Færsluflokkur: Enski boltinn

Gerrard er frábær leiðtogi í frábæru liði

go_in_760661.jpgÞessi mikli snillingur sýndi okkur í dag úr hverju hann er gerður. Í lok leiksins fengum við að sjá hvers vegna þessi snillingur er frábær fyrirmynd annarra í boltanum. Að gefa boltann á Torres sem gat að vísu ekkert annað en skorað er eitthvað sem flestir gera ekki og sérstaklega ekki þegar þeir sjálfir eru í dauðafæri.

Annars var Peston að spila nokkuð vel á köflum og ég var eiginlega handviss um það á tímabili í seinnihálfleik að þeir myndu jafna. Finnska varnartröllið Hyypia og ljúflingurinn Carragher sáu um þann hluta og hleyptu engu í gegn að venju.

Góðar stundir.


mbl.is Riera og Torres tryggðu Liverpool sigur á Preston
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köttur í bóli Bjarnar

Hafi einhver haldið því fram að Gerrard grotni niður í fangelsi ef þá á annað borð hann lendir þangað þá geta menn farið að hugsa um eitthvað annað. Eins og sjá má á þessari mynd er gert ráð fyrir öllu í bítlaborginni. KR á ekki svona flottan völl eins og er í þessu fangelsi.

liverpool_jail_762271.jpg

Guðlaugur er svo þessi köttur sem ég nefndi í fyrirsögninni. Strákurinn er yfirlýstur stuðningsmaður Man. United og hefur hugsað sé að vera það áfram.

liverpool_logo_762307.jpgÞetta virðist vera eina sjáanlega leiðin sem UTD getur gert til að vinna bug á góðu gengi Liverpool, senda óvini í herbúðir andstæðingsins og vonast eftir skæruverkum. Ekki vinna þeir þetta frábæra lið á venjulegan og heiðvirtan hátt, það er á vellinum.

Ég er samt alveg samfærður um að þegar Guðlaugur mætir til Liverpool þá rennur upp fyrir honum á hverslags villigötum hann hefur verið að halda með UTD og Liverpool verður hans eina og sanna idol for rest off it.

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool kaupir Guðlaug af AGF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það svart maður

go_in_760661.jpgÞessi dagfarsprúði og frábæri leikmaður hefur látið hlutina fara duglega í skapið á sér sem gæti kostað hann fangelsi. Auðvitað á hann að sæta refsingu eins og aðrir ef hann er sekur um ofbeldi gagnvart öðrum einstaklingi.

Hvort maðurinn heitir Gerrard eða eitthvað annað á ekki að skipta nokkru máli, lög eru lög og þeim eiga allir að fara eftir. En sem aðdáandi Liverpool þá skal ég alveg viðurkenna það að mér líst ekkert á þetta ef drengaulinn verður dæmdur í djeilið. 

Loksins þegar maður var að verða hæfilega bjartsýnn á að raunverulegur möguleiki væri fyrir því að dollan yrði okkar í vor þá þarf einn af okkar albestu mönnum að skandilisera svona líka duglega ef rétt er. Fer formúlan ekki að byrja?

Góðar stundir.


mbl.is Gerrard gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað er Liverpool besta lið

                                                                                Englands í dag. Það væri stóreinkennilegt ef allir eru ekki sammála því....Cool

liverpool_logo_747335.jpg

                                                                                                Maður fyllist stolti að vera aðdáandi liðs númer eitt....Smile

Góðar stundir.


mbl.is Kinnear: Liverpool er besta liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hreinn unaður að horfa

á þetta frábæra lið spila. Svo það fari nú ekki framhjá neinum og valdi alls ekki misskilningi þá er ég að sjálfsögðu að tala um hið frábæra lið Liverpool...We're Number One

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool gjörsigraði Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sennilega stoltari en

gamli baráttujaxlinn Sammy Lee sem á sínum tíma sló rækilega í gegn með þessu frábæra liði. Við erum á toppnum og verðum það einnig í lok tímabilsins, um það eru engar deilur á þessu heimili enda hefur konan ekki hundsvit á fótbolta og báðar stelpurnar halda að sjálfsögðu með Liverpool....Wizard

Hvað gerir maður ekki fyrir konuna? Klukkan fimm mínútur í leik kemur þessi dúlla og bað mig um að skreppa með sér í Zik Zak og verðmerkja allt heila helvítis draslið sem er í boði í sjoppunni, það á jú að byrja útsala á leppunum á morgun....W00t

Segir maður nei við konuna þegar hún biður svona ljúflega um smá aðstoð? Nei ekki ég, en ég hefði samt frekar kosið að henni hefði dottið í hug að ryksuga eða biðja um aðstoð viða að brjóta saman þvott, skúra eða eitthvað annað viðvik á heimilinu.

Nei mín veit hvernig hún nær mér frá helgistundum sem þessum þegar frábærasta lið allra tíma sínir sínu bestu hliðar og beinlínis sendir þau skilaboð til andstæðings síns að best sé að hafa sig hægan annars fer enn verr en komið er...Halo

Að sjálfsögðu sett ég myndlykilinn á upptöku og dýrðarinnar skildi notið í botn þegar ég kæmi svo heim aftur. Með nýlagað kaffi og slatta af súkkulaði hallaði ég mér aftur í sófann með kvenlegri mýkt og nú skyldi helgistundarinnar notið í botn....Whistling

Þetta byrjað vel og strákurinn sveif um í algleymi enda staðan orðin 1 - 0 eftir tuttugu og eitthvað margar mínútur og yfirburðirnir algjörir. Skyndilega varð skjárinn svartur, ég brotlenti í sófanum og vaknaðu upp við vondan draum, það var ekki meira pláss á harða diskinum....Devil hann var fullur af einhverju jóla jóla jarmi sem verður örugglega endursýnt á næstu jólum...Shocking

Ég hef sagt það einhvern tímann áður að ég er húsbóndinn á heimilinu og tek upp á því annað slagið að taka sjálfstæðar ákvarðanir, fellihýsið er klárt fyrir utan og það gistir einhver þar...Cool 

Góðar stundir.


mbl.is Sammy Lee: Stoltur af liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já sæll og Gleðileg Jól

Hverjir eru á toppnum? Að sjálfsögðu er sigursælasta lið allra tíma á toppnum, og ef einhver man ekki hvað liðið heitir þá er mér sérlega hugljúft að upplýsa menn um að það er að sjálfsögðu Liverpool, nema hvað?

Kæru vinir ég óska ykkur Gleðilegra Jóla, verum góð hvert við annað, náungakærleikurinn kostar ekkert en getur gefið óendanlega mikið af sér.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Torres hugsanlega með í jólaleikjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar talað er um Anfield

þá dettur mér bara í hug jafntefli....Shocking Djö....... klúður og ekki orð um það meir. En einhverjir UTD aðdáendur brotlentu í gleðskapnum eftir jafntefli Liverpool, þeirra gaurar gerðu ekkert betur og rétt mörðu markalaust jafntefli í London...Woundering PIFF....Wink

Góðar stundir.

 


mbl.is Benítez vonsvikinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Risa tilboð í Torres í undirbúningi

fernando_torres_748234.jpgBreska blaðið Daily Mirror fullyrðir í dag að Manchester City sé að undirbúa 50 milljón punda tilboð í framherja Liverpool, Fernando Torres, í janúar.

Þvílíkt rugl strákurinn er ekki til sölu, er eitthvað erfitt að skilja það?

Góðar stundir.


Benítez getur verði sáttur

liverpool_logo_747335.jpgLiverpool endaði í efsta sætinu í sínum riðli og sigurinn í gærkvöldi aldrei í hættu. Vonandi góður fyrirboði þess sem framundan er. Ég er nánast handviss um að mínir menn ná alla leið í úrslitaleikinn og það verður ekki United eða Chelsea sem við spilum á móti þar, það verður Barcelona...Wink

Góðar stundir.


mbl.is Benítez ánægður með strákana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband