Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
lau. 23.2.2008
Hvenær hefur Hafró tekið mark á öðrum en sjálfum sér?
Telur að loðnutorfan hafi verið 240 þúsund tonn
Jón, sem hefur meira en 30 ára reynslu af loðnuveiðum, hefur reiknað magn loðnunnar í torfunni en hann áætlar að í þessari einu torfu hafi verið tæplega 240 þúsund tonn. Útreikningana má sjá HÉR
Tilvitnun í fréttina líkur:
Ekki ætla ég að rengja þessa útreikninga hjá Jóni Eyfjörð, hann kemst væntanlega að því eins og margir aðrir að Hafró tekur ekkert mark á þessu frekar en öðru sem lagt er fyrir þessa stofnun. Svo merkilegt sem það má vera er Hafró föst í eigin dellu og hugmyndafræði, allt sem aðrir segja, reikna út eða mæla með er stórhættulegt og nánast árás á lífríkið og fiskistofnana að mati stofnunninnar og á bara hreint ekki að framkvæma svona. Heldur á að nota þeirra aðferð.
Hafró slær því stöðugt fyrir sig að fara verði varlega, sýna ábyrgð og vinna faglega, og það hafi þeir gert í gegnum tíðina. Ég kalla eftir því sem stofnunin nefnir ábyrgð og fagleg vinnubrögð. Þegar skipstjórar koma með ábendinga til Hafró, sama hvort talað er um botnfisk eða uppsjávarfisk þá vita þeir þetta allt saman, við erum búnir að mæla þetta, við vitum þetta, þetta er í dagbókinni okkar. Hver kannast ekki við þessi orð frá Hafró?
Mikill er máttur menntunarinnar og afkastageta drullupunga ( skipa ) Hafró. Það liggur ljóst fyrir að aðferðarfræði Hafró er á villigötum og ber að taka á því með ábyrgð, sem sagt stjórn og yfirstjórn Hafró segi af sér.
lau. 23.2.2008
Hafró í hefðbundnum mælingum.
Þessa frétt las ég á Sudurlandid.is/Eyjafrettir "Meðan loðnuveiðibæjum blæðir: | |||||
Hafrannsóknarskipin bundin við bryggju í Reykjavík | |||||
- þremur tímum eftir loðnuveiðibann | |||||
Loðnuveiðibann tók gildi á hádegi í dag. Loðnustofninn mældist ekki nægilega stór til að hægt væri að mæla með veiði, segir Hafrannsóknarstofnun. Það er mikið í húfi, bæði fyrir landið allt, en ekki hvað síst fyrir þau byggðarlög sem mikið eiga undir loðnuveiði - og það fólk, sem við veiði og vinnslu loðnunnar starfa. Maður skyldi því ætla að hafrannsóknarskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson væru á miðunum - við leit og mælingar.
Það er nú öðru nær. Í dag kl. 15.30 var þessi mynd tekin af báðum hafrannsóknarskipunum bundnum við bryggju í Reykjavík. Ótrúlegt er að þau mæli mikla loðnu í höfninni þar??? Athugið, dagsetningin á myndinni er röng, myndin var sannarlega tekin 21. febrúar, en ekki 20. eins og dagsetning myndavélarinnar var stillt á" Djöfullinn hafi það þeir hjá Hafró hljóta að vera búnir að mæla þessar andsk..... bryggjur nægilega vel, hvernig væri að fara að drullast á sjó og mæla eitthvað þar svona til tilbreytingar? |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 22.2.2008
Hver treystir sér til að spá um hvað...

fös. 22.2.2008
Það er nefnilega það!!!

![]() |
Allir fiskistofnar í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 22.2.2008
Er Össur Skarphéðinsson að sprengja stjórnina?
"Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra biðjist afsökunar á skrifum sínum um Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa.
Á heimasíðu sinni skrifaði Össur harðorða grein um Gísla undir fyrirsögninni Sjálfseyðing ungstirnis". Í þættinum Ísland í dag krafðist Sigurður Kári þess að Össur bæðist afsökunar"
Það virðist vera eitthvað grunnt á því góða milli stjórnarflokkanna.
fim. 21.2.2008
Bæjarstjóra Vestmannaeyja ætti

![]() |
Stjórnvöld grípi til aðgerða tafarlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 21.2.2008
Ábyrg stefna?
Enn og aftur kemur í ljós og er undirstrikað hvað við stundum ábyrga fiskveiðistjórnun. Það er allt framkvæmt eftir nákvæmum útreikningum Hafrannsóknarstofnunnar. Árangurinn lætur ekki að sér hæða, niðurskurður nánast frá upphafi í þorskveiðum og er nú svo komið að þær veiðar sem leyfðar eru á þorski eru ekki framkvæmilegar ef veiða á útgefið aflamark á öðrum tegundum sem leyft er að veiða.
Halda menn virkilega að þorskurinn hætti að bíta á króka, eða steinhætti að koma í troll og net bara af því að Hafró segi að það megi ekki veiða hann. Einfeldnin er að manni virðist algjör, Fiskistofa og Hafró keppast um að segja frá því hvað þetta gengur vel fyrir sig. Ýsu aflinn er skyndilega orðinn í meirihluta, meiri heldur en þegar veiðar á þorski voru rýmri heldur en er á þessu fiskveiðiári. Hvað breyttist í tækninni? Að mínu mati og reynslu breyttist ekki neitt, brottkast á þorski hefur einfaldlega aldrei verið meira það er það sem skýrir þetta, svo einfalt er það.
Nú horfum við upp á að búið er að banna loðnuveiðar. Hefur ekki verið farið eftir ráðleggingum Hafró í hvívetna við loðnuveiðar? Er ekki kominn tími til að aðferðarfræðin verði tekin til gagngerra endurskoðunar? Það skyldi þó ekki vera að það sé rétt sem við skipstjórarnir höfum haldið fram að stærð þorskstofnsins sé mikið stærri en Hafró reiknar út? Þorskurinn át upp rækjuna, nú fá menn það í andlitið eftir margra ára ábyrga stjórnun að þorskurinn með dyggri aðstoð Hvalanna hafa étið svo hressilega mikið af loðnunni sem meðal annars átti að skila sér í miklu magni til veiða á þessari vertíð að lokað er fyrir veiðar.
Það þíðir ekkert að berja hausunum lengur við stein, ef menn í alvöru telja sig vera að stunda hlutina af ábyrgð þá þarf að taka allt saman og stokka það upp. Það er löngu ljóst að aðferðarfræðin eins og hún er í dag er að ganga að þessu öllu dauðu.
Góðar stundir.
![]() |
Veiðum hætt á hádegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
mán. 18.2.2008
Yfirlýsing!!!
Þessi samtök koma til með að berjast fyrir sjálfsögðum rétti okkar sem er, að nýta auðlindirnar sem eru við bæjardyrnar hjá okkur án þess að þurfa að borga fyrir það gríðarlega fjármuni.
Allar skoðanakannanir benda til þess að um 80% þjóðarinnar er á móti kvótakerfinu, gott fólk nú er tækifærið að láta til sín taka. Ég skora á almenning í landinu að ganga til liðs við okkur sem stuðningsfélagar, þannig náum við árangri látum raddirnar heyrast við látum ekki bjóða okkur þetta óréttlæti lengur.
Þeir sem vilja ganga til liðs við okkur og einnig þeir sem vilja gerast stuðningsfélagar geta sent mér upplýsinga um sig, svo sem fullt nafn, heimili, kennitala, póstfang og sími á póstfangið mitt sem er ringsted@simnet.is
Góðar stundir.
Hallgrímur Guðmundsson. Formaður
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.2.2008 kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
sun. 17.2.2008
Þá hefst slagurinn gott fólk.
Framtíð - samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi (FSSS) var stofnað sunnudaginn 17. febrúar á Hótel Kea Akureyri.
Stjórn samtakanna skipa.
Hallgrímur Guðmundsson Formaður. Akureyri
Gísli Guðjón Ólafsson Varaformaður. Reykjanesbær
Huld S. Ringsted Gjaldkeri Akureyri
Emil Thorarensen. Eskifirði
Jóhann Kristjánsson. Bolungarvík
Varamenn í stjórn.
Sigurjón Herbertsson. Dalvík
Páll Guðmundur Ásgeirsson. Bolungarvík
Tilgangur félagsins er
a) að vinna að sameiginlegum hagsmuna málum félagsmanna á öllum sviðum.
b) að tryggja að að eðlilegar samkeppni- og jafnræðisreglur séu virtar í sjósókn á Íslandi.
c) að mannréttindi skv. stjórnarskrá Íslands og rétturinn til að veiða séu virt í hvívetna.
d) að vinna ötullega að víðsýnni og opinni umræðu um breytta og árangursríka fiskveiðistjórn.
e) að vera málsvari félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og stjórnvaldsaðgerðum er lúta að sjósókn og fiskveiðum, m.a. semja umsagnir um lagafrumvörp og skipa fulltrúa í nefndir og ráð sem fjalla um hagsmuni félagsmanna.
Það er mikil þörf á að stofna félagið þar sem starfandi hagsmunasamtök þjóna einungis afar þröngum hópi.Almenningi er gjörsamlega misboðið braskið og hvernig kvótakerfið hefur leikið byggðir landsins og sært réttlætiskennd þjóðarinnar. Það er ljóst að framundan þarf að fara í umfangsmiklar breytingar á kvótakerfinu eftir að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna kom fram og félagið mun beita sér fyrir að réttlátar og sanngjarnar breytingar nái fram að ganga.
Góðar stundir.Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.2.2008 kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
sun. 17.2.2008
Framtíð í sjávarútvegi.
