Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
fös. 10.10.2008
Loksins eitthvað jákvætt
Og ég lík þessum degi á jákvæðan hátt að hætti hússins, þennan rakst ég á í netheimum.
Kona var að halda framhjá manni sínum og var í rúminu með elskhuganum. Allt í einu heyra þau sér til mikillar skelfingar að eiginmaðurinn stingur lyklinum í skrána á útidyrahurðinni.
Konan reynir að finna eitthvað ráð í flýti. Hún tekur fram flösku af nuddolíu og púður. Hún hellir olíunni yfir elskhugann og hellir svo púðrinu yfir hann þannig að hann lítur út eins og stytta. Ekki hreyfa þig fyrr en ég segi að þú megir það, segir hún og klæðir sig í flýti. Stattu bara þarna grafkyrr.
Maðurinn kemur inn í svefnherbergið og spyr: Elskan hvað er nú þetta? Þetta, æji þetta er bara stytta, segir konan kærulaus.? Gunna og Jón fengu sér eina fyrir stuttu þannig að ég ákvað að redda mér einni líka, þetta er svo smart. Ekkert er rætt meira um styttuna, ekki einu sinni yfir kvöldmatnum.
En klukkan 3 um nóttina læðist maðurinn fram úr rúminu, fer fram í eldhús, nær í samloku og mjólkurglas og réttir styttunni. Gjörðu svo vel, segir hann. Ég stóð eins og hálfviti hjá Jóni og Gunnu í heila tvo daga og enginn bauð mér vott né þurrt.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Aðgerðaáætlun samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 10.10.2008
Allir út að mála og ekkert röfl
Nú er sérlega heppilegt að mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar séu klárar án vankvæða, í það minnsta þykist ríkisstjórnin vera búin að búa svo um hnútana að enginn þurfi að óttast neitt. Tillögur Össurar um að allir geti farið að mála skúra hver fyrir annan og ýmis önnur hugðarefni sem dottið hafa upp úr næturbloggaranum hljóta að vera fyrir alla, annað væri mismunun.
Ég sé þetta þannig fyrir mér að þeir sem eru að missa vinnuna núna skipti um vinnugalla og drífi sig í málningarvinnu fyrir vini og vandamenn. Aldeilis óvíst er með skúrana sem hið opinbera á og Össur sagði okkur á landsbyggðinni að mála og halda síðan kjafti þegar fólkið út á landi missti vinnuna í hundruðum, ég geri einfaldlega ráð fyrir því að þeir séu allir nýmálaðir.
Þið fyrirgefið mér vonandi, ég bara verð að benda á þetta. Á þennan frábæra kost var okkur á landsbyggðinni bent á þegar við vorum svipt atvinnunni og sitjum eftir skuldsett upp fyrir haus í verðlausum eignum, fangar frjálshyggjunnar sem mistókst svakalega með tilraunarkerfinu sem sumir vilja kalla besta kerfi í heimi og ber það skelfilega nafn kvótakerfið, við horfum jú á þetta með jafn sljóum augum og okkur hefur verið sýnt í gegnum árin.
Ekki hefur okkur verið boðin sérstök áfallahjálp á meðan græðgi og einkavinavæðing frjálshyggjunnar hefur farið rænandi öllu sem hægt er að ræna og einhver verðmæti eru í um landsbyggðina á undanförnum árum. Nei þá vorum við bara landsbyggðarpakk sem alltaf eru grenjandi og ekkert sem getur gert okkur hamingjusöm.
Það mætti segja sem svo að Íslendingar hafi verið sem tvær þjóðir á meðan þetta hefur gengið yfir og landsbyggðin tækluð með þvílíkum viðbjóði og valdníðslu að vandfundið er samlíking í hinum siðmenntaða heimi. Eigum allt í einu núna að standa saman sem ein heild og hugga hvert annað?
Ég fer fram á afsökunarbeiðni áður en ég fer að kenna í brjóst um þá sem missa vinnuna núna. Ég var sviptur minni vinnu sem ég hef stunda frá 14 ára aldri og það fannst öllum það bara allt í lagi, ég mátti fara að mála kofaskrifli, éta malbik og naga girðingarstaura eða steinhalda kjafti ella. Á nákvæmlega sama hátt og með mig og fleiri þá á fólkið engan þátt í því að það stendur uppi atvinnulaust nú, upp með brosið penslar og málningarbakkarnir eru á góðu verði í Húsasmiðjunni ef hún er þá ennþá til, þetta er ekki heimsendir, tækifærin gætu leynst handan við hornið, til dæmis riðguð bárujárnsplata sem er ómáluð, hver veit?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Ps. Sýnið kurteisi og háttvísi á þessari síðu takk.
![]() |
Bankamenn í tilfinningarússi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 10.10.2008
Á sama tíma og
vísindamenn eru enn að átta sig á jarðfræðilegum undrum hafsbotnsins þá þykist annar armur vísindanna (fiskifræðingar) vita upp á hár hvað margir íbúar og af hvað tegund búa í dulheimum hafdjúpanna...
Er enginn í alvöru sem er farinn að efast um þessi vísindi sem kennd eru við fiskifræði? Setjum þetta í samhengi, ef þú lesandi góður hefur takmarkaða þekkingu á sveitarfélagi sem þú ert að koma í, getur þú sagt með mikilli nákvæmni hvað íbúarnir eru margir og hvað bústofn og gæludýr íbúanna er stór? Við skulum sleppa skordýrunum, fiskinum í vötnum og ám hitt ætti alveg að duga...
Ekki treysti ég mér til þess og held ég að það eigi við um ansi marga, en samt á einhvern dularfullan hátt þá er litið á fiskifræðina sem heilög vísindi og nánast algjörlega óskeykul. Það vekur enn meiri undrun mína hvað vísindi sem byggð eru nánast algjörlega á stærðfræðilegum útreikningum, handahófskenndum rannsóknum og spá hafa gríðarlegt vægi...
Annað dæmi má taka svona til gamans. Lagavísindin eru hreint út sagt frábær og gengur vitleysan svo langt að túlkun laga mætti skilgreina fyrir okkur þessa venjulegu Jóna (í mínu tilfelli Hallana) að hægt er að rífast um það hvort A sem klárlega er A sé í rauninni A...
Að hafna þekkingu þeirra (skipstjóranna) sem eru allt árið að vinna við dulheima hafdjúpanna með frábærum árangri og beinlínis lýsa því yfir að þekking þeirra sé nánast einskis virði, eins og Hafró hefur komist upp með nánast frá stofnun, er svona svipað og segja mannfræðingum og þeim sem halda utan um hausatölu landsmanna að þeir séu algjör fífl og viti ekkert hvað þeir eru að segja og gera. Er það gert, ég bara spyr?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Hafsbotninn örum settur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 10.10.2008
USA vs Iceland ...
An American said:
*'We have George Bush, Stevie Wonder,
Bob Hope, and Johnny Cash.'*
*And an Icelander replied:
*'We have Geir Haarde, no Wonder, no Hope,
and no Cash'.
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
![]() |
Sendinefnd Breta væntanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 9.10.2008
Mynd, Seðlabankastjórarnir reknir og nýir ráðnir í staðinn
Eftir bestu heimildum þá er von á því að Þeir koma í fyrramálið á Illjusin einkaþotu.
Við bjóðum þá velkomna til starfa og megi gæfa fylgja ákvörðunum þeirra.
Verið góð við hvert annað, Rússana líka...
Góðar stundir.
![]() |
Samtal við Árna réð úrslitum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fim. 9.10.2008
Frjármálafylleríinu lokið
og þá er ekkert annað að gera en snúa sér að öðrum veigum og hrynja almennilega í það. Alvöru
partý gefur í það minnsta smá aur til baka ef menn nenna að safna saman tómum dósum og flöskum og skila í endurvinnslu eftir partýið eins og Bryndís Gunnlaugsdóttir bendi svo snilldarlega á í bloggfærslu sinni undir heitinu Ný og áhugaverð hagfræði.
Fyrir mér þá lýtur veröldin út eins og myndin hér fyrir neðan, þoka og þrívídd. En það lagast allt saman trúi ég, góð gleraugu og hóflega kæruleysisleg bjartsýni gera þetta allt saman margfalt betra.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Sala eykst á áfengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 9.10.2008
Að bera í bakka fullan lækinn að
skrifa eitthvað meira um þessa hluti. Nú eru tímar uppgjörs framundan og málin skoðuð ofan í kjölinn trúi ég. Ég nota æðruleysið og hugsa framvegis um önnur mál og vona að ég sjálfur og mín fjölskylda bíði ekki afhroð á þessum umrótatímum. Víð breytum ekki því sem gerst hefur.
Tekið verðu upp léttara hjal og pælingar, hver ætlar til dæmis að horfa á Formúluna um helgina?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mið. 8.10.2008
Mjög sterkir í útlöndum, þessi orð voru
ekki sögð fyrir tveimur árum. Nei þau voru sögð í gær og þetta höfum við fengið að heyra í hvert einasta skipti sem Sigurður og Hreiðar Már tjá sig í fjölmiðlum. Eitthvað hafa þeir misreiknað sig smávægilega kapparnir því að það er ekki eins og þetta sé það eina sem gerst hefur í dag. Lokað var fyrir viðskipti með bréf Kaupþings í Svíþjóð í morgun þar sem Bankinn var í frjálsu falli og hafði fallið um ein 34% þegar lokað var fyrir viðskiptin.
Hvernig stendur á því að það er ekki einu sinni tekið viðtal við gaurana sem stjórna á þeim bæ, eða forsætisráðherra spurður um þetta mál á blaðamannafundinum í dag? Eru þessir gaurar sem eru að mig minnir brautryðjendur í bónusgreiðslunum, ofurlauna og kaupréttarsamningunum skyndilega komnir undir verndarvæng stjórnvalda og Seðlabankans?
Það eru ekki mörg ár síðan að þessir frumkvöðlar ofurlauna, bónus og kaupréttargjörningar settu þjóðfélagið á annan endann og sjálfur Davíð Oddsson þá forsætisráðherra hraunaði yfir pjakkana af sinni alkunnu hógværð og endaði svo verkið með því að storma inn í Kaupþing og taka út allt það fé sem hann átti þar inni.
Rifjum þetta aðeins upp og hvað var sagt, byrjum hér. Hafa þessir menn ekkert vit á því sem þeir eru að gera? Strax þarna á þessum tíma var löngu byrjað að hrikta í og viðvörunarbjöllurnar hringjandi út um allt.
Höldum áfram hér. Af hverju þarf að lána þeim, það er jú allt í svo góðu lagi?
Það er hægt að halda svo áfram eins lengi og maður nennir, en nú spyr ég að einu í lokin. Hvað varð um alla milljarðana sem bankarnir voru búnir að hagnast um, var það kannski allt í plati líka?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Kaupþing í London í greiðslustöðvun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 8.10.2008
Ég er með hugmynd um frábæran tjakk
en ég er ekki alveg viss um að frúin verði neitt sérlega happý
með þessa græju í skottinu...
Ég á einnig vel nothæft tæki sem hjálpar frúnni á milli staða. Nú er það svo að það er ekki á færi allra að setja upplýsingar í tækið og trúi ég því að menn hjálpi skvísunum sínum við það einfalda verk...
Og niðurstaðan er einföld, mín frú fær ekki nýjan bíl punktur...
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Bifreið sem er sérhönnuð fyrir konur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 7.10.2008
Samfylkingin pólitísk naðra og Sjálfstæðisflokkurinn
í ólgusjó. Í grein sem tímaritið Þjóðmál birtir fyrir nokkru eftir Óla Björn Kárason um stöðu Sjálfstæðisflokksins undir heitinu Flokkur í ólgusjó kemur meðal annars fram að Samfylkingin sé pólitísk naðra. Þar er einnig sett fram hörð gagnrýni á störf og stefnu flokksins. Bent er á að Sjálfstæðisflokkurinn eigi við innri og ytri vanda að glíma. Því er haldið fram að tækist flokknum ekki að leysa vandann sé líklegt að hann verði ekki lengur stærsta og áhrifamesta stjórnmálaafl landsins.
Nú veit ég ekkert um það hvort ég megi setja þetta hér inn eða ekki, ég tek áhættuna á því og ef einhver hefur eitthvað við það að athuga þá mun ég að sjálfsögðu fjarlægja þetta. Þessi grein er hér í þessu skjali í heild sinni.
Ekki græt ég það þótt sjálfstæðisflokknum yrði gefið frí og aðrir koma að stjórn þessa lands Á tímum hamfara sem yfir þjóðina ganga efnahagslega eins og við erum nú vitni af þá er einmitt rétti tíminn til að lýta um öxl og skoða gangverkið sem stýrt hefur þjóðarskútunni í algerri afneitun inn í þessa hamfarir.
Tiltektin eftir frjálshyggjuna og einkavinavæðinguna sem nú hefur beðið algjört afhroð og í rauninni risavaxið gjaldþrot er ærið verkefni. Þennan flokk þarf að setja til hliðar að í rauninni þyrfti að ráða sérstaka öryggisgæslu á þetta lið svo þeir valdi ekki meiri skaða en komið er, reyndar þykir mörgum nóg um stöðuna eins og hún er í dag.
Hvernig við komum út úr þessu hroðalega afhroði afleiðinga frjálshyggjunnar er vandasamt að segja til um, raunveruleg staða er falin fyrir fólkinu með orðagljáðri spunameistara stjórnarinnar og kóngar bankanna sitja sem fastast á stólunum enda eru þeir líklegastir til að steinhalda kjafti um eigin afglöp sem frjálshyggjan setti á stað með afleiðingum sem enginn sér fyrir endann á.
Verið góð hvert við annað, það er það sem er mikilvægast af öllu.
Góðar stundir.
![]() |
Lánakjörin eiga ekki að versna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |