Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Handleggsbrotin Anna Stefánsdóttir

skilur ekkert í því að hjúkrunarfræðingar séu búnir að fá nóg af hrokanum og vanvirðingunni sem þeim er sýndur.Hrokagikkir Heilbrigðisráðherra er sjálfsagt lagður á stað með einkaþotu út í heim til að leysa vandamálin sem blasa við í heilbrigðisþjónustunni það er lausnin á vandamálum nútímans sem við blasa (smá flugferð). En eins og einhver sagði, við búum við besta og frábærasta heilbrigðiskerfi í heimi, mig minnir að einhver hafi líka sagt eitthvað svipað, já ef ekki bara nákvæmlega það sama um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það þarf bara aðeins að troða á liðinu með hæfilegum hroka, yfirgangi og mannréttindabrotum þá er þetta bara helvíti fínt allt saman. Svona er Ísland í dag.
mbl.is Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn nýi atvinnuvegur þjóðarinnar

fjármálamarkaðurinn sem á að redda þjóðfélaginu í gegnum niðurskurðinn á þorskaflanum stendur í_gimmeakiss blóma, eða hvað? Hagsæld, stöðugleiki, kaupmáttaraukning, lítið atvinuleysi, góð og ábyrg efnahagsstjórn, svo ekki sé nú talað um frábæra stöðu ríkissjóðs sem eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar hljóma frekar kjánalega og hafa reyndar gert frá upphafi.

Húsnæðismarkaðurinn helfrosin, útgerð og vinnsla að sigla meira og minna í strand, fjármálamarkaðurinn sem öskustó, gengið í frjálsu flugi, verðbólgan aldrei hærri, fjárlögin handónýt, kjarasamningar brostnir, upplausn hjá ríkisstarfsmönnum, fjöldauppsagnir nánast að verða daglegt brauð og hamingjusamir ráðherrar á einkaþotum. Er ekki Ísland dásamlegt?


mbl.is Hlutabréf lækkuðu í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuverð á niðurleið

Olíuverð

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag eftir að birtar voru tölur sem sýna að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og birgðir aukist í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu til afhendingar í júní lækkaði um 2,31 dal í 116,44 dali tunnan á hrávörumarkaði í New York í dag. Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,31 dal í 114,43 dali tunnan.

Hvernig sem á því stendur þá hækkar verði hér heima. Olíufélögin á Íslandi virðast ekki fylgjast með þegar heimsmarkaðsverðið lækkar en eru með alla hluti á hreinu þegar verðið hækkar, merkileg tilviljun.

Er allt sem heitir verðlagseftirlit eða eftirlit almennt handónýtt á Íslandi? Hver fylgist með verðlagningu olíufélaganna? Hvernig er til dæmis eftirliti háttað með kvótaviðskipti, hver hefur eftirlit með því okri, ofbeldi, einokun og samráði sem þar viðgengst? 


mbl.is Olíuverð á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli vörubílstjóra breiðast út

á alþjóðavettvangi. Nú standa yfir mótmæli vörubílstjóra í Washington. Það er þrýstihópurinn TruckersÁ vettvangi and Citizens United sem stendur fyrir þessum mótmælum. Líkt og hér er það hátt eldsneytisverð sem kveikir aðgerðir. Helstu hitamálin eru þær kröfur að ríkisstjórnin hætti niðurgreiðslum til stærri olíufélaga, hefji notkun varaeldsneytisbirgða sem safnað hefur verið upp og hætti útflutningi á olíu frá Alaska.

Búist er við að fjöldi vörubifreiða verði á staðnum, ástandið nú þegar er þannig að varla heyrist mælt mál fyrir lúðrablæstri og látum. Nú er spurning, verður þetta til að hleypa áður óþekktum krafti í mótmælin hér á Íslandi?


Var verið að hækka verðið?

Ekki hef ég lesið um það að heimsmarkaðurinn hafi hækkað í dag eða undanfarna daga. Gengið hefurSkeljungur Logo verið að styrkjast frekar en hitt, hver er þá ástæðan fyrir þessari hækkun, ég bara spyr? En þarf þetta að koma á óvart það virðist vera frekar bágborið eftirlit með þessu.
mbl.is Skeljungur hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forkastanleg vinnubrögð.

Leiðrétting á fyrri færslu undir sama nafni og er sá aðili sem sú færsla beindist ómeðvitað aðBreiddalsvik beðinn hér með formlega afsökunar, enda var ætlunin aldrei að draga hann inn í þetta mál, þar sem ég veit betur í dag og hefur hann lent í því sjálfur að vera sniðgenginn og beittur mismunun í gegnum árin við úthlutun á byggðarkvóta.  

Úthlutun byggðarkvóta er svo vægt til orða tekið forkastanleg á nánast öllum sviðum. Það er endalaust verið að breyta lögum og reglum um úthlutun. Fyrir hverja er verið að breyta? Er það staðreynd málsins að það sé ekki sama hvar menn eru í pólitík þegar kemur að því að semja breytingar um úthlutun á byggðarkvóta, hefur það áhrif ef útgerðaraðili situr í bæjarstjórn (sveitarstjórn) viðkomandi sveitarfélags?

DjúpivogurÉg hef vissan grun um að það sem ég taldi upp hér áðan sé í raun staðreynd. Eða þá að viss aðili sé með vinnslu á staðnum og notar hana sem ógnun við bæjarstjórn (sveitarstjórn) til þess að fá til sín allan úthlutunina, eða þá einfaldlega situr í bæjarstjórn sjálfur.

þegar verið er að úthluta byggðarkvóta hvernig stendur á því að jafnræðisreglan er sniðgengin og mönnum mismuna gróflega. Er það gjörsamlega vonlaust að jafnræðis sé gætt í sjávarútvegi á Íslandi?

Þetta styður fyrri færslu mína um að leggja beri af allarStöðvarfjörður sértækar aðgerðir svo sem byggðarkvóta, línuívilnun og aðrar bætur sem gera ekkert annað en skapa úlfúð og mismunun, auk þess sem sértækar aðgerðir af þessu tagi framleiða öryrkja á kostnað þeirra sem eru að reyna með öllum ráðum og kröftum að skapa sér og sínum þokkalegt líf.

Góðar stundir. 

 


Olíuverð gæti farið í 200 dollara á tunnu, segir forseti OPEC.

Þetta segir Alsíringurinn Chakib Khelil, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja. Ef þetta verðurOlíuborpallur raunin sem reyndar margir hafa spáð er útgerð á Íslandi búin að vera í þeirri mynd sem nú er. Ég get engan veginn séð það fyrir mér hvernig togveiðar verði stundaðar við orkuverð á þessum nótum. Reyndar er orkuverðið í dag komið upp fyrir þolmörk útgerða sem stunda togveiðar, þannig að það sér hver sem vil að veiðimunstrið mun breytast.

A_linuveidum.Útgerð þar sem stundaðar eru veiðar með kyrrstöðuveiðarfærum mun aukast gríðarlega á næstu misserum og árum. Einnig munu veiðar smábáta aukast aftur og verður litið til þeirra veiða í mun meira mæli en nú er gert. Krafan um vistvænar veiðar eru að aukast og munu halda áfram að aukast á næstu árum. Alþjóðasamfélagið er einfaldlega farið að gera meiri kröfur um vistvænar og sjálfbærar veiðar, það sannast best á þeim verslunarkeðjum sem eingöngu selja sjávarfang sem er veitt á vistvænan hátt.


Máttur vísindanna er einstakur.

Hávísindalegar rannsóknir leiddu það í ljós að fiskur sem hefur sporð syndir á milli staða. Það þurftiVísindaspenar ekkert minna en Veiðimálastofnun og eitt stykki Háskóla með styrk frá LS til að komast að þessari merku niðurstöðu. Það væri þá ekki úr vegi að þessir aðilar miðluðu reynslu sinni til Hafró, því þar á bæ virðist sú einkennilega hugsun vera í gangi að fiskurinn syndir akkúrat ekkert. Í .að minnsta ef við skoðum hvernig Hafró framkvæmir sínar Vísindaspeninnrannsóknir og er ég þá að tala um togara og netarallið.

Reyndar komst Hafró að því að þorskur sem merktur var við SA - land synti Norður fyrir land og hrygndi þar. Þetta er reyndar svo glæný uppgötun hjá Hafró að þar á bæ eru menn sjálfsagt enn að þiggja áfallahjálp yfir þessum óvæntu tíðindum.


mbl.is Mikil yfirferð á grásleppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert stefnir Ísland með "kvótakerfinu" - hvað ber framtíðin í skauti sér?

Tryggvi Helgason skrifar: 
 
Ég set hér fram mínar hugleiðingar um það, hvað ég óttast að sé að gerast, - smátt og smátt, - meðBíldudalur hinni íslensku þjóð. 

Þá á ég fyrst og fremst við þetta fyrirbæri "kvótakerfið" sem bitnar hvað harðast á sjálfstæðri útgerð hinna minni fiskiskipa á útgerðarstöðunum allt í kringum landið.

Þótt ég hafi aldrei stundað sjómennsku þá kviknaði áhugi minn á þessum málum fyrir alvöru þegar ég ferðaðist um Vestfirðina um aldamótin. Móðir mín var frá Vestfjörðunum og hún talaði ávallt svo fallega um allt frá sínum heimahögum. Því ber ég hlýjan hug til Vestfjarðanna og tekur sárt að sjá hversu staðirnir hrörna niður.

Á þessu ferðalagi mínu og félaga míns, komum við á flesta staðina vestra. Það var ömurlegt að sjá hvílík dauðakyrrð hvíldi yfir sumum staðanna. Á einum staðnum var engan að sjá við höfnina, enginn reykur nokkurs staðar, enginn bátur á ferð,  en veður var sem best á kosið, logn og bjartviðri. Loks fundum við mann og hann sagði að allir væru löngu búnir með "kvótann" - sumir kláruðu sitt á einni viku, sagði hann.

Ég tel að þessi svokölluðu "kvótalög" sem Alþingi setti á sínum tíma séu ólög. Alþingi hefur, - að mínu mati, - hvorki heimild né rétt né vald til þess að setja lög sem svipta menn frelsi og sjálfstæði, - og þar að auki, að taka frelsið af sumum og gefa það öðrum, - það er einhverjum sérstökum, útvöldum. Slíkt held ég að eigi sér engan stað í lögum, og að þessi "kvótalög" samræmist ekki stjórnarskránni.

Þá tel ég, að með setningu og samþykki þessara fiskveiðilaga, þá hafi Alþingi í raun og veru afnumið mannréttindi þegnanna.
39aRikisstjornGHHII
Síðan þá hafi Alþingi, ásamt með sitjandi ríkisstjórnum, hótað sjómönnum og útvegsmönnum valdbeitingu og eignaupptöku, ef þegnarnir gæfu ekki upp mannréttindi sín möglunarlaust, formálalaust og skilyrðislaust.

Þingmenn eru ráðnir til starfa af þegnum landsins til þess að starfa í þágu þegnanna, fyrir sameiginlegar þarfir og markmið landsmanna að leiðarljósi, og þeim er borgað fyrir það af landsmönnum. Sturla Jónsson

Óánægja og mótmæli vörubílstóra að undanförnu benda þó til þess að Alþingi og ríkisstjórn hafi misskilið hlutverk sitt. En það virðist vera nokkuð líkt með málum bílstjóra og sjómanna, að þing og stjórn landsins tekur ekkert mið af óskum og kröfum þessara stétta. Þess í stað virðist sem þing og stjórn telji sig geta stjórnað með einræði og þurfi ekki að taka tillit til óska um breytingar, jafnvel þótt þær óskir séu sennilega í samræmi við vilja meirihluta þjóðarinnar. En það er öllum hugsandi mönnum það mjög vel ljóst, að ef einhverju á að breyta til batnaðar og gefa mönnum frelsið til baka á ný, þá verður það að koma frá Alþingi, - þessu sama Alþingi sem svipti mannréttindunum af landsbyggðarfólkinu, fyrir allmörgum árum.
Isafjordur
Auðvitað vekur það upp spurningar um það, hvernig það megi gerast. Það er ljóst að einungis fáir af þeim þingmönnum sem nú sitja á þingi, eru því fylgjandi að létta af þessum ólögum, - þessum kvótalögum.

En hvað er þá til ráða? 

Mér er kunnugt um að í Bandaríkjunum er það viðtekin venja, að þegar þingmaður hefur samið frumvarp sem ekki er líklegt að fái strax samþykki meirihlutans, þá fer hann (eða þeir) með frumvarpið og kynnir fyrir þingmönnum og safnar undirskriftum þeirra þingmanna sem ákveða að greiða atkvæði með frumvarpinu, þegar það verði lagt fyrir þingið. Þetta getur stundum tekið langan tíma, því menn vilja ekki leggja frumvörpin fram fyrr en það sé líklegt að þau nái samþykkt meirihlutans.
A_linuveidum.
Er hugsanlegt að einhver þingmaður sem nú situr á Alþingi, hafi áhuga fyrir því að semja frumvarp um afnám kvótakerfisins? Hann safni síðan undirskriftum þeirra þingmanna sem eru reiðubúnir til þess að samþykkja frumvarpið. Mér skilst að það þurfi 32 þingmenn til þess að frumvarpið verði að lögum, -  Ef það er rétt skilið þá er það allt sem þarf, - bara 32  þingmenn, - og kvótakerfið heyrir fortíðinni til.

Ég hefi áður lagt fram tillögur um hvað gera skuli, - og það er einfaldlega það, að leggja niður öll þessi kerfi og öll þessi leyfi og skammtanir, - sem sagt,  að Alþingi þurrki út öll þessi kvótalög með einu pennastriki, - og gefa mönnum til baka sitt frelsi til fiskiveiða.

Svo einfalt er það. Þetta myndi stöðva flóttann úr sávarplássunum, á einum og sama degi, - koma í staðinn fyrir allar þessar "mótvægisaðgerðir", hverju nafni svo sem þær nefnast, -  og bæta efnahag Íslendinga með undraverðum hraða.

Frelsið er grundvöllur framfara, athafna og velmegunar, - ófrelsið er undirrót kúgunar, stöðnunar og fátæktar. Þannig hefur það verið frá upphafi vega.
Smabatar
En með þessu svokallaða "fiskveiðistjórnunarkerfi" sem í daglegu tali er kallað "kvótakerfið" - þá er greinilegt, - (samkvæmt mínu mati,) - að það er verið að koma á hreinum kommúnisma á Íslandi.

Fyrst voru allir Íslendingar sviptir sínum meðfædda rétti til þess að veiða fisk í hafinu, og ríkisvaldið, - "Ríkið" - þóttist svo  eiga, algjörlega, allan þann rétt,  - og gæti ráðstafað þeim rétti hvernig svo sem "Ríkinu" þóknaðist. En ég tel að "Ríkið" eigi alls ekki slíkan rétt. Ég tel að þetta sé stjórnarskrárbrot.

Næst var svo sjómönnum gefin leyfi, svona til málamynda, af "Ríkinu". Þar var hverjum sjómanni skammtað hversu marga fiska, eða hversu mörg kíló, hver þeirra mætti veiða, og var miðað við það sem þeir höfðu áður veitt. Seinna var svo "heimilað" (af náð Ríkisins) að menn mættu selja þessa skömmtunarmiða. Stærri útgerðir, sem gjarnan voru skuldsettar umfram eignir, - var svo "heimilað" að fá meira lánsfé, til þess að kaupa upp skömmtunarmiðana frá þessum litlu. 
Grásleppuveiðar
Þar með er þessum litlu gert ókleyft að bjarga sér áfram með útgerð, þar sem "Ríkið" gefur ekki lengur út nýja skömmtunarmiða, og ungir uppvaxandi menn sem hyggjast stunda sjálfstæða útgerð, finna fljótt að þeir eru réttlausir. Sjálfstæðu atvinnurekendurnir (bátasjómennirnir) þurrkast þar með út, smám saman. Það eina sem þeir geta er að hrökklast burt og leita sér að verkamannavinnu annars staðar, - í álinu eða í einhverju slíku, - eða þá að fá skrifstofuvinnu hjá "Ríkinu"

Stærri útgerðirnar, sem eru skuldsettar langt umfram eignir, eru þar með alveg undir hælnum á "Ríkinu" og hvenær sem eitthvað bjátar á, getur "Ríkið" yfirtekið þessi fyrirtæki og þjóðnýtt.

Þar með er öll útgerð á Íslandi orðin þjóðnýtt og eign "Ríkisins".

þingeyriSjálfstæður atvinnurekandi í útgerð er þá ekki lengur til á Íslandi, en öll útgerð í landinu komin undir eitt allsherjar kommúnistakerfi.

Mér er ljóst að margar útgerðir hafa safnað stórum skuldum beinlínis fyrir atbeinaGjaldmiðlar kvótakerfisins, og þegar kvótakerfið verði afnumið í einum rykk á einum og sama deginum, þá munu margir reka upp ramakvein. Svarið við því er, að þau mál verður að leysa með hjálp dómstólanna. Og þá ber einnig að hafa í huga að þessar skuldugu útgerðir hafa líka, - sem og allir aðrir, -  öðlast fullt frelsi til fiskiveiða, sem stórbætir þeirra aðstöðu til þess að vinna sig út úr öllum sínum skuldum.

Höfundur.
Tryggvi Helgason.
 
Það er mér sönn ánægja að birta þessa grein og geta þess í leiðinni að Tryggvi er stuðningsfélagi í samtökunum Framtíð samtökum sjálfstæðra í sjávarútvegi. 

Frekar en standa í lappirnar

og krefjast þess að stjórnvöld virði úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna á viðeigandiIsafjordur hátt á að leggjast á hnén og biðja um auma ölmusu sér til handa. Það má sjá í frétt á skip.is að bæjarstjórn Ísafjarðar dettur á hnén og ætlar að grenja út byggðarkvóta. Hvernig staðið verður síðan að úthlutun á byggðarkvótanum verður svo sjálfsagt alveg sér kapítuli út af fyrir sig. Um hvað er bæjarstjórn Ísafjarðar að tala eitthvað sem kemur þeim til handa á árinu 2009 eða 2010 miða við drullusleðaháttinn hingað til í úthlutun byggðarkvóta er ólíklegt að það verði fyrr þar sem enn er verið að úthluta fyrir árið 2006 og 2007?

Spurningin mín er, ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að láta það óátalið að stjórnvöld viðhaldi mannréttindabrotum á þegnum sveitarfélagsins og grenja frekar eftir byggðarkvóta sem þeir síðan sjálfir nota við að mismuna þegnunum við úthlutun?

Byggðarkvótann á að leggja af hann hefur nánast án undantekningar á engan hátt skilað því sem hann er ætlaður til. Byggðarkvótinn hefur nánast eingöngu búið til meira brast á mörgum stöðum og ósamstöðu innan bæjarfélaganna það sem úthlutun hans hefur nánast aldrei verið framkvæmd án mismununnar þegnanna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband