Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
þri. 29.4.2008
Handleggsbrotin Anna Stefánsdóttir

![]() |
Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 29.4.2008
Hinn nýi atvinnuvegur þjóðarinnar
fjármálamarkaðurinn sem á að redda þjóðfélaginu í gegnum niðurskurðinn á þorskaflanum stendur í blóma, eða hvað? Hagsæld, stöðugleiki, kaupmáttaraukning, lítið atvinuleysi, góð og ábyrg efnahagsstjórn, svo ekki sé nú talað um frábæra stöðu ríkissjóðs sem eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar hljóma frekar kjánalega og hafa reyndar gert frá upphafi.
Húsnæðismarkaðurinn helfrosin, útgerð og vinnsla að sigla meira og minna í strand, fjármálamarkaðurinn sem öskustó, gengið í frjálsu flugi, verðbólgan aldrei hærri, fjárlögin handónýt, kjarasamningar brostnir, upplausn hjá ríkisstarfsmönnum, fjöldauppsagnir nánast að verða daglegt brauð og hamingjusamir ráðherrar á einkaþotum. Er ekki Ísland dásamlegt?
![]() |
Hlutabréf lækkuðu í verði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 29.4.2008
Olíuverð á niðurleið

Verð á hráolíu hefur lækkað umtalsvert í dag eftir að birtar voru tölur sem sýna að eftirspurn eftir olíu hefur minnkað og birgðir aukist í Bandaríkjunum. Verð á hráolíu til afhendingar í júní lækkaði um 2,31 dal í 116,44 dali tunnan á hrávörumarkaði í New York í dag. Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 2,31 dal í 114,43 dali tunnan.
Hvernig sem á því stendur þá hækkar verði hér heima. Olíufélögin á Íslandi virðast ekki fylgjast með þegar heimsmarkaðsverðið lækkar en eru með alla hluti á hreinu þegar verðið hækkar, merkileg tilviljun.
Er allt sem heitir verðlagseftirlit eða eftirlit almennt handónýtt á Íslandi? Hver fylgist með verðlagningu olíufélaganna? Hvernig er til dæmis eftirliti háttað með kvótaviðskipti, hver hefur eftirlit með því okri, ofbeldi, einokun og samráði sem þar viðgengst?
![]() |
Olíuverð á niðurleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 28.4.2008
Mótmæli vörubílstjóra breiðast út
á alþjóðavettvangi. Nú standa yfir mótmæli vörubílstjóra í Washington. Það er þrýstihópurinn Truckers and Citizens United sem stendur fyrir þessum mótmælum. Líkt og hér er það hátt eldsneytisverð sem kveikir aðgerðir. Helstu hitamálin eru þær kröfur að ríkisstjórnin hætti niðurgreiðslum til stærri olíufélaga, hefji notkun varaeldsneytisbirgða sem safnað hefur verið upp og hætti útflutningi á olíu frá Alaska.
Búist er við að fjöldi vörubifreiða verði á staðnum, ástandið nú þegar er þannig að varla heyrist mælt mál fyrir lúðrablæstri og látum. Nú er spurning, verður þetta til að hleypa áður óþekktum krafti í mótmælin hér á Íslandi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 28.4.2008
Var verið að hækka verðið?

![]() |
Skeljungur hækkar eldsneytisverð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 28.4.2008
Forkastanleg vinnubrögð.
Leiðrétting á fyrri færslu undir sama nafni og er sá aðili sem sú færsla beindist ómeðvitað að beðinn hér með formlega afsökunar, enda var ætlunin aldrei að draga hann inn í þetta mál, þar sem ég veit betur í dag og hefur hann lent í því sjálfur að vera sniðgenginn og beittur mismunun í gegnum árin við úthlutun á byggðarkvóta.
Úthlutun byggðarkvóta er svo vægt til orða tekið forkastanleg á nánast öllum sviðum. Það er endalaust verið að breyta lögum og reglum um úthlutun. Fyrir hverja er verið að breyta? Er það staðreynd málsins að það sé ekki sama hvar menn eru í pólitík þegar kemur að því að semja breytingar um úthlutun á byggðarkvóta, hefur það áhrif ef útgerðaraðili situr í bæjarstjórn (sveitarstjórn) viðkomandi sveitarfélags?
Ég hef vissan grun um að það sem ég taldi upp hér áðan sé í raun staðreynd. Eða þá að viss aðili sé með vinnslu á staðnum og notar hana sem ógnun við bæjarstjórn (sveitarstjórn) til þess að fá til sín allan úthlutunina, eða þá einfaldlega situr í bæjarstjórn sjálfur.
þegar verið er að úthluta byggðarkvóta hvernig stendur á því að jafnræðisreglan er sniðgengin og mönnum mismuna gróflega. Er það gjörsamlega vonlaust að jafnræðis sé gætt í sjávarútvegi á Íslandi?
Þetta styður fyrri færslu mína um að leggja beri af allar sértækar aðgerðir svo sem byggðarkvóta, línuívilnun og aðrar bætur sem gera ekkert annað en skapa úlfúð og mismunun, auk þess sem sértækar aðgerðir af þessu tagi framleiða öryrkja á kostnað þeirra sem eru að reyna með öllum ráðum og kröftum að skapa sér og sínum þokkalegt líf.
Góðar stundir.
Þetta segir Alsíringurinn Chakib Khelil, forseti OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja. Ef þetta verður raunin sem reyndar margir hafa spáð er útgerð á Íslandi búin að vera í þeirri mynd sem nú er. Ég get engan veginn séð það fyrir mér hvernig togveiðar verði stundaðar við orkuverð á þessum nótum. Reyndar er orkuverðið í dag komið upp fyrir þolmörk útgerða sem stunda togveiðar, þannig að það sér hver sem vil að veiðimunstrið mun breytast.
Útgerð þar sem stundaðar eru veiðar með kyrrstöðuveiðarfærum mun aukast gríðarlega á næstu misserum og árum. Einnig munu veiðar smábáta aukast aftur og verður litið til þeirra veiða í mun meira mæli en nú er gert. Krafan um vistvænar veiðar eru að aukast og munu halda áfram að aukast á næstu árum. Alþjóðasamfélagið er einfaldlega farið að gera meiri kröfur um vistvænar og sjálfbærar veiðar, það sannast best á þeim verslunarkeðjum sem eingöngu selja sjávarfang sem er veitt á vistvænan hátt.
mán. 28.4.2008
Máttur vísindanna er einstakur.
Hávísindalegar rannsóknir leiddu það í ljós að fiskur sem hefur sporð syndir á milli staða. Það þurfti ekkert minna en Veiðimálastofnun og eitt stykki Háskóla með styrk frá LS til að komast að þessari merku niðurstöðu. Það væri þá ekki úr vegi að þessir aðilar miðluðu reynslu sinni til Hafró, því þar á bæ virðist sú einkennilega hugsun vera í gangi að fiskurinn syndir akkúrat ekkert. Í .að minnsta ef við skoðum hvernig Hafró framkvæmir sínar
rannsóknir og er ég þá að tala um togara og netarallið.
Reyndar komst Hafró að því að þorskur sem merktur var við SA - land synti Norður fyrir land og hrygndi þar. Þetta er reyndar svo glæný uppgötun hjá Hafró að þar á bæ eru menn sjálfsagt enn að þiggja áfallahjálp yfir þessum óvæntu tíðindum.
![]() |
Mikil yfirferð á grásleppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |


Svo einfalt er það. Þetta myndi stöðva flóttann úr sávarplássunum, á einum og sama degi, - koma í staðinn fyrir allar þessar "mótvægisaðgerðir", hverju nafni svo sem þær nefnast, - og bæta efnahag Íslendinga með undraverðum hraða.

En með þessu svokallaða "fiskveiðistjórnunarkerfi" sem í daglegu tali er kallað "kvótakerfið" - þá er greinilegt, - (samkvæmt mínu mati,) - að það er verið að koma á hreinum kommúnisma á Íslandi.
Fyrst voru allir Íslendingar sviptir sínum meðfædda rétti til þess að veiða fisk í hafinu, og ríkisvaldið, - "Ríkið" - þóttist svo eiga, algjörlega, allan þann rétt, - og gæti ráðstafað þeim rétti hvernig svo sem "Ríkinu" þóknaðist. En ég tel að "Ríkið" eigi alls ekki slíkan rétt. Ég tel að þetta sé stjórnarskrárbrot.
Næst var svo sjómönnum gefin leyfi, svona til málamynda, af "Ríkinu". Þar var hverjum sjómanni skammtað hversu marga fiska, eða hversu mörg kíló, hver þeirra mætti veiða, og var miðað við það sem þeir höfðu áður veitt. Seinna var svo "heimilað" (af náð Ríkisins) að menn mættu selja þessa skömmtunarmiða. Stærri útgerðir, sem gjarnan voru skuldsettar umfram eignir, - var svo "heimilað" að fá meira lánsfé, til þess að kaupa upp skömmtunarmiðana frá þessum litlu.
Stærri útgerðirnar, sem eru skuldsettar langt umfram eignir, eru þar með alveg undir hælnum á "Ríkinu" og hvenær sem eitthvað bjátar á, getur "Ríkið" yfirtekið þessi fyrirtæki og þjóðnýtt.
Þar með er öll útgerð á Íslandi orðin þjóðnýtt og eign "Ríkisins".


Höfundur.
Tryggvi Helgason.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 26.4.2008
Frekar en standa í lappirnar
og krefjast þess að stjórnvöld virði úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna á viðeigandi hátt á að leggjast á hnén og biðja um auma ölmusu sér til handa. Það má sjá í frétt á skip.is að bæjarstjórn Ísafjarðar dettur á hnén og ætlar að grenja út byggðarkvóta. Hvernig staðið verður síðan að úthlutun á byggðarkvótanum verður svo sjálfsagt alveg sér kapítuli út af fyrir sig. Um hvað er bæjarstjórn Ísafjarðar að tala eitthvað sem kemur þeim til handa á árinu 2009 eða 2010 miða við drullusleðaháttinn hingað til í úthlutun byggðarkvóta er ólíklegt að það verði fyrr þar sem enn er verið að úthluta fyrir árið 2006 og 2007?
Spurningin mín er, ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að láta það óátalið að stjórnvöld viðhaldi mannréttindabrotum á þegnum sveitarfélagsins og grenja frekar eftir byggðarkvóta sem þeir síðan sjálfir nota við að mismuna þegnunum við úthlutun?
Byggðarkvótann á að leggja af hann hefur nánast án undantekningar á engan hátt skilað því sem hann er ætlaður til. Byggðarkvótinn hefur nánast eingöngu búið til meira brast á mörgum stöðum og ósamstöðu innan bæjarfélaganna það sem úthlutun hans hefur nánast aldrei verið framkvæmd án mismununnar þegnanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)