Efnahagslegt sjálfsmorð í boði

sofandi.jpgsteinsofandi stjórnvalda og Líú. Þann 13. janúar 2008 lét Ragnar Árnason prófessor ljós sitt skína í boði Líú og stjórnvalda um þá stórhættulegu aðgerð að hrófla við kvótakerfinu. Svo rammt var kveðið að þeir sem vildu breyta einhverju í kvótakerfinu væru að boða efnahagslegt sjálfsmorð.

Nú hefur verið framið efnahagslegt sjálfsmorð og algjörlega án aðstoðar okkar sem viljum breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu. Óskapnaðurinn sem ég vil nefna þetta kvótakerfi er nefnilega algjörlega óbreytt. Við sitjum frammi fyrir því að uppstokkun á yfirveðsettu kvótakerfi og stórskuldugum sjávarútvegi eru óhjákvæmileg.sofandi_a.jpg

Hagfræðingnum Ragnar Árnason hefur yfirsést eitthvað smotterí þegar hann skoðaði málið, svo virðist sem hann hafi gleymdi sér algjörlega í svanasöng Líú staurblindur á trúna um endalaust lánsfjármagn til að ljúga hlutina áfram. Ég spyr, hvar tók Ragnar sitt próf í hagfræði, eða er hann með þriggja dollara skírteini keypt á EBAY? Hér fyrir neðan má lesa viðtalið við svanasöngvarann Ragnar Árnason sem fréttablaðið tók við þennan sprenglærða prófessor.

landráðamaðurinn og þjóðarmorðinginn ragnar árnason Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir kvótakerfið að sínu mati vera forsendu mikillar hagkvæmni í íslenskum sjávarútvegi.

Ef við afnemum kvótakerfið munum við tapa tugum milljarða á hverju ári en einnig yrðu margföldunaráhrif í gegnum allt hagkerfið. 

Ragnar segir að sérfræðingar fjármálafyrirtækja telji að ein forsendan fyrir vexti fjármálakerfisins og útrás íslenskra fyrirtækja sé auðurinn sem felst í kvótanum.

Ef sá auður verður skertur verður samsvarandi samdráttur í fjármálageiranum og hagkerfinu öllu.

Þeir sem vilja afnema kerfið eða kollsteypa því hljóta að vera í efnahagslegum sjálfsmorðshugleiðingum. Frétt lýkur.

Það eru forréttindi að hafa svona flottan titil tengdan nafni sínu og getað blaðrað svona andskotans þvælu án þess að þurfa að rökstyðja það og sýna fram á hvernig núverandi fyrirkomulag geti gengið.

Kvótakerfið er forsenda mikillar hagkvæmni í sjávarútvegi segir Ragnar meðal annars? Er nema von að Ísland sé á barmi gjaldþrots með svona hrikalega klára töffara í rassvasanum?

Í dag og reynda mörg undan farin ár hefur ekki verið um raunverulegan hagnað að ræða í sjávarútvegi, það er rökstutt með gríðarlegri skuldastöðu og skuldasöfnun sjávarútvegsins og hún bara vex og hefur ekki gert neitt annað síðan 1992. Ef þetta er ekki rétt þá þætti mér vænt um að ég verði leiðréttur.

Verið góð hvert við annað. 

Góðar stundir.


mbl.is Ekkert liggur fyrir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hverslags er þetta eiginlega Hallgrímur? Veðsetning aflaheimilda gerði mönnum kleift að fara í útrás. Svo ekki vera að kenna kvótakerfinu um. Ísland aldrei staðið betur, þökk sé besta fiskveiðistjórnunarkerfi veraldar frá upphafi allra tíma.

Víðir Benediktsson, 14.10.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ha kenna kvótakerfinu um. Nei það dytti mér ekki til hugar, enda stendur það eins og klettur í stórsjó og haggast ekki neitt.

Þetta einstaka kerfi hefur aldeilis bjargað landsbyggðinni, stóreflt hvert sveitarfélagið á fætur öðru og fólkið þverfótar ekki fyrir góðærinu og fjárhaugarnir hreinlega hrannast upp á hverju götuhorni eins og svakalegust snjóruðningar.

Hallgrímur Guðmundsson, 14.10.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ef það er - "auðurinn sem felst í kvótanum" - sem er forsendan fyrir útrás íslenskra fyrirtækja, þá er einsýnt að sú auðlegð hefur vart verið meiri en þrír litlir silfurpeningar.

Það er öllum orðið mjög vel ljóst að þrjú stærstu útrásarfyrirtækin, það er bankarnir þrír, eru ekki lengur til, - þeir eru horfnir af sjónarsviðinu.

Það má vel vera að einhver vilji lýsa þessum endalokum, með þeim orðum, að þeir, - þ.e. bankarnir, - hafi framið efnahagslegt sjálfsmorð. Ekki skal ég leggja dóm á þá lýsingu.

En ef "auðurinn sem felst í kvótanum" var aldrei meiri en þessir þrír litlu silfurpeningar, - hvað er þá eftir fyrir sjálfan sjávarútveginn, - tómur peningapoki, eða hvað ?

Mér sýnist af öllum þessum lýsingum, að það sé örstutt í endalok sjávarútvegsins, í þeirri mynd sem hann er í, í dag

Tryggvi Helgason, 14.10.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband