Feluleikurinn heldur áfram

og nú í boði stjórnvalda. Það verður að teljast í hæstalagi óeðlilegt að ríkisbankarnir skuli standa í vegi fyrir rannsókn á því sem búið er að gera og koma landinu nánast á hausinn.

Björgvin bankamálaráðherra getur ekki smurt þessu upp á samskiptaleysi við Seðlabankann. Er nema von að almenningur telji hvítþvott og gagnaeyðingar stundaðar myrkranna á milli í bönkunum?

Eru menn í alvörunni að bíða eftir allsherjar uppreisn með afleiðingum sem einungis þekkjast í fornum Íslendingasögum?

Góðar stundir.


mbl.is Fær ekki gögn um dótturfélög bankanna í Lúxemborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallgrímur.

Ertu til í að skrifa hér fyrir neðan hvað þú átt mikið inni á banka, í hvaða bönkum, hvað þú skuldar, hvar og hve mikið, okkur hinum til upplýsinga og þar með lýst yfir að þú teljir þína hagsmuni ekki yfir annarra hafinn?

Bankaleynd er til staðar hér eins og erlendis og því á þetta ekki að koma skattrannsóknarstjóra við frekar en öðrum.

Funi (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Er nokkuð vandamál lengur að fá allar upplýsingar sem menn vilja, hann er seldur öllum sem áhuga hafa það er öll leyndin sem við búum við en þegar kemur að ákveðnum hópi þá er skyndilega allt læst.

Það eru greinilega fleiri en ég á þessari skoðun sjá hér.  Höfum það á hreinu að þetta skiptir okkur öll máli og öll höfum við hagsmuna að gæta. Þér finnst kannski bara ofureðlilegt að ákveðnir gaukar geti grillað heilt samfélag, borið við bankaleynd og labbað brosandi frá öllu saman. 

Vonandi borðaðir þú ekki eitthvað skemmt í morgun sem kallar fram þessa afstöðu þína.

Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bankaleynd hefur ekkert með glæpi að gera. Auk þes sem fólki er skylt að gefa eignir sínar upp til skatts. Leiki grunur um lögbrot á verða rannsónarhagsmunir bankaskyldunni yfirsterkari. Funi. Skattayfirvöld geta kallað fram öll viðskipti þín við bankann ef þeim sýnist svo. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir sem eru að selja vinnu á svörtu vilja fá greitt í seðlum. Enginn rekjanleiki.

Víðir Benediktsson, 9.12.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband