Brottkastið má auðveldlega koma í veg fyrir.

Það verður aldrei hægt að koma í veg fyrir brottkast meðan notast er við aflamarkskerfi það erBrottkast staðreynd. Ef við aftur á móti tökum upp dagakerfi er hvatinn til að henda fiski úr sögunni, þetta er ekkert flókið. Það hendir enginn fiski sem hann veiðir ef ekki þarf að greiða fyrir hann okurprís til handhafa aflaheimildanna. Ef einhverjir gera það þá eru þeir einfaldlega svo skemmdir eftir þrælahaldið og kúgunina sem þeir hafa verið beittir síðan frjálsa framsalið og veðsetningin var leyfð að þeim verður ekki reddað í þessu lífi.

Allt tal um breytingar á reglugerðum og refsiákvæðum til að stoppa brottkast er tóm tjara, stjórnvöld eiga að hunskast til að virða álit mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna og henda þessu kerfi og taka upp dagakerfi. Þeir sem trúa því ekki að hægt sé að stunda þennan atvinnuveg á annan hátt en með kvótum á öllum kvikindum sem í hafinu búa mættu prufa að opna fyrir svo sem 10% af skilningarvitunum og hugsa sig um. Kvótakerfi er handónýtt fyrirbrygði við stjórn fiskveiða punktur.

Af hverju þorir enginn að tjá sig um hvað er að gerast við Færeyjar? Rallvísitala Þorskstofnsins þar hefur hækkað um helming á milli ára. Ekki hefur verið dregið úr veiðum þar sem skýra svona útkomu, eins og ég og margir aðrir segja náttúran sér um sig. Það má einnig til gamans nefna það að landburður hefur verið af ufsa í Færeyjum og veiðin aldrei verið meiri frá upphafi. Er það ekki þvert á spár vísindamannanna sem þiggja sín laun frá hinu opinbera. Það stóð ekki á því að vísindaakademían úthrópaði þann aðila sem var búinn að segja fyrir um þetta.


mbl.is Segir brottkast að aukast gífurlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jamm, bjóst við að þú hefðir líka bloggað um þetta. Sóknarmarkið er ekki gallalaust heldur, en það er miklu betra en núverandi kerfi, svo frekar vil ég sjá það en óbreytt núverandi kerfi. Fyrst held ég hins vegar að við þurfum að vinna okkur úr núverandi ástandi með því að grípa til aðgerða strax, auka kvótann og vinna gegn brottkasti, því núverandi aflamark er ekki að mæla nálægt því rétt. Og svo er kominn tími til að fá þjóðarsátt um þetta mál sem ætti að vera eitt helsta hagsmunamál þjóðarinnar en það er eins og fólk hvorki vilji né nenni að hafa áhuga á því, svona almennt séð, það er ákveðið og vaxandi mein.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.4.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sæll aftur. Við erum reyndar alltaf sammála um smábátana og margt annað. Get skrifað undir hvert orð semþið í FSSS segið í Word skjalinu sem þú bentir mér á, enda hafa smábátaveiðar löngum verð okkar allra verðmætustu veiðar og bjargað mörgum byggðarlögum, nefni bara Sandgerði sem dæmi, af því ég þekki talsvert til þar. Þannig að gangi ykkur vel í baráttunni og að fá þessu undarlega tómlæti í ykkar garð aflétt.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.4.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það verður gaman að sjá hvað stefnu þessi mál eiga eftir að taka nú er framundan ráðstefna um þessi mál, sjá hér

Svo er bara að mæta í salinn.

Hallgrímur Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband