Eru næstu aðgerðir í pípunum?

Þarna er fólk loksins að sjá hvernig þessu landi er stjórnað. Ofbeldi skal beitt á þegnana ef þeir svo mikið sem setja út á stjórnvöld, ekki þýðir fyrir okkur þegna þessa lands að ræða málin. Það er margsannað mál að viðræður við stjórnarbatteríið skilar engu, þöggun skal beitt og óþægilegum spurningum ekki svarað. Nú eru einungis 50 dagar eftir af frestinum sem stjórnvöld hafa til að svara áliti mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið. Þögninni er beitt í því máli eins og svo mörgu öðru sem að stjórnvöldum snýr. Það verður huggulegt til afspurnar fyrir Ríkisstjórn Íslands sem berst fyrir inngöngu í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna með óheyrilegum kostnaði þegar sjómenn standa upp og mótmæla þeim mannréttindabrotum sem þeir eru beittir.
mbl.is Lögregla beitir táragasi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað með það ofbeldi, sem trukkabílstjórarnir hafa verið að beita vegfarendur með því að hefta för þeirra? Hafa þessir vegfarendur engan rétt? Eiga þeir ekki skýlausa kröfu á að lögreglan ryðji þessum hindrunum úr vegi þeirra og það strax? Hefur ekki lögreglan brugðist þeirra rétti hingað til? Var ekki komin tími á að eitthvað yrði gert í þeirra málum?

Sigurður M Grétarsson, 23.4.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hefði eitthvað af þessu þurft yfir höfuð að gerast ef stjórnvöld brygðust við af röggsemi og efndu eitthvað af kosningaloforðunum samber orð Möllersins um óhóflega gjaldtöku ríkisins af olíu og bensíni. Þegar ekkert er gert og aldrei hlustað á þegnana er ekkert annað eftir en mótmæla og það kröftuglega punktur.

Hallgrímur Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband