Hyllir undir lok togveiða við ísland?

Einnig er það vandséð hvernig uppsjávarveiðiflotinn sem dregur á eftir sér risastór flottroll geti rekiðTogari með signalinn sig áfram með þessari þróun á olíuverði. Ekki nema Líú klíkan hafi það í gegn að kostnaðarhlutdeild áhafnanna í olíunni hækki úr 30% í eitthvað mikið meira segjum 40 til 60%, hver veit? Framtíðin sem við blasir eru veiðar með kyrrstöðuveiðarfæri, línu, net og gildru. Flott framtíð þar sem búið er að selja úr landi eða brytja niður í brotajárn Smabatarnánast allan vertíðarflotann.

Ég sé framtíðina þannig að við munum koma til með að notast í miklu meira mæli við báta sem eyða hlutfallslega minnst af olíu miða við hvert veitt kíló. Þar er smábátaflotinn með algjöra yfirburði ef þetta er borið saman.


mbl.is Olíuverð yfir 115 dali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta liggur alveg fyrir Halli, þessvegna er þetta enn svakalegra að eina endurnýjunin á stærri bátum eru togarar af sverustu gerð til að toga uppá 3 mílum? Þetta er alveg galið rugl og svo er þetta eins og með beljurnar, allir rjúka af stað og gera allir það sama, allir að láta smíða eins togara fyir fjörur...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2008 kl. 15:10

2 Smámynd: Davíð Þorvaldur Magnússon

núna í fæðingarorlofinu verðum við hér á snæfellsnesi að róa djö.... langt túrinn ca 400 lítrar

Davíð Þorvaldur Magnússon, 17.4.2008 kl. 16:38

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það er helvíti magnað Hafsteinn að við skulum vera búnir að henda vertíðarflotanum að mestu.

Sæll Davíð þetta er svona svipað hér fyrir Norðan þegar við þurfum að sækja langleiðina út undir Grímsey eða vestur á Skagagrunn. 

Hallgrímur Guðmundsson, 17.4.2008 kl. 17:10

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Nú er verið að ganga frá ýsustofninum með þessum flota nýrra togara hér í fjörunum, þorkkvóti verður dreginn saman í sumar í 114 þús tonn er mér sagt af fróðum. Hvað ætla menn þá að nota þennan flota nýrra togara?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.4.2008 kl. 13:58

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Spurningin er bara hvort ekki er orðið tímabært að flytja aflaheimildirnar mestan part á kyrrstæðu veiðarfærin.

Er eftir einhverju að bíða?

Árni Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Miða við hvernig þróunin á olíuverði er get ég ekki séð hvernig veiðar með trolli geta borið sig. Mín sín er sú að við færumst í meiri mæli út í veiðar með kyrrstöðuveiðarfæri. Hlutfall olíukostnaðar við togveiðar er einfaldlega orðinn of mikill.

Hafsteinn verður þessi floti ekki bara verður seldur á brunaútsölu.

Hallgrímur Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 16:30

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Sennilega liggur það fyrir honum jú Halli, svona eins og samskonar flota sem Skotar létu byggja um alla Evrópu fyrir örfáum árum og allur er á sölunum núna. M.a. nokkrir komnir hér í fjörurnar.... 

Ég held Árni að það komi af sjálfu sér með olíukostnaðinum. 

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.4.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband