Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
mið. 23.4.2008
Eru næstu aðgerðir í pípunum?
![]() |
Lögregla beitir táragasi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 23.4.2008
Fiskmarkaðir: Þorskur hækkar um 16% það sem af er kvótaári

Á tímabilinu 1. september 2006 til 31. mars 2007 tóku fiskmarkaðir landsins á móti um 18 þúsund tonnum af þorski, bæði slægt og óslægt, en á sama tíma á yfirstandandi fiskveiðiári voru aðeins seld um 12 þúsund tonn á mörkuðunum. Samdrátturinn nemur rúmum 33%. Heildarverðmæti þorsks fyrir þetta tímabil var um 4,1 milljarður króna 2006/2007 en var komið niður í tæpa 3,2 milljarða 2007/2008. Verðmætin minnkuðu um 22% en meðalverð á kíló hækkaði eins og áður sagði, fór úr um 225 krónum í rúma 261 krónu. Frétt lýkur.
Nú væri fróðlegt að sjá fiskmarkaðina koma með tölur um stærðarflokka þorsks á sama tímabili. Er verið að selja hlutfallslega stærri fisk núna miða við tímabilið 2006/2007?
þri. 22.4.2008
Stórmerkileg skoðunarkönnun.


Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.4.2008 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 22.4.2008
Í þessu er Geir með svartabeltið.

![]() |
Ósammála um hvalveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 22.4.2008
Lárus Welding maður ársins í sjávarútvegi
Lárus Welding forstjóri Glitnis hefur verið valinn maður ársins hjá sjávarútvegsvefnum Intrafish. Lárus var valinn úr hópi átta einstaklinga sem tilnefndir voru af ritstjórum vefsins.
Það voru lesendur sem völdu Lárus mann ársins en Intrafish er einn stærsti sjávarútvegsvefur í heimi. Frétt lýkur.
Fyrir hvað, er hann ekki einn af þeim sem tekið hafa þátt í því að veðsetja nánast allar útgefnar aflaheimildir Íslendinga margfalt umfram raunvirði og verja það síðan með kjafti og klóm?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 20.4.2008
Kaupþing tapar á þorski.

Fyrsta tilraunin til að rækta lífrænan þorsk er fyrir bí eftir að fyrirtækið No Catch á Hjaltlandseyjum varð gjaldþrota. Dótturfélag Kaupþings fjármagnaði verkefnið að hluta og tapaði rúmum tveimur milljörðum króna á því.
Miklar vonir voru bundnar við verkefnið en No Catch var fyrsta lífræna þorskeldið sem hleypt var af stokkunum. Tilraunin var svar umhverfisverndarsinna gegn ofveiði á þorski sem sögðu að þorskeldið markaði vatnaskil í sjálfbærum sjávarútvegi. Tilvitnun í fréttina lýkur.
Fróðlegt væri að fá upplýsinga um tap Kaupþings á því tilraunarverkefni sem ég kalla kvótakerfið, einnig væri fróðlegt að fá upplýsinga um hversu margir hafa verið rúnir inn að skinni, gjaldþrota, eignarlausir og gengið í gegnum skelfilega fjölskylduharmleiki svo ekki sé talað um byggðarröskun eftir þetta tilraunarkerfi sem virðist eiga sér orðið frekar fáa aðdáendur.
Þó eru þeir til og svo merkilegt sem það nú er þá tengjast þeir oftar en ekki blindri stefnu íhaldsins í mannréttindabrotum. Málflutningi sínum ljúka þeir yfirleitt með þeim orðum að þeir hafi enga samúð með þeim sem er verið að brjóta mannréttindi á, þeir hafi einfaldlega komið sér í þetta sjálfir. Það er þó hægt að virða þeim það til viðlits að þeir eru þó hreinskilnir um það hvað þeir styðja. Svona svipað og Hitler á sínum tíma, hann var hreinskilinn með afbrygðum og skaut þá sem honum þóknaðist ekki.
Það verður ekki sagt um gang mála á Íslandi, brotaþolendur mannréttinda eru hnepptir í lífstíðar þrælkun og pólitískt fangelsi. Setjum þessi brot upp á einfalda hátt sem er auðskilinn flestum læsum þegnum þessa lands.
Mannréttindabrot samkvæmt úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna má reyna að skýra með dæmi.
Með tilvísun í dóminn hefur tiltekinn hópur íslenskra ríkisborgara verið sviptur tilteknum borgaralegum réttindum.
Eftir að úrskurðurinn kom hafa nokkrir aðilar talað eins og ekkert þurfi að gera í málinu.
En ef þessir aðilar hefðu verði settir í fangelsi og þannig sviptir frelsi þá væru samt enn til staðar aðilar hérlendir sem fyndist eðlileg, þrátt fyrir úrskurð MSÞ að þessir aðilar yrði læsti inni áfram.....
A
Það má eiginlega segja vegna þeirra mannréttindabrota sem hafa viðgengist hér á landi í skjóli kvótakerfisins undanfarin ár, að þeir sem grófast hefur verið brotið á séu eiginlega einskonar pólitískir fangar stjórnkerfis fiskveiða.
B
Okkur skipstjórnarmönnum er auðvitað gróflega misboðið í flestu tilfellum sem fagmönnum á okkar sviði, þegar við erum sendir eins og krakkar út í búð með innkaupalista næstu veiðiferðar, eins og fiskveiðar séu bara að dýfa veiðarfærinu, til að raða í körfuna og ef það kemur afli upp í veiðarfærinu sem ekki er á innkaupalistanum er okkur oft uppálalagt að henda því sem ekki er á listanum í hafið aftur....
Aðalspurningin er :
Stafar almannaheill á Íslandi einhver ógnun af því ef takmarkaður fjöldi ríkisborgara með skipstjórnarréttindi fá þau réttindi sem þeim ber samkvæmt úrskurði MSÞ.?
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 18.4.2008
Ferðamáti fyrir alla.
Elliði bæjarstjóri í Vestmannaeyjum sagði að það væri ekkert að marka það myndband sem sýnt hefði verið um Bakkafjöruhöfn, þarna væri verið að þvælast á pínulitlum lóðspung. Þetta væri sko ekki svona á 70 metra langri ferju þar færi svo vel um alla að leitun væri að öðru eins. Sjáum til og skoðum þetta myndband.
Kristján Möller, það er ekki of seint að endurskoða málið.
![]() |
Of seint segir ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 18.4.2008
Kjaftstopp yfir Hafró og aðferðarfræðinni.
Fréttablaðið 17. apríl 2008.
Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin."Frumkvæði að þessari lagasetningu er ekki frá okkur komið," segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að 25 prósentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verðbréfum sem verslað er með á markaði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi enn fremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verðbréfamiðlun.Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, samkvæmt tölum Seðlabankans.
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæðum frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyrissjóðanna rýrni.Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis.
Hrafn Magnússon segir að lífeyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. "Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu."
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítast illa á frumvarpið. "Frumvarpið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina," segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. "Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerðum. að heimila lán á eigum lífeyrissjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði.
Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.
fim. 17.4.2008
Ráðstefna um kvótakerfið
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)