Geir á klósettinu með magaverki og einkavinavæðingin

hefur beðið algjört afhroð. Það var þó ein manneskja sem mátti vera að því að viðurkenna að þetta væri áfall fyrir stefnuna sem átti að vera svo góð.  Það sem svíður hvað mest í þessu er að þetta bitnar hroðalega á blásaklausu fólki sem bað ekki um þessa brjálæðislegu tilraun íhaldsins og framsóknarflokksins.

Guðni Ágústsson talar digurbarkalega og segist hafa varað við þessu, maðurinn er geggjaður og hefur lélegra minni en gullfiskur, fingraför framsóknar eru á þessu frá upphafi einkavinavæðingarinnar og þeir framsóknarmenn slógu ekki slöku við í digurbarkalegu grobbi yfir frábærum árangri og eignuðu sér stöðugleikann og velmegunina nánast skuldlaust.

Þessi stund hefði komið upp hvernig svo sem alþjóðamarkaðir hefðu þróast, atburðarrásin erlendis flýtti bara fyrir og brotlendingin staðreynd. Skuldsetning sem komin er á þetta level langt umfram allt velsæmi eins og raun ber vitni hefði fyrr eða síðar brotlent óháð utanað komandi aðstæðum.

Einn pakki í þessu er svo óuppgerður og það eru kvótavöndlarnir, hvernig ætla menn að meðhöndla þá? Það er löngu ljóst að þessar skuldir verða ekki borgaða á þessari öld og sennilega ekki þeirri næstu heldur.

Er ekki bara tvennt í stöðunni?

Í fyrsta lagi, láta erlendan banka yfirtaka skuldirnar og kvótann með, sem dugar að vísu alls ekki fyrir veðsetningunni sjá í þessu xls skjali. Gera má ráð fyrir því að skuldsetning sjávarútvegsins sé um það bil 650 milljarðar í dag. Það er um það bil sex sinnum meira en veðið stendur fyrir. Það vita það allir að skip án kvóta er verðlaust drasl í núverandi fyrirkomulagi og fiskvinnsluhúsin eru handónýtar eignir á tímum kreppu og takmarkaðra veiðiheimilda.

Í öðru lagi, ríkið innkallar allar aflaheimildir og þeir sem áhættuna tóku með gengdarlausum lánveitingum út á hlut sem er, jú sameign þjóðarinnar taki skellinn.

Síðan er gefið upp á nýtt, jafnræðis gætt í hvívetna og borgað er hæfilegt auðlindagjald af þeim fiski sem hver og einn veiðir. Því má skipta í tvenn, ríkið fær sinn hluta og sveitarfélögin sem aflanum er landað í fá sinn skerf af gjaldinu. Með þessu móti færist líf í landsbyggðina á methraða og hjól atvinnulífsins hrökkva í gang með öllu sínu margfeldi sem þessari þjóð er bráðnauðsynleg strax. Tvær flugur slegnar í einu höggi, þjóðin fær aftur notið sjávarauðlinda sinna, áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna svarað og virt eins og siðmenntuðu þjóðfélagi sæmir.

Verið góð hvert við annað, það er bráðnauðsynlegt.

Góðar stundir.


mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Halli!   Takk fyrir þennan pistil og skjalið sem honum fylgir. Þessi hugmynd þín er vel framkvæmanleg, og mun áreiðanlega skila auknu athafnalífi í sjávarbyggðum landsins.  Það er hins vegar spurning hvor núverandi skellur frjálshyggjunnar dugar til þess að hirsta upp skynsemi í kolli ráðandi stjórnmálamanna. Verðum við ekki að halda í vonina?

Guðbjörn Jónsson, 7.10.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Tek undir með síðast ræðumanni. Jú við verðum að halda í vonina.

Sigurður Þórðarson, 7.10.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Ársæll Níelsson

Það sér svo sem hver heilvita maður að þetta er bráðnauðsynlegt. En því miður eru engir slíkir við stjórnvölin.

Ársæll Níelsson, 7.10.2008 kl. 07:41

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég vil fá að ráðstafa mínum hlut af sameigninni (eða veiða) Ef ég vil veiða þá á ég bara að þurfa að kaupa bátinn ekki neinn helv. aðgang að sjónum takk.

Sverrir Einarsson, 7.10.2008 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband