á CNN um að rétt í þessu hafi jarðskjálfti að stærð 6.1 á Richter verið mældur á Jómfrúareyjum ...

Skyldi það vera í sambandi við hina alþjóða fjármálakreppu?? 

Kom þessi skjálfti frá Íslandi?? Neiiiii það getur ekki verið ! 

??, 11.10.2008 kl. 11:29

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Davíð hlýtur að hafa rekið við,,, það er allt Davíð að kenna....

Hallgrímur Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 11:54

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

áhugaverð skrif hjá þér  - kanski fáum við að heyra af leynireikningunum er til eru

Jón Snæbjörnsson, 11.10.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Jón, ég á ekki heiðurinn á þessum skrifum þótt ég glaður vildi eiga hann. Eins og fram kemur í lok færslunnar þá fékk ég þetta lánað á dv.is

En þar fyrir utan vertu velkominn í þann fríða hóp sem prýðir þessa síðu.

Hallgrímur Guðmundsson, 11.10.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband