Færsluflokkur: Formúla 1
fös. 22.5.2009
Robert Kubica, ertu galinn?
Það gleymir enginn Ferrari, ég endurtek ENGINN.
Góðar stundir.
Kubica: Fólk mun fljótt gleyma Ferrari" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 2.11.2008
Síðasta beygjan
Síðasta fokking helvítis beygja, hvernig var þetta hægt? Jæja þá er þetta tímabil á enda, ég og Massa verða að bíða eitt ár í viðbót...
Mig hefur lengi langað til að breyta um útlit á þessari síðu og læt það eftir mér núna. Þetta útlit verður prufað í óákveðinn tíma og sjálfsagt prufa ég eitthvað annað líka, það kemur í ljós.
Þar sem ég er ritstjóri og ábyrgðarmaður þessara síðu þá tók ég mér þann rétt að ritskoða og breyta þessari færslu frá upprunalegu útfærslu og henda henni í ruslið.
Þeir sem halda með Hamilton, til hamingju með titilinn þetta var spennandi allan tímann og ég er aumur í hausnum eftir að hafa hoppa aðeins og hátt miða við lofthæðina hjá mér í algleymi fagnaðar í örfáar sekúndur eftir að Massa kom í mark.
Núna sit ég með heilahristing og blaðra tóma dellu hér og liturinn í andlitinu á mér er svipaður og útlit síðunnar.
Góðar stundir.
Hamilton heimsmeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 1.11.2008
Þetta er ekki spurning um hvort, það er
nánast öruggt að Massa landar titlinum á morgun.
Góðar stundir.
Massa á ráspól í Sao Paulo og Hamilton fjórði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 31.10.2008
Felipe Massa verður
heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1 eru menn ekki almennt sammála því?
Góðar stundir.
Alonso fljótastur í Sao Paulo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 19.10.2008
Spanjólinn hljómar eins og Ingibjörg Sólrún
Þetta er sjálfsagt túlkað sem varnarsigur. Svei mér þá og ég sem hélt að spanjólinn væri sæmilega viti borinn, þar fauk það...
Góðar stundir.
Jafnar fjórða sæti við sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 11.10.2008
Þetta er svo augljóst
Massa er með meira bensín og keyrir þar af leiðandi lengra inn í keppnina en Hamilton hans skæðasti keppinautur... Ég hef enn staðfasta og tröllvaxna trú á því að Massa verði heimsmeistari. Sjáum hvað setur, ég er að verða svolítið spenntur eins og sjálfsagt margir aðrir.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Hamilton og McLaren með undirtökin í Fuji | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 28.9.2008
Ekki alveg minn dagur í Formúlunni
Þvílíkt klúður sem Massa lenti í og það verður að segjast alveg eins og er, svona á ekki að geta komið fyrir lið í þessum gæðaflokki. En hvað um það þá er þetta að ég held þriðja skiptið sem svona uppákoma verður hjá Ferrari. Að ekki hafi orðið stórslys þarna er ekki einhverju fagvinnubrögðum að þakka, æðri máttarvöl héldu verndarhendi yfir þessari atburðarrás.
Kimi Räikkönen hélt uppteknum hætti og fátt sem kom þar á óvart, enn einn veggurinn kysstur og árangurinn einungis fjáraustur í að mér finnst ofmetnasta ökumann formúlunnar frá upphafi staðreynd.
Ég náði ekki að horfa á keppnina til enda, ég þurfti frá að hverfa vegna fundar sem var töluvert mikilvægari en sjónvarpsgláp (segi frá því fljótlega) þannig að ég missti af síðustu 13 hringjunum. Ég held mig enn við það að Massa verði heimsmeistari.
Ég óska þeim til hamingju með sína menn sem komust á verðlaunapallinn. Það verður ekki annað sagt en þetta hafi verið ansi skrautlegt í það minnsta það sem ég sá.
Þetta gerist ekki oft, mynd af spanjólanum er á síðunni minni, ég er að mýkjast með árunum...
Verið góð hvert við annað, og mig líka ég þarf á því að halda...
Góðar stundir.
Räikkönen segir titilinn runninn sér úr greipum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 27.9.2008
Massa verður heimsmeistari
Það er ekki spurning að drengurinn klárar þetta með stæl og landar titlinum. Árangurinn í tímatökunni er að ég held forsmekkurinn að því sem koma skal.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Massa vann ráspól eftir spennandi keppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 23.9.2008
Þá liggur það ljóst fyrir
Hamilton var brotlegur og því réttilega sviptur sigrinum sem hann þvingaði fram með óíþróttalegri framkomu.
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
Hamilton tapaði áfrýjuninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 14.9.2008
Fiatinn alveg út á túni
og óhætt að segja að slátturinn hafi gengið brösuglega. Ég hef ekkert um þessa keppni að segja nema til hamingju Vettel.
Ps. Rækjan verður að sætta sig við að vera varadekk hjá Massa það sem eftir er af tímabilinu það er ljóst.
Góðar stundir.
Snilldarsigur hjá Vettel í erfiðri Monzabrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |