Færsluflokkur: Formúla 1

Mafíuforingi kosinn formaður samtaka!!!!

luca_di_montezemolo_forseta_ferrari_sem_formann_samtakanna.jpgÞetta hljómar sjálfsagt í höfðinu á mörgum. Hvernig svo sem menn og konur túlka þetta þá er ég sáttur við að Luca di Montezemolo , forseta Ferrari, hafi verið kosinn formaður samtakanna...Wink

Einhver verður að byrja og þá ekki tilvalið að maður sem ber höfuð og herðar yfir aðra í greininni sjái um startið...Cool Reynda hefði mér verið andskotans sama hver hefði verið kosinn, en er þetta samt ekki skemmtileg tilviljun?????W00t 

Góðar stundir.


mbl.is Samtök formúluliðanna formlega stofnuð í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strangheiðalegt lið Ferrari brosir bara

massa_a_fer_i_spa.jpgað svona smámálum, ekki veit ég hverju andstæðingar Ferrari áttu von á en það er deginum ljósara að liðið er strangheiðalegt og fylgir öllum lögum og reglum eins og um sunnudagaskóla drengi sé að ræða....Halo Ég hef eitthvað skrifað um þetta áður sjá hér...Wink

Eitthvað eru sumir ekkert ánægðir með hlutina sjá hér, ég kannast við gaurinn þetta er bara í nefinu á honum og hann jafnar sig fljótlega strákurinn trúi ég...Smile  Ég held að það sitji einhver gremja eftir í mönnum frá síðustu keppni...Shocking Þótt úrskurður dómarana hafi ekki verið McLaren mönnum að skapi finnst mér frekar langsótt að gera Ferrari ábyrgt fyrir ákvörðunum sem teknar eru af hlutlausum aðilum...Woundering

Ég veit ekki með ykkur en ég tek sérstaklega eftir því hvað bíllinn á myndinni er áberandi fallegur, já svei mér þá það er greinilega og án nokkurs vafa meistaralúkk á dýrðinni....Cool

Góðar stundir.

 


mbl.is Mótor Massa fær grænt ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru engin takmörk á heimskunni ?

pafinn.jpgÉg er samfærður um eitt, það er auðveldara að fá Páfann til að koma nakinn fram...W00t

Að láta sér detta það til hugar að undirskriftalisti hafi áhrif á FIA,Shocking ég ætti kannski að hringja svona rétt sem snöggvast í Dabba seðlabankastjóra og segja honum að hann hafi gert smávægileg mistök í efnahagsstjórn landsins, hann hlustar örugglega á það og leiðréttir þetta í einum hvelli, er það ekki???W00t

Góðar stundir.


mbl.is Skorað á FIA að breyta refsingu Hamiltons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píslavottar eigin verka ???

Úr fréttinni " Hefði keppnisstjórnin hins vegar látið í ljós einhverjar efasemdir varðandi pislavottar.jpgframferði Lewis þá hefðum við skipað honum að hleypa Kimi öðru sinni fram úr sagði Whitmarsh"  Sjor og allir eiga að trúa þessu!

Ég heiti Guðmundur Hallgrímsson og er bara 22 ára !!!!!! Trúið þið því ekki líka?

Þvílíkt andskotans rugl sem þetta er að verða. Geta menn ekki tekið hlutunum eins og fullþroskaðir einstaklingar og einbeitt sér að því að gera betur í næstu keppni? Ferrari eru píslavottar voðaverka McLaren, McLaren eru píslavottar ímyndaðra valda Ferrari og hvað, er FIA þá píslavottar mútuþægra dómara? Þetta er ekki að verða fyndið hatrið á milli þessara liða, sem í leiðinn varpar dökkum skugga á annars þrælgóða íþróttagrein.Shocking

Er ekki Rallíkeppnir í Færeyjum, það er best að gúggla það eins og boltann?W00t

Góðar stundir.


mbl.is FIA tjáði McLaren tvisvar að Hamilton hafi farið rétt að
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað væri glapræði

massa_t_v_a_ver_launapalli_i_spa.jpgEf Ferrari liðið ætlar sér í alvöru að berjast um titil ökuþóra þá er það eina sem er í stöðunni að Finnski hrakvallabálkurinn reyni að aðstoða við það með stuðningi við Massa. Eitthvað segir mér nú samt að veggjakossa æðið sem heltekið hefur Finnann muni eitthvað há þessum áætlunum Ferrari manna.

Titillinn á myndinni er ótrúlegur, fer það eitthvað á milli mála hvor er hvað?W00t

Góðar stundir.


mbl.is „Massa númer 1 hjá Ferrari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum er ekki sama hvert Spanjólinn fer?

spanjolinn_665073.jpgÍ það minnsta væri mér slétt sama þótt Spanjólinn hætti í Formúlunni og snéri sér að tómataræktun.Wink Ég nefnilega ét ekki þann viðbjóð, hæfilega niðursneitt kjöt er venjulega á mínu brauði...Happy

Góðar stundir.


mbl.is BMW sagt hafa ráðið Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grautfúlir McLaren menn áforma að áfrýja

tveir_thokkalegir.jpglævísum brögðum Hamilton..Shocking Hvernig væri bara að sætta sig við að þeir hefðu aldrei komist löglega framúr rauðu dásemdinni en ég vil endilega kalla Ferrari bílana því nafni.Smile Kovalainen undirstrikaði hversu öflugar McLaren dósirnar eru þegar löglega er ekið...W00t

Massa ók skinsamlega og uppskar eftir því...Wizard Ég stend enn við það að Massa er langlíklegastur til að verða heimsmeistari.Cool

En svona til öryggis þá stend ég enn við hamingjuóskir til McLaren manna úr fyrri færslu ef þetta breytist aftur...Smile

Góðar stundir.


mbl.is McLaren áfrýjar ákvörðun dómaranna í Spa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úrslitin hleyptu öllu upp í loft

á þessu heimili.W00t Það kom mér svo sem ekkert á óvart að rækja skyldi sjá sig nauðbeygðan til að kyssa vegg.Wink (Ég vel frekar konuna þótt nóg sé að veggjum hérna)InLove  Til lukku McLaren aðdáendur Hamilton var vel að sigrinum kominn.

Góðar stundir.


mbl.is Rigningin í lokin hleypti öllu í loft upp í Spa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fjárinn, ég sem var algjörlega

hamilton_663277.jpghandviss um að minn maður tæki þetta í dag. En ég hugga mig við að þetta sé væntanlega lævís leikur Massa og morgundagurinn færi okkur, (mér og Massa)..Wink enn einn sigurinn í safnið...Wizard Hvað rækjuna varðar þá nenni ég ekkert að tala um hann, en ljóst má vera að drengurinn er í alvarlegri krísu og fyrir Ferrari liðið er það bagalegt ástand þegar horft er til baráttu bílasmiða um titilinn.Woundering

es. það geta reyndar enn þá gerst kraftaverk, þau hafa gerst áður og geta gerst aftur...Wink Eða eins og einhver sagði, það sem hefur aldrei gerst, getur svo sannarlega gerst aftur...Woundering (Þvílíkur flækingur á tungu þessa vitrings sem aulaði þessu út úr sér)W00t

Góðar stundir.


mbl.is Hamilton vann fyrsta einvígið við Massa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er bara að setja sig í

massa_a_leita_662615.jpgstellingar og réttan gír fyrir tímatökuna á morgun. Massa lofar góðu og vonandi heldur hann svona áfram og tekur ráspólinn...Wizard Sjáum til ég hef bullandi trú á því að hann taki þetta strákurinn...Wink

Góðar stundir.


mbl.is Massa drottnar á morgunæfingunni í Spa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband