Benítez getur verði sáttur

liverpool_logo_747335.jpgLiverpool endaði í efsta sætinu í sínum riðli og sigurinn í gærkvöldi aldrei í hættu. Vonandi góður fyrirboði þess sem framundan er. Ég er nánast handviss um að mínir menn ná alla leið í úrslitaleikinn og það verður ekki United eða Chelsea sem við spilum á móti þar, það verður Barcelona...Wink

Góðar stundir.


mbl.is Benítez ánægður með strákana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Strákarnir"okkar" voru flottir í gær og nú verður gaman að sjá hvað gerist í framhaldinu, ég er ekki alveg jafnbjartsýnn og þú Hallgrímur með úrslitaleikinn en vona það besta. Keenó var ekkert í voða góðu skapi í gærkvöldi, skammaði allt og alla en sjálfsagt pirraður á markaþurðinni blessaður. Áfram Liverpool.... tótinn

Þórarinn M. Friðgeirsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú átt ekki að blogga fullur. Dómgreindarskortur.

Víðir Benediktsson, 10.12.2008 kl. 16:53

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta var skrifað eftir djúpar pælingar án aðstoðar kristalkúlunnar, enda er hún komin í ruslið og nánast verðlaus enda áttu vinir mínir, bakkabræður hlut í henni í gegnum Exista.... Ég tel mig svínheppinn að hafa afskrifað kúluna um daginn og hent henni, aldrei að vita nema ég hefði lent í veðköllum með kúluna góðu...

Þetta tel ég toppgreind, henda ruslinu áður en það veldur stórkostulegum skaða og álitshnekki á minni eigin síðu.... 

Hallgrímur Guðmundsson, 10.12.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég mundi ná í kúluna Halli, ég óttast um að þú verðir krafinn um auknar tryggingar þú hefur þegar gasprað því að þú hafir haft hana undir höndum og á meðann þú átt ekki réttann frænda á réttum stað er ekkert örugt.

Ég held nú eins og Víðir að menn sem tala svona eru fullir.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.12.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband