Hatton barðist við tvo...

Það var frekar ömurlegt að horfa á þennan bardaga. Hatton var að berjast við tvo allan tímann. Það varHatton og Floyd engu líkara en að Cortes dómari hafi farið á taugum, eða hreinlega honum hefur verið mútað. Bardagaaðferðir Hatton eru einfaldar hann veður inn og berst í návígi, á leiðinni inn tekur hann yfirleitt á sig högg sem flestir boxarar þola ekki. Cortes dómari leyfði ekki návígi og sleit þá sífellt í sundur. Einnig leyfði hann Mayweather að snúa baki í Hatton í sífellu og beygja sig niður þessi skipti sem Hatton kom inn. Í staðinn fyrir að áminna Mayweather og taka af honum stig vegna brota á reglunum í hringnum hamaðist Cortes á Hatton og tók af honum stig, fyrir hvað er vandséð? Þennan bardaga verður að endurtaka og Cortes á ekki að fá að dæma fleiri bardaga, þessi reynslumikli dómari gerði sig sekan um fáránlega auðsýnilega hlutdrægni og vanhæfni. Ég tek það fram að ég er ekki sérstaklegur aðdáandi Hatton, reglunum á að fylgja í öllum íþróttum sama hvað þær heita. Öðruvísi er ekkert gaman að þeim.
mbl.is Mayweather rotaði Hatton í 10. lotu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Dómaramál hafa alltaf verið frekar slöpp í hnefaleikum að mínu mati og varð til þess að ég missti alveg áhugann eftir að Oscar de la Hoya tapaði um árið, man ekki lengur gegn hverjum, en það var svo svívirðilega augljós mútur á ferðinni að það hálfa hefði dugað. Horfi frekar núna á MMA og Pride og þess háttar, ekki orðið var við skandala þar að neinu viti.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 9.12.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Mummi Guð

Ég er sammála ykkur. Eins og hvað ég hafði gaman af boxinu, þá nenni ég ekki að horfa á það lengur, þetta snýst orðið um einhverja dómara sem reyna að vera í aðalhlutverki.

Mummi Guð, 9.12.2007 kl. 14:29

3 identicon

Ég er Ricky Hatton aðdáandi og burtséð frá því hver vann eða tapaði þá eyðilagði dómarinn alla ánægju af þessum bardaga með fullkomlega ástæðulausu inngripi á nokkurra sekúndna fresti. Það var líka frekar pirrandi að horfa á þennan bardagastíl hjá Mayweather, snúandi bakinu í andtæðinginn og beygjandi sig niður í gólf meira og minna allan tímann.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 15:12

4 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Mayweather er kóngur í ríki sínu og lét Hatton líta út eins og kjána.

Hatton er sjálfur þekktur fyrir að vera einhver skítugasti boxari á jörðinni, sigraði Kostya Tzchou með hnakkahokkum og faðmlögum. 

Hróðmar Vésteinn, 9.12.2007 kl. 15:31

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hróðmar það verður aldrei tekið frá Mayweather að hann er frábær boxari enda voru þessi skrif mín ekki um hver er góður og hver ekki. Það er algjörlega óþolandi þegar dómarar breyta og jafnvel eyðileggja þá kappleiki sem þeir dæma. Dómarar eiga aldrei að búa til eigin reglur, þeim ber skylda til að framfylgja þeim reglum sem eru í gildi. Þegar það er ekki gert kemur alltaf einhver til með að líta út eins og kjáni, í þessum bardaga voru þeir tveir, Hatton og dómarinn. Það á heldur ekki að skipta máli með hverjum maður heldur, ef það skiptir máli er sá einstaklingur með öllu óhæfur til að tjá sig um málið.

M,b,k Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2007 kl. 16:04

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hrikalega er ég sammála ykkur, sem eruð hneyksluð á dómaranum, ég engdist hér ein vakandi yfir þessum dómaraskandal. Veit ekki alveg hvernig leikurinn hefði farið ef dómarinn hefði ekki rokið á milli í hvert sinn sem styrkleiki Hatton, návígið, kom upp. Þetta var hrikalegt! Hann hvíldi Mayweather hreinlega.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.12.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og Sigurður: Oscar de la Hoya ,,tapaði" fyrir Mayweather, og sá bardagi var einmitt endursýndur í gær í upphituninni, sannast sagna ekki fyrirmyndarúrskurðir þar, þótt þar hafi dómari á gólfi verið skárri en Cortez í nótt. Ef það eru einhver mútuhneyksli í gangi í fótboltanum, þá er ég hrædd um að þetta sé öllu augljósara.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.12.2007 kl. 16:59

8 Smámynd: Hróðmar Vésteinn

Anna ég mælist til þess að þú hættir að tjá þig um hnefaleika, því þekking þín á þessari grein er augljóslega ekki mikil. Það er mjög eðlilegt að aðskilja boxara þegar þeir detta í faðmlög enda eru þetta hnefaleikar ekki glíma. Hatton var með Mayweather í hálfgerðu hálstaki í gríð og erg þarna. Reyndar hefði dómarinn mátt aðvara Floyd fyrir að snúa baki í Hatton oftar en einu sinni.

En ég vara fólk við að taka ekki of mikið mark á 

lýsingum bjánanna Ómars og Bubba, en þeir hafa 

lítið vit á hnefaleikum og héldu mjög greinilega

með hatton í þessu einvígi.

Og Floyd Mayweather sigraði DelaHoya mjög 

auðveldlega, þrátt fyrir það að Oscar hafi verið

árasargjarnari þá hitti Floyd með mun fleiri

höggum. 

Hróðmar Vésteinn, 9.12.2007 kl. 19:56

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Með fullri virðingu fyrir þér Hróðmar verð ég að tjá mig aðeins betur um þetta þar sem fyrri athugasemd mín virðist ekki hafa náð til þín. Erum við, ég, þú eða einhver af þeim sem tjáð hafa sig um þessa færslu sérfræðingar í boxi? Svo ég svari þessu sjálfur þá held ég að svo sé ekki. En ég og greinilega fleiri horfa á íþróttir til þess að hafa gaman af þeim. En þegar hlutir eins og gerðust þarna, dómarinn eyðilagði bardagann er sjálfsagt að tjá sig um það. Þar sem þú er greinilega blindur aðdáandi Floyd Mayweather á það sem ég sagði í fyrri athugasemd minni við þig. Og vil ég biðja þig að sína fólki sem tjáir sig hér á síðunni minni fulla virðingu þegar það talar um efni greinarinnar sem ég skrifaði um. Um það snúast þessar umræður. Ekki hver er góður, lélegur eða bjánar að þínu mati. Haltu þig við umræðuefnið eða slepptu því að tjá þig hér.

Með vinsemd, Halli. 

Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2007 kl. 20:39

10 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gætir pínulítils hroka í skrifum Hróðmars, ef svo er, þá er það allt í lagi mín vegna. Held áfram að hafa skoðanir á íþrótt sem ég hef horft á árum saman, oft til meiri ánægju en í nótt, og mun ekki hætta að hafa skoðanir á henni.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.12.2007 kl. 20:57

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég bendi á bloggpistil minn um bardagann, bæði fyrir hann og eftir hann. Þar sést hvaða álit ég hef á Mayweather og Hatton.

Ómar Ragnarsson, 9.12.2007 kl. 22:31

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir Ómar ég las þennan pistil, reynda eins og gefur að skilja horfði ég á bardagann. Ég hef lýst skoðun minni á þætti dómarans og stend við þá lýsingu eins og klettur. Hvor er betri er ekki það sem ég er að tala um. Svona afskipti geta ekki gert neitt annað en hjálpa öðrum hvorum og í þetta skiptið var það Mayweather sem þáði aðstoðina.

Kv, Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2007 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband