Gagnslausar upplýsingar.

Það er nánast hægt að fullyrða það að þær upplýsingarnar sem netarallið gefur séu gagnslausar. LítiðÞorskar á þurru landi sem og jafnvel ekkert tillit er tekið til þess afla sem kemur í netarallinu þegar stofnstærð þorsksins er ákveðin. Einnig gerði Hafró á dögunum glænýja uppgötvun, þorskurinn sem sagt hefur sporð og syndir milli landshluta. Þetta þóttu þvílíkum tíðindum sæta að ástæða var til að mati Hafró að tilkynna þetta fjölmiðlum, sem sagt fiskur sem merktur var á Mýrabug fór Norður fyrir land og hrygndi þar. Einnig þótti vísindamönnum Hafró það stórmerkilegt hversu hratt þorskurinn synti.

Mikill er máttur vísindanna að uppgötva þetta eftir áratuga rannsóknir á þorskinum, þær staðreyndir að þorskurinn flakkar á milli landshluta og einnig flakkar á milli landa kemur Hafró algjörlega í opna skjöldu. Þeir hefðu getað sparað sér alla þessa fyrirhöfn á einfaldan hátt. Hlustað og tekið mark á því sem fiskifræði sjómannsins hefur vitað frá örófi alda.


mbl.is Góður afli í netaralli Hafró
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband