Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
fim. 17.4.2008
Hyllir undir lok togveiða við ísland?
Einnig er það vandséð hvernig uppsjávarveiðiflotinn sem dregur á eftir sér risastór flottroll geti rekið sig áfram með þessari þróun á olíuverði. Ekki nema Líú klíkan hafi það í gegn að kostnaðarhlutdeild áhafnanna í olíunni hækki úr 30% í eitthvað mikið meira segjum 40 til 60%, hver veit? Framtíðin sem við blasir eru veiðar með kyrrstöðuveiðarfæri, línu, net og gildru. Flott framtíð þar sem búið er að selja úr landi eða brytja niður í brotajárn
nánast allan vertíðarflotann.
Ég sé framtíðina þannig að við munum koma til með að notast í miklu meira mæli við báta sem eyða hlutfallslega minnst af olíu miða við hvert veitt kíló. Þar er smábátaflotinn með algjöra yfirburði ef þetta er borið saman.
![]() |
Olíuverð yfir 115 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 16.4.2008
Brottkastið má auðveldlega koma í veg fyrir.
Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir brottkast meðan notast er við aflamarkskerfi það er staðreynd. Ef við aftur á móti tökum upp dagakerfi er hvatinn til að henda fiski úr sögunni, þetta er ekkert flókið. Það hendir enginn fiski sem hann veiðir ef ekki þarf að greiða fyrir hann okurprís til handhafa aflaheimildanna. Ef einhverjir gera það þá eru þeir einfaldlega svo skemmdir eftir þrælahaldið og kúgunina sem þeir hafa verið beittir síðan frjálsa framsalið og veðsetningin var leyfð að þeim verður ekki reddað í þessu lífi.
Allt tal um breytingar á reglugerðum og refsiákvæðum til að stoppa brottkast er tóm tjara, stjórnvöld eiga að hunskast til að virða álit mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og henda þessu kerfi og taka upp dagakerfi. Þeir sem trúa því ekki að hægt sé að stunda þennan atvinnuveg á annan hátt en með kvótum á öllum kvikindum sem í hafinu búa mættu prufa að opna fyrir svo sem 10% af skilningarvitunum og hugsa sig um. Kvótakerfi er handónýtt fyrirbrygði við stjórn fiskveiða punktur.
Af hverju þorir enginn að tjá sig um hvað er að gerast við Færeyjar? Rallvísitala Þorskstofnsins þar hefur hækkað um helming á milli ára. Ekki hefur verið dregið úr veiðum þar sem skýra svona útkomu, eins og ég og margir aðrir segja náttúran sér um sig. Það má einnig til gamans nefna það að landburður hefur verið af ufsa í Færeyjum og veiðin aldrei verið meiri frá upphafi. Er það ekki þvert á spár vísindamannanna sem þiggja sín laun frá hinu opinbera. Það stóð ekki á því að vísindaakademían úthrópaði þann aðila sem var búinn að segja fyrir um þetta.
![]() |
Segir brottkast að aukast gífurlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 16.4.2008
Hvar eru mótvægisaðgerðirnar?
Miða við þessar upplýsingar þíðir þetta um það bil 200 milljóna króna tekjuskerðingu hjá sjómönnum. Það hefur oft verið spurt eftir mótvægisaðgerðunum sem boðaðar voru, það er full ástæða til að spyrja aftur eftir þessum aðgerðum og hvernig ætla stjórnvöld að bæta sjómönnum þessa tekjuskerðingu? Ef það á að bæta þetta með atvinnuskapandi verkefnum eins og Össur lagði til þá þarf helvíti marga skúra á vegum hins opinbera til að mála.
Er ekki komin tími til að fara í gegnum aðferðarfræði Hafró frá A til Ö. Það er staðreynd að við sjómenn upplifum allt annað á miðunum en dómsdagspár Hafró um nánast því hrun fiskistofna.
![]() |
Aflaverðmæti dróst saman í janúar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 15.4.2008
Nú er ekki allt í svo helvíti góðu lagi.
Til hver þarf að segja upp fólki ef allt í fína lagi. Það er kannski hægt að afsaka þetta með því að markaðurinn í útlöndum er svo slæmur. Nær væri fyrir toppana að lækka sig í launum og nálgast frekar hina vinnandi stétt svoleiðis. Topparnir sköpuðu þessa þvælu og þeim ber að axla ábyrgðina á henni.
Það eru svo aumar afsakanir að vondar tungur í útlöndum hafi komið öllu til helvítis að það nær engum rökum. Ekki töluðu þessar tungur skuldsetningarnar upp á fjármálageirann, þeir gerðu það einfaldlega sjálfir án hjálpar og þá á skilyrðislaust að láta þessa gaura redda málunum án aðstoðar, þeir eru að sögn svo helvíti klárir og þiggja laun í samræmi við það.
Nú einnig tala sumir í ríkisstjórninni þannig að þessi fjármálageiri sé svo sterkur og öflugur að hann sé að verða mikilvægastur í okkar landi. Hvernig má það vera ef við, almenningur í landinu eigum að borga þennan geira upp úr eigin skít. Ég segi eins og einn ágætur prófessor, ballið er búið axlið ábyrgð á eigin verkum punktur.
![]() |
Uppsagnir í þjónustuveri Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 15.4.2008
Fyrir hverju er borin virðing?
![]() |
Virðingarleysi fyrir fjárlögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 14.4.2008
Samdráttur í afla á Þorsk og steinbít, er einhver hissa?
Frétt á skip.is.
Krókaaflamark: Þorsk- og steinbítsafli minnkar en ýsan stendur í stað
Á fyrstu sjö mánuðum fiskveiðiársins hafði þorskafli krókaaflamarksbáta ekki náð helming af leyfilegri veiðiheimild. Þrátt fyrir það er það aðeins hærra hlutfall en á sama tíma í fyrra. Þorskaflinn var kominn I2.763 tonn 1. apríl sl. sem er 21% minna en í fyrra og jafngildir 3.395 tonnum, að því er segir á vef Landssambands smábátaeigenda.
Ýsuafli krókaaflamarksbáta á tímabilinu september til mars er nánast óbreyttur milli ára, tæp 14 þúsund tonn. Hins vegar eru eftirstöðvar nú mun meiri, eftir er að veiða þriðjung en aðeins 18% voru óveidd af leyfilegum ýsuafla á sama tíma í fyrra.
Mikill samdráttur er í steinbítsaflanum á fyrstu 7 mánuðum fiskveiðiársins. 1. apríl sl. höfðu krókaaflamarksbátar veitt 1.249 tonn sem er aðeins fjórðungur leyfilegs afla á fiskveiðiárinu. Á sama tíma á fiskveiðiárinu 2006/2007 var aflinn kominn yfir tvö þusund tonn sem svaraði til 42% veiðiheimilda á því ári. Frétt lýkur
Það þarf enginn að vera hissa á þessu þar sem leiguverð og verð á (gervi) varanlegum aflaheimildum er löngu komið upp fyrir öll velsæmismörk og allur annar kostnaður rokið upp úr öllu valdi, með öðrum orðum þetta kerfi sem kallað er það frábærasta í heimi er að brotlenda, punktur.
Til upprifjunar fyrir fólk þá birti ég aftur hvert raunverulegt verð er. Það er hér í þessu skjali. Nú skulum við átta okkur á því að allur kostnaður hefur hækkað sem þýðir að þessi útreikningur er ekki alveg réttur, verðið á að vera lægra.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.4.2008 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 14.4.2008
Þegar ekkert er að þá er væntanlega allt í lagi, eða hvað?
Hvað gengur Ingibjörgu til, er ekki allt í lagi og staða bankanna góð? Hún í það minnsta fullyrðir það að staða bankanna sé góð og til hvers er þá þess yfirlýsing? Hefur Ingibjörg Sólrún yfir höfuð heimild til þess að lýsa því yfir að almenningur í landinu komi til með að borga fyrir bankana? Ef mig minnir rétt þá var niðurskurðurinn á þorskkvóta meðal annars rökstuddur með því að fjármálageirinn væri orðinn svo öflugur að hann tæki við og skapaði svo og svo miklar tekjur í þjóðarbúið og störfum þar færi fjölgandi. Hver er staðan á því í dag? Eigum við sem sagt að borga með öllu heila klabbinu sem átti að redda niðurskurðinum á þorski? Hvernig dettur stjórnvöldum það í hug að gera fólkið í landinu ábyrgt fyrir misheppnaðri einkavinavæðingu sinni á bönkunum?
Við stöndum einfaldlega frammi fyrir því að þetta þjóðfélag þarf að fara að framleiða meira og hætta að henda verðmætum. Mín tillaga er einfaldlega sú að leyfa fólkinu í sjávarbyggðunum að gera það sem það gerði, stunda fiskveiðar og vinna afurðir sínar eins og áður var gert. Þannig urðu þessir staðir til, það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt að leggja þá í eyði eins og nú er verið að gera, punktur.
Væri ekki nær að viðurkenna vandann sem þetta svo kallaða besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi hefur skapa og leiðir stálheiðarlega menn út í þá athöfn að brjóta lög með því að stunda brottkast á verðmætum. Mikið nær væri að taka upp annarskonar stjórnun á veiðunum og þá er ég að tala um dagakerfi. Með því væri algerlega komið í veg fyrir brottkast og hvatann til að svindla á vigt sem engu skilar í tekjum fyrir þjóðarbúið. Þetta væri einnig þjóðhagslega hagkvæmt í gríðarlegum sparnaði í eftirlitskerfinu sem búið er að stofna í kringum veiðar og vinnslu. Þetta er staðreynd sem verður að taka á.
Góðar stundir.
![]() |
Stjórnvöld styðja bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 13.4.2008
Þetta styðja Íslensk stjórnvöld með þögninni.
Er öllum sama um það sem Kínverjar eru að gera?
Ég fékk þetta myndband lánað á síðunni hans Nilla.
sun. 13.4.2008
Kvótinn leigður burt og fólkið skilið eftir atvinnulaust.
Frétt á dv.is
Óska skýringa frá stjórnendum HB Granda
Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur falið formanni Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmi Birgissyni, og bæjarstjóra, Gísla S. Einarssyni, að kalla eftir skýringum frá forsvarsmönnum HB Granda á því að 7,693 tonn af bolfisk
Tæp átta þúsund tonna af bolfiski hafa farið frá HB Granda yfir á önnur skip sem ekki eru í eigu fyrirtækisins á yfirstandandi fiskveiðiári. Um er að ræða 7.693 tonn af bolfiski, sem samsvarar um 5.442 þorsksígildistonnum. Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur því falið formanni Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmi Birgissyni, og bæjarstjóra, Gísla S. Einarssyni, að kalla eftir skýringum á þessu frá forsvarsmönnum HB Granda.
Á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness segir að ástæða þess að óskað sé eftir þessum skýringum sé sá gríðarlegi samdráttur sem orðið hefur í landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Á heimasíðu VLFA segir: Vissulega geta verið eðlilegar skýringar á því að farin séu tæp 8.000 tonn frá fyrirtækinu yfir á önnur skip og ein skýring gæti verið sú að HB Grandi sé að láta önnur skip en sín eigin veiða umræddar aflaheimildir til vinnslu. Það kemur þá væntanlega í ljós ef svo er og þá einnig hvert sá afli hefur farið í vinnslu. Frétt lýkur.
Svona virkar besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Er fólk ekki farið að átta sig á því að þetta kerfi er eingöngu eyrnamerkt nokkrum útvöldum sem braska síðan með þetta að vild, burtséð frá því hver tilgangur kerfisins var í upphafi og er enn? Það sorglega við þetta er að þetta er langt frá því að vera eina dæmið. Skoðum aftur tilganginn sem þessu frábæra kerfi var ætlað að gera, síðan eftir þann lestur getur hver og einn séð hvert þetta er að fara með okkur. Ég segi það alveg hiklaust þessu kerfi á að henda og taka upp aðrar aðferðir. Lesið það sem er hér fyrir neðan og dæmið svo. Er tilgangurinn að nást, ég bara spyr? Eða eigum við að reyna önnur 25 ár?
I. kafli. Almenn ákvæði. 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 12.4.2008
Af hverju er sannleikurinn ekki sagður í þessu máli.
Guðmundur Runólfsson hf. langstærsti eigandinn í Fiskmarkaði Íslands
Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði er orðið langstærsti eignaraðilinn í Fiskmarkaði Íslands hf. GR er komið með ráðandi hlut í fyrirtækinu eftir kaup á 40% eignarhlut Rjúkanda ehf, sem er félag í eigu nokkurra einstaklinga. Fyrir átti Guðmundur Runólfsson 3,5% í FÍ, en fiskmarkaðurinn er nú að langstærstum hluta í eigu aðila á Snæfellsnesi. Næststærsti hluturinn í félaginu er innan við 8%, að því er fram kemur á skessuhorn.is.
Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar hf., segir í samtali við Skessuhornið að kaupin á bréfum Rjúkanda séu góð fjárfesting, en kaupverðið sé trúnaðarmál. Um 60% af þeim fiski sem fer á markað hér á landi fer í gegnum FÍ, að sögn Guðmundar. Fiskmarkaður Íslands var stofnaður árið 1991 og er með starfsstöðvar víða um land, í Þorlákshöfn, Reykjavík, Akranesi, á öllum höfnum á Snæfellsnesi og á Skagaströnd. Guðmundur segir að fyrstu þrír mánuðir ársins hafi verið mjög góðir hjá FÍ, um 16.000 tonn fóru á markaðinn. Frétt lýkur.
Í fréttinni er sagt að kaupverðið sé trúnaðarmál. Er það óþægileg staðreynd að bankinn tók til sín eignarhlut Rjúkanda ehf eftir veðkall ( aðför ) og núverandi eigandi var látinn taka við, ég bara spyr? Hvers vegna þarf að halda trúnað um svona staðreyndir, ég bara spyr aftur?