Forkastanleg vinnubrögð.

Leiðrétting á fyrri færslu undir sama nafni og er sá aðili sem sú færsla beindist ómeðvitað aðBreiddalsvik beðinn hér með formlega afsökunar, enda var ætlunin aldrei að draga hann inn í þetta mál, þar sem ég veit betur í dag og hefur hann lent í því sjálfur að vera sniðgenginn og beittur mismunun í gegnum árin við úthlutun á byggðarkvóta.  

Úthlutun byggðarkvóta er svo vægt til orða tekið forkastanleg á nánast öllum sviðum. Það er endalaust verið að breyta lögum og reglum um úthlutun. Fyrir hverja er verið að breyta? Er það staðreynd málsins að það sé ekki sama hvar menn eru í pólitík þegar kemur að því að semja breytingar um úthlutun á byggðarkvóta, hefur það áhrif ef útgerðaraðili situr í bæjarstjórn (sveitarstjórn) viðkomandi sveitarfélags?

DjúpivogurÉg hef vissan grun um að það sem ég taldi upp hér áðan sé í raun staðreynd. Eða þá að viss aðili sé með vinnslu á staðnum og notar hana sem ógnun við bæjarstjórn (sveitarstjórn) til þess að fá til sín allan úthlutunina, eða þá einfaldlega situr í bæjarstjórn sjálfur.

þegar verið er að úthluta byggðarkvóta hvernig stendur á því að jafnræðisreglan er sniðgengin og mönnum mismuna gróflega. Er það gjörsamlega vonlaust að jafnræðis sé gætt í sjávarútvegi á Íslandi?

Þetta styður fyrri færslu mína um að leggja beri af allarStöðvarfjörður sértækar aðgerðir svo sem byggðarkvóta, línuívilnun og aðrar bætur sem gera ekkert annað en skapa úlfúð og mismunun, auk þess sem sértækar aðgerðir af þessu tagi framleiða öryrkja á kostnað þeirra sem eru að reyna með öllum ráðum og kröftum að skapa sér og sínum þokkalegt líf.

Góðar stundir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband