Yfirlýsing!!!

Framtíð - samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi vil koma eftirfarandi á framfæri.

Þessi samtök koma til með að berjast fyrir sjálfsögðum rétti okkar sem er, að nýta auðlindirnar sem eru við bæjardyrnar hjá okkur án þess að þurfa að borga fyrir það gríðarlega fjármuni.

Allar skoðanakannanir benda til þess að um 80% þjóðarinnar er á móti kvótakerfinu, gott fólk nú er tækifærið að láta til sín taka. Ég skora á almenning í landinu að ganga til liðs við okkur sem stuðningsfélagar, þannig náum við árangri látum raddirnar heyrast við látum ekki bjóða okkur þetta óréttlæti lengur.

Þeir sem vilja ganga til liðs við okkur og einnig þeir sem vilja gerast stuðningsfélagar geta sent mér upplýsinga um sig, svo sem fullt nafn, heimili, kennitala, póstfang og sími á póstfangið mitt sem er ringsted@simnet.is 

Góðar stundir.

Hallgrímur Guðmundsson. Formaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir Gréta, nú er bara að bretta upp ermar og láta verkin tala.

Hallgrímur Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Halla Rut

Til hamingju með félagið. Ég styð ykkur 100% og hlakka til að sjá hvað kemur út úr þessu.

Eruð þið ekki öll í Frjálslynda Flokknum?  

Halla Rut , 22.2.2008 kl. 14:07

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæl Halla, Þessi samtök eru ekki pólitískt þau eru stofnuð af fólki sem kemur úr hinum ýmsu áttum og flokkum. Við erum að berjast fyrir mannréttindum, jafnræði og eðlilegri samkeppni. Þannig að það er aldrei hægt að kenna þessi samtök við ákveðinn stjórnmálaflokk. Takk fyrir stuðninginn. Kv Halli.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Halla Rut

Ég styð ykkur en hvað ætli þið að gera? Á meðan mennirnir eru kosnir á þing sem halda þessu gangandi þá mun ekkert breytast.

Halla Rut , 22.2.2008 kl. 15:34

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það munu koma frá okkur tillögur og áskoranir fljótlega eftir helgi, það mun ekki fara fram hjá neinum í þessu landi svo mikið er víst.

Hallgrímur Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband