Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
mið. 15.10.2008
Það er alveg augljóst af hverju
ráðgjafinn er hættur. Það er sagt að best sé að hætta á hátindi frægðarinnar og það hefur Tryggvi svo sannarlega tileinkað sér: Ungmennafélagsandinn í hávegum hafður.
Hámarksárangri er náð í ráðgjöfinni og lengra verður ekki komist að sinni, algjöru hruni efnahagsmála Íslendinga er náð og verður ekki toppað alveg á næstunni. Það sem sagt var að væri ómögulegt hefur gerst og það með allmyndalegum hvelli, hruni bankanna og í leiðinni öllum efnahag Íslands. Í kaupbætir erum við síðan úthrópuð af alþjóðasamfélaginu sem óábyrgir kennitöluflakkarar: Ísland ó þú fagra Ísland.
Mikið er þægileg tilfinning að vera bara venjulegur Íslendingur sem verður að taka á sig ábyrgð útrásarvíkinganna og ofurlauna plebbana sem litu á sig sem ósnertanleg goð og stóðu heimsbyggðinni mörgum kílómetrum framar í kænsku og snilld: Lítillætið í fyrirrúmi.
Ég hef þá bjargföstu trú að það sem sagt er að sé ómögulegt gerist á endanum, til dæmis hrun bankanna, það gerðist. Kvótakerfið er einnig gjaldþrota, því lengur sem dregið verður að viðurkenna það þá verður gjaldþrotið stærra. Þetta hef ég sagt þó nokkuð lengi og ég hef þá bjargföstu trú að kvótakerfið verði aflagt fljótlega: Trúin er af hinu góða.
Með þeirri aðgerð að afnema kvótakerfið og taka upp það fyrirkomulag sem ég hef margoft lagt til að tekið verði upp munum við reisa landsbyggðina upp á undraverðum hraða og samhliða því samfélagið í heild sinni: Með lögum skal landið byggja.
Þeim sem datt það til hugar að drepa niður landsbyggðina með þessum óskapnaði sem ég hef alla tíð kallað kvótakerfið hafa fengið það staðfest svo um munar að þeim skjátlaðist hroðalega, landsbyggðin verður að fá að gera það sem hún hafði alltaf gert, það er að nýta auðlindina sem er við bæjardyrnar hjá sér. Einungis þannig verður þetta land eftirsóknarvert og íbúarnir njóta sín í því sem þeir eru bestir: Við fyrirgefum þeim sem bágt eiga.
Vandséð er hvernig og hvað ástæðu menn sáu í alvörunni sem tilefni til að fjármálageirinn gæti haldið þessu þjóðfélagi á floti með lífsgæðum sem teljast boðleg siðmenntuðu vestrænu ríki, eða teljumst við ekki til þeirra? : Við fyrirgefum þeim líka þótt seint verði.
Góðar stundir.
![]() |
Tryggvi: Ekkert persónulegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
mið. 15.10.2008
Fyrsta, annað og þriðja
slegið hæstbjóðanda. Allt er nú til Seðlabankinn farinn að stunda uppboðsbrask á gjaldeyrisviðskiptum. Þetta er algjörlega í anda íhaldsins, braska með allt sem hægt er að braska með.
Hvernig gengur þetta fyrir sig, hjörðin á hnjánum fyrir framan foringjann sem á hamrinum heldur, veifandi rusli og einskins verðum pappír.
Góðar stundir.
![]() |
Uppboð á gjaldeyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 15.10.2008
Nú skal tekið til að hætti ??????????
Foringinn hefur talað, og nálgast nú vexti Ítölsku mafíunnar.
Góðar stundir.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 15.10.2008
Okkur er borgið og ekkert að óttast.
Við eigum bestu fræðimennina ( Hannes Hólmstein) við eigum bestu hagfræðingana ( sjá hér ) Við eigum besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi ( kvótakerfið).
Við erum best, við er ómótstæðileg, við erum ríkust allra, við erum öfundsverð.
Við erum Íslendingar, og öðrum ber að hneigja sig fyrir okkur.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Bankaskýrsla undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 14.10.2008
Efnahagslegt sjálfsmorð í boði
steinsofandi stjórnvalda og Líú. Þann 13. janúar 2008 lét Ragnar Árnason prófessor ljós sitt skína í boði Líú og stjórnvalda um þá stórhættulegu aðgerð að hrófla við kvótakerfinu. Svo rammt var kveðið að þeir sem vildu breyta einhverju í kvótakerfinu væru að boða efnahagslegt sjálfsmorð.
Nú hefur verið framið efnahagslegt sjálfsmorð og algjörlega án aðstoðar okkar sem viljum breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Óskapnaðurinn sem ég vil nefna þetta kvótakerfi er nefnilega algjörlega óbreytt. Við sitjum frammi fyrir því að uppstokkun á yfirveðsettu kvótakerfi og stórskuldugum sjávarútvegi eru óhjákvæmileg.
Hagfræðingnum Ragnar Árnason hefur yfirsést eitthvað smotterí þegar hann skoðaði málið, svo virðist sem hann hafi gleymdi sér algjörlega í svanasöng Líú staurblindur á trúna um endalaust lánsfjármagn til að ljúga hlutina áfram. Ég spyr, hvar tók Ragnar sitt próf í hagfræði, eða er hann með þriggja dollara skírteini keypt á EBAY? Hér fyrir neðan má lesa viðtalið við svanasöngvarann Ragnar Árnason sem fréttablaðið tók við þennan sprenglærða prófessor.
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi.
Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið.
Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.
Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu.
Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum. Frétt lýkur.
Það eru forréttindi að hafa svona flottan titil tengdan nafni sínu og getað blaðrað svona andskotans þvælu án þess að þurfa að rökstyðja það og sýna fram á hvernig núverandi fyrirkomulag geti gengið.
Kvótakerfið er forsenda mikillar hagkvæmni í sjávarútvegi segir Ragnar meðal annars? Er nema von að Ísland sé á barmi gjaldþrots með svona hrikalega klára töffara í rassvasanum?
Í dag og reynda mörg undan farin ár hefur ekki verið um raunverulegan hagnað að ræða í sjávarútvegi, það er rökstutt með gríðarlegri skuldastöðu og skuldasöfnun sjávarútvegsins og hún bara vex og hefur ekki gert neitt annað síðan 1992. Ef þetta er ekki rétt þá þætti mér vænt um að ég verði leiðréttur.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Ekkert liggur fyrir í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 14.10.2008
Við þurfum sterkan, öflugan og sjálfbæran
sjávarútveg sem borgar lánin sín. Svona hljómuðu orð Friðriks J. Arngrímssonar í gær þegar bornar voru undir hann tillögur Frjálslynda flokksins um að þjóðnýta kvótann. Ekki veit ég hvað nákvæmlega er blandað saman við súrefnið sem Friðrik J. andar að sér að en ljóst má vera að það er eitthvað mjög skrítið. Ekki eru nema þrír dagar síðan að Friðrik J. talaði um það að ríkið yrði að koma sjávarútvegnum til bjargar og aðstoða sjávarútvegsfyrirtæki við skuldbreytingar og frystingu á kúlulánum sjávarútvegsins. Heitir það að borga skuldir sínar, ég bara spyr?
Ég get ekki með nokkru móti séð að sjávarútvegurinn þurfi aðstoð ef eitthvað er að marka sönginn sem Líú hefur sungið undanfarin ár. Hann hefur allur verið á þá leið að sjávarútvegurinn sé gríðarlega öflugur, hagkvæmur, arðsamur, sjálfbær og síðast en ekki síst stundaður af mikilli ábyrgð og einstaklega góðri umgengni um auðlindina. Þetta höfum við fengið að heyra í hvert einasta skipti sem Friðrik J. opnar á sér talandann í fjölmiðlum.
Hvernig má það vera að þessi öflugi og sjálfbæri atvinnuvegur hafi alla tíð frá því að frjálsa framsalið og veðsetningin var leyfð á kvótanum bara aukið skuldir sína ef þetta er svona hagkvæmt og sjálfbært? Ár eftir ár vaxa skuldir sjávarútvegsins og eru í dag svo tröllvaxnar að þessi kynslóð getur aldrei borgað þær og vandséð er að sú næsta geti það heldur. Ég vil einfaldlega segja að það sé nánast útilokað að borga þessa skuldsetningu.
Hvað nafn sem menn vilja setja á þetta en þá er það eina rétta í stöðunni að ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir, skuldirnar má svo greiða með auðlindagjaldi sem ríkið tekur til sín af öllum veiddum afla í framtíðinni. Ég sé það einnig fyrir mér að sveitarfélögin fái til sín hluta auðlindagjaldsins af þeim afla sem landað er í hverju sveitarfélagi. Þetta er ekki flókin aðgerð og hef ég margoft lagt þetta til en því miður hefur auðvaldið komist upp með að úthrópa svona aðgerð sem hryðjuverk.
Á í alvörunni að láta sjávarútveginn nánast í heild sinn verða gjaldþrota? Þeir sem trúa því að við eigum sjávarútveg sem er sjálfbær, arðsamur og vel rekinn ættu að minnast orða bankastjóranna sem sögðu alveg fram í þrotið, staða okkar mjög góð og bankarnir gríðarlega öflugir. Þetta segja allir alveg þangað til að beðið er um greiðslustöðvun eða lýst yfir gjaldþroti. Af hverju ætti þetta að vera eitthvað öðruvísi í þessari atvinnugrein?
Staða sjávarútvegsins er einfaldlega sú að hann liggur nánast í heild sinni banaleguna, við höfum einfaldlega ekki efni á því að stórkostuleg hrina gjaldþrota hellist yfir með afleiðingum og keðjuverkun sem enginn vil upplifa. Að frysta og eða skuldbreyta lánunum er engin lausn, það frestar einungis gjaldþrotunum um einhvern tíma. Uppstokkun er bráðnauðsynleg og ber að gera strax áður en stjórnvöld verða neydd til þess með skilyrðum sem við stjórnum ekki sjálf.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
sun. 12.10.2008
Þetta hlýtur að vera grín
Hvernig dettur mönnum til hugar að sleppa dýralækninum án eftirlits úr landi? Þetta getur ekki leitt til neins annars en áframhaldandi hörmunga fyrir Ísland...
Árni Matta að funda stíft á ensku, hann sem gat ekki einu sinni afgreitt eitt einfalt símtal áfallalaust án misskilnings við breskan kolleka sinn... Ég geri einfaldlega ráð fyrir því að sá breski sé betri í ensku en dýralæknirinn og hafi skilið fullkomlega ruglið sem dundi yfir hann í símanum...
Nú situr snillingurinn Árni Matt og fundar um framtíð þjóðarinnar á ensku, guð hjálpi okkur ef við eigum ekki skárri kost...
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Fundað stíft með IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 12.10.2008
Eina sem bjargað getur Íslendingum er
að sjálfstæðisflokknum verði gefið frí. Eru menn á þeim bænum ekki meðvitaðir um hvað þeir hafa lengi setið við stjórn þessa lands? Það vantar ekkert upp á afneitunina hjá íhaldinu og allt tínt til sem sökudólgar á þessum hremmingum sem eitt auðugasta land heims er í. Þeir bera enga ábyrgð á þessu, nei það eru einhverjir glæponar í útlöndum og almenningur.
Björn Bjarnason er með þetta á hreinu. Það er enginn vafi á ferðinni þarna.
Svo eru hlutirnir aldeilis á hreinu hjá þessum preláta, Þessi gaur er algjörlega með þetta á tæru.
Þessir harðsvíruðu erlendu glæponar og sauðheimskir Íslendingar almennt ákváðu upp á sitt einsdæmi að heimila bönkunum að vaxa langt umfram allt sem eðlilegt getur talist í samanburði við stærð efnahagskerfisins og þjóðfélagsins.
Það tala allir um björgun bankanna og lágmarka tjón almennings með nettu kennitöluflakki, sem reyndar er eitt það stærsta sem um getur í sögu siðmenntaðs lands.
Menn láta eins og málunum sé reddað með þessum hætti og framundan séu nokkur mögur ár og síðan smellur allt í þvílíkan gír að við getum strax farið að hlakka til gósentíma sem bíða handan hornsins. Hvernig hægt er að finna þetta út á svona aumlega einfaldan hátt er mér algjörlega hulin ráðgáta.
Sauðheimskur almenningurinn ákvað einnig upp á sitt einsdæmi og algjörlega hjálparlaust að veðsetja svo duglega sameign þjóðarinnar (kvótann) að marga mannsaldra þarf til að borga skuldina, ef það er þá nokkurn tímann hægt
Undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar er svo skuldsettur eftir ævintýrið að mér lætur nærri að halda því fram að þær séu vandfundnar útgerðir þessa lands sem eru rekstrarhæfar án stórfelldrar blekkingar. Eina rétta í stöðunni er að ríkið innkalli allar aflaheimildir og skuldirnar verði teknar með í uppgjörið sem framundan er.
Það er algjörlega óhugsandi að ætla sér að líta á þessa hrikalegu stöðu sjávarútvegsins með annað augað lokað og lepp fyrir hinu. Það er komið að endapunkti og lokauppgjör er óumflýjanlegt, ef þetta verður hunsað og menn trúa því í alvöru að þetta sé í lagi og geti hökt áfram, þá verður ekki hjá því komist að hrina gjaldþrota fer af staða með aukaverkun sem við viljum ekki endilega þurfa að verða vitni af.
Ég stend við það að íhaldið verður að víkja, stefna þess hefur beðið alvarlegt skipbrot og gjaldþrotið er því miður margfalt stærra en það þurfti að vera.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Tár felld á flokksráðsfundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 11.10.2008
Enn eitt frjálshyggju gersemið að kvarta.
Það er ekki leiðum að líkjast með íhaldsfuglana gagnvart þeim sem fá að njóta málfrelsis á Íslandi. Ekki veit ég alveg hvað er að hrjá Gísla Freyr, einna helst dettur mér til hugar að heitast ósk Gísla sé að múll og haltu kjafti teip verði settur á almenning þannig að þeir íhaldspáfagaukar geti haldið óáreittir áfram að boða glæsta framtíð frjálshyggjunnar og kvótakerfisins.
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Geir: Herða beri viðurlög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
lau. 11.10.2008
Verður snilld útrásarvíkinganna þeim að falli?
Þetta er snilldar lesning og í hnotskurn hvernig menn hafa hagað sér.
Umtalaðir leynireikningar Íslendinga eru nú komnir undir forræði Fjármálaeftirlitsins í Luxemburg. Talið er að ótaldir milljarðar króna hafi verið færðir í svokallaðar skattaparadísir á aflandseyjum í því skyni að fela þá fyrir augum yfirvalda og losna undan skattagreiðslum.
Hingað til hafa menn talið sig vera með fyrirtæki sín örugglega falin í gegnum allt að þrjú lönd en nú er komið á daginn að það ómögulega hefur gerst. Íslensku bankarnir í Luxemburg eru komnir í þrot og yfirvöld þannig með óheftan aðgang að leyniskjölum varðandi skattaparadísir. Tiltölulega auðsótt ætti að vera fyrir Fjármálaeftirlitið íslenska að sækja umrædd gögn með dómsúrskurði.
Til útskýringar á því hvernig hægt er að koma upp fyrirtæki í skattaparadís er sögð eftirfarandi dæmisaga. Bör Börsson eignast peninga sem hann vill ekki láta vita af eða lenda í skattgreiðslum. Hann hittir sína bankamenn, til dæmis í Luxemburg og ber upp vandræði sín. bankamenn taka erindinu vel. Ekkert mál. Við skulum fela þetta fyrir þig, kæri vinur.
Það eina sem Bör þarf að gera er að stofna fyrirtæki á aflandseyju sem er með bankaleynd. Cayman eyjar, Kýpur, Malta eða Gurnsey eru kjörnar. Þetta verður eingöngu heimilisfang fyrirtækisins þíns. Peningarnir geta verið allsstaðar í fjárfestingu í gegnum okkur í nafni þessa fyrirtækis sem þú stofnar. Og þú þarft ekki að óttast að neinn komist ekki að neinu. Þú vilt eflaust nota okkar póstfang hér í Lúxemburg þangað sem yfirlitin frá hinum ýmsu fjárfestingafyrirtækjum sem þú ert að nota og auðvitað frá okkur. Bör er með efasemdir: Já, þetta er skynsamlegt en get ég fengið betri vörn svo enginn komist að neinu?
Já auðvitað geturðu það. Við stofnum fjárfestingasjóð í Lichtenstein sem á fyrirtækið sem þú stofnar á aflandseyjunni. Þá þurfa stjórnvöld á Íslandi að fara i gegnum þrjú lönd, Luxemburg, aflandseyjuna og Lichtenstein með dómsúrskurði frá Íslandi til þess að fletta ofan af þér. Og það er auðvitað mjög torsótt. Bör er enn efins: Þannig að ég er alveg öruggur?
Já, Já, nema að við förum á hausinn, " segir bankamaðurinn og skellihlær.
Fjármálaeftirlitið hér í Luxemburg tekur yfir bankann, segir bankamaðurinn á milli hláturrokanna.
Og færir íslenskum yfirvöldum aðgang að öllum yfirlitunum þínum. Fyrr mun frjósa í helvíti en að það gerist. Það getur aldrei gerst!!!.
Þetta var fengið að láni á dv.is
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Viðræður við sendinefnd Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |