Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Mótmælin breiðast út

og sá dagur kemur að fólkið á landsbyggðinni rís upp og mótmælir þeim aðförum sem gerðar hafa verið að sjávarþorpunum með kvótakerfinu. Ef eitthvað er brjálæðislegt í þessu þjóðfélagi þá er það sú sjávarútvegsstefna sem hefur verið við lýði í þessu landi undan farin 25 ár með tilheyrandi hörmungum fyrir landsbyggðina. Bolvíkingar riðu á vaðið og mótmæltu sjá hér enda ekki skrítið að þeir vilji ekki sjá íhaldið sem forustuafl í bæjarstjórn.

Hreinlegast er að leggja apparatið niður.

Þar væru sjallarnir samkvæmir sjálfum sér, mannréttindi eru eitthvað sem sá flokkur vil ekkert með hafa og vita af. Best er að vera hreinskilinn og leggja apparatið niður ef það er þá eitthvað til hjá þeim flokki sem heitir hreinskilni.
mbl.is Vilja ræða málefni mannréttindaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnslausar upplýsingar.

Það er nánast hægt að fullyrða það að þær upplýsingarnar sem netarallið gefur séu gagnslausar. LítiðÞorskar á þurru landi sem og jafnvel ekkert tillit er tekið til þess afla sem kemur í netarallinu þegar stofnstærð þorsksins er ákveðin. Einnig gerði Hafró á dögunum glænýja uppgötvun, þorskurinn sem sagt hefur sporð og syndir milli landshluta. Þetta þóttu þvílíkum tíðindum sæta að ástæða var til að mati Hafró að tilkynna þetta fjölmiðlum, sem sagt fiskur sem merktur var á Mýrabug fór Norður fyrir land og hrygndi þar. Einnig þótti vísindamönnum Hafró það stórmerkilegt hversu hratt þorskurinn synti.

Mikill er máttur vísindanna að uppgötva þetta eftir áratuga rannsóknir á þorskinum, þær staðreyndir að þorskurinn flakkar á milli landshluta og einnig flakkar á milli landa kemur Hafró algjörlega í opna skjöldu. Þeir hefðu getað sparað sér alla þessa fyrirhöfn á einfaldan hátt. Hlustað og tekið mark á því sem fiskifræði sjómannsins hefur vitað frá örófi alda.


mbl.is Góður afli í netaralli Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útskýra hvað Sturla?

Þú þarft ekkert að útskýra neitt fyrir okkur í sjávarbyggðunum, við vitum vel hvað þú og þín fyrirgreiðslupólitík hefur gert fyrir okkur. Þú og þinn flokkur hefur lagt hverja byggðina á fætur annarri í eyði, skilið fólkið eftir í verðlausum eignum með skuldbindingar sem vandséð er hvernig skil verða gerð á. Fanga í anda stefnu íhaldsins sem engu eyrir nema sér og sínum vildarvinum, hafðu skömm fyrir.
mbl.is Aðild að ESB ekki fýsilegur kostur segir forseti Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð lækkaði í dag

Þetta kemur fram í fréttinni frá Wall Street, "Verð á hráolíu er nú 116,06 dalir tunnan sem er lækkun um 2,24 dali tunnan." Nú mættu olíufélögin bregðast jafn fljótt við og lækka, ekki stendur á þeim að hækka þegar verðið hækkar úti.

mbl.is Skin og skúrir á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversu eðlilegt getur þetta talist?

Er það alveg eðlilegt að einn stærsti banki landsins bjóði stjórum og stjórnum lífeyrissjóða landsins í ferðir til útlanda sjá hér? Voru lífeyrissjóðirnir ekki blekktir nægilega mikið þegar þeir mokuðu fjármagni í sjávarútveginn í formi hlutabréfa? Hvað tapaðist mikið af því fjármagni?

Fæðuskortur í heiminum.

Á hvaða vegferð erum við? Á meðan tug milljónir manna þjást af fæðu og næringarskorti, milljónirHungur manna deyja úr hungri, óeirðir geysa víða um takmarkaða matarkistu jarðarinnar er verið að gera hvað? Jú samtök sem kenna sig við dýravernd, umhverfisvernd, náttúruvernd og hvað þetta allt heitir vaða uppi með allskonar hræðsluáróður og lýgi um margskonar hörmungar ef hitt og þetta er ekki friðað.

Hvaða hörmungar myndu ganga yfir ef við til dæmis veiddum hvalinn og héldum áfram að nýta hvalastofninn eins og gert var? Verður það ekki að flokkast undir hryðjuverk gegn lífríki hafsins að banna hvalveiða? Vælandi um fæðuskort í heiminum er hlálegt þegar við til dæmis látum hverja stórsteikina á eftir annarri synda hér um og éta frá okkurHvalaskoðun fiskistofnana á afskipta.

Hver er ábyrgur fyrir því að svona hræðsluáróður stuðli beinlínis að því að hvalastofninn er að horast (sveltur) engum til bóta? Væri ekki nær að veiða þessi dýr og nýta frekar en svelta þau? Hver vil taka á sig þá ábyrgð að sársvangir sveltandi hvalir éti upp okkar helstu nytjastofna? Ekki sé ég það fyrir mér að þessir aðilar (samtök) sem áróðurinn reka og eru tilbúnir eru hvar og hvenær sem er í baráttunni fyrir friðun axli þá ábyrgð.

Verður ekki að flokka svona samtök undir hryðjuverkasamtök? Hvað kallast það annað en hryðjuverk gegn heilli þjóð að vaða svona uppi með hótunum um eyðileggingu markaða verði stjórnvöld ekki við kröfunni um friðun hvalsins? Að mínu mati á að fangelsa svona hyski sem beinlínis ræðst að lífsafkomu meirihluta heilla þjóðar með lygi og múgæsingi.

 


Er Samfylkingin klofin?

Spenna innan Samfylkingar

Eftir: Jóhann Hauksson

Ljóst er að vaxandi ólgu gætir innan Samfylkingarinnar. Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið brjóti gegn jafnræðisreglu 26. greinar sáttmála um borgaraleg og pólitísk réttindi er orsök spennunnar innan flokksins. Margir flokksmenn líta svo á að með úrskurðinum hafi andstæðingar kvótakerfisins í núverandi mynd fengið besta tækifæri til breytinga sem nokkru sinni muni reka á fjörurnar og því þurfi stjórnvöld að bregðast hratt og örugglega við.

Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að það boði ekki gott að ríkisstjórnin skuli ekki enn hafa brugðist við niðurstöðu mannréttindanefndarinnar. Þetta kom fram í ávarpi hans á fjölsóttri ráðstefnu Samfylkingarinnar á Grand hóteli í Reykjavík síðastliðinn laugardag, en hann var þar meðal frummælenda. Þorvaldur sagði að með einhverjum hætti yrðu stjórnvöld að viðurkenna brot sitt, annað yrði sæmdarmissir fyrir íslensku þjóðina. Hann gat þess að upprunaleg úthlutun kvótans fyrir aldarfjórðungi væri ígildi opinberra styrkja.


Kvótakaupendur líka brotaþolar
Karl V. Matthíasson, þingmaður Samfylkingarinnar og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, sagði að málið væri í höndum ríkisstjórnarinnar og kvaðst vona að hún skilaði áliti í samræmi við úrskurð mannréttindanefndar SÞ. Honum þótti ekki tímabært að lýsa yfir stuðningi við þingsályktunartillögu stjórnarandstöðunnar um tafarlaus viðbrögð við úrskurði mannréttindanefndarinnar en sú tillaga hefur ekki enn verið tekin á dagskrá Alþingis.

Aðalheiður Ámundadóttir, laganemi við Háskólann á Akureyri, sagði að sá misskilningur væri ríkjandi innan Landssambands íslenskra útvegsmanna að útvegsmenn ættu annarra hagsmuna að gæta en sjómenn.  Hið sanna væri að allir útgerðarmenn, sem nú þegar hafi neyðst til að kaupa kvóta dýrum dómum, væru einnig fórnarlömb mannréttindabrota. Hún benti jafnframt á að mannréttindasáttmálar væru eign almennings en ekki ríkisstjórna og væru vörn borgaranna gegn yfirgangi þeirra. Þannig hefðu stjórnvöld ekkert val um að hlíta niðurstöðu mannréttindanefndarinnar. Þau hefðu veitt mannréttindanefndinni umboð sitt og heitið að hlíta úrskurðum hennar.


Kjölturakki pólitíkusa
Lúðvík Kaaber, lögfræðingur og flytjandi máls sjómannanna tveggja sem skutu máli sínu til mannréttindanefndar SÞ, var einnig meðal frummælenda. Hann gagnrýndi Hæstarétt harðlega og kallaði hann varðhund og kjölturakka stjórnmálamanna og vísaði í því sambandi til Vatneyrarmálsins svonefnda þegar rétturinn sakfelldi sjómenn sem farið höfðu á sjó án veiðileyfis fyrir réttum átta árum. Lúðvík sagði að kvótakerfið hefði frá upphafi verið lögleysa og svo væri enn. 

Jóhann Ársælsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, útskýrði svonefnda fyrningarleið til að afnema eignarkvóta á tuttugu árum. Hann taldi að þannig mætti gera róttækar breytingar án þess að afnema aflamarkskerfið í sjálfu sér.


Ólga innan Samfylkingarinnar
Nú eru aðeins 5o dagar eftir af þeim 180 daga fresti sem mannréttindanefndin veitti íslenskum stjórnvöldum til þess að bregðast við úrskurðinum. DV hefur heimildir fyrir því að allnokkrir sjómenn undirbúi að fara í róður um miðjan júní þegar fresturinn rennur út, jafnvel óháð niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í málinu.
Viðmælandi úr forystu Samfylkingarinnar sagði að líta mætti á fundinn á laugardag sem eins konar uppreisnarfund. Margir flokksmenn teldu að ekkert væri aðhafst í málinu af hálfu forystunnar og málið væri í gíslingu Sjálfstæðisflokksins og Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra sem legði sig allan fram – með sérfræðingum sínum - um að gera sem minnst.  Annar úr forystu flokksins taldi þó að unnið væri í málinu af heilindum og ríkisstjórnin kæmist ekki hjá því að bregðast við úrskurði mannréttindanefndarinnar með einhverjum hætti. Frétt á dv.is

 

Nú verðu að spyrja, er Samfylkingin klofin í mannréttindamálum? Ef ekki hvað er það þá sem hindra Samfylkinguna í því að standa upp og bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna á viðeigandi hátt um kvótakerfið?


Lýðurinn skal barinn til hlýðni

Ný stefna stjórnvalda er að láta berja lýðinn til hlýðni, það dugar ekki lengur að beita hefðbundnum aðgerðum, það er að þegja alla hluti í hel eins og stjórnvöld hafa gert hingað til. Nei nú skal barið á lýðnum og spreyjað piparúða hægri vinstri. Hverju halda ráðamenn að það skili, er þetta ekki það heimskasta sem hægt er að gera? Nær væri að Möllerinn gengi fram og efndi það sem hann lofaði í kosningabaráttunni, það er að lækka álögur ríkisins á olíu og bensín.
mbl.is 21 handtekinn í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fóru aðgerðir Lögreglunnar úr böndunum?

Þeir byrjuðu á því að hindra einn bílstjórann í því að færa bílinn sinn og gengu síðan um eins og geðsjúklingar spreyjandi piparúða á blásaklaust fólk.
mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband