Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
þri. 6.5.2008
Skagamenn píslavottar fantaskapar
besta fiskveiðistjórnunarkerfis í heimi. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness sakar HB Granda um fantaskap, fantaskapurinn sem Vilhjálmur talar um er því miður útbreiddur um allt Ísland. Þau eru ekki ófá sjávarþorpin sem orðið hafa fyrir barðinu á því sem ég vil kalla skrímsli græðisstefnunnar (kvótans). Stefna Íslendinga í sjávarútvegi er því miður farin að snúast um eitthvað allt annað en það sem í upphafi var lagt á stað með.
Óábyrg stefna stjórnvalda undangenginna ára hefur komið sjávarútveginum á Íslandi út í horn með gengdarlausri skuldasöfnun sem vandséð er hvernig verður borguð. Allt tal um hagkvæman, arðsaman, ábyrgan og sjálfbæran sjávarútveg eru orð sem eiga kannski við í einhverju öðru landi, það er einungis hræsni af sverustu sort að viðhafa þau orð um sjávarútveginn á Íslandi.
Hvernig sem á því stendur þá þegja bæjar og sveitastjórnir þunnu hljóði um álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna þar sem kótakerfið er dæmt í ruslið, verkalýðsfélögin í landinu steinhalda kjafti um þetta líka og eru þarf af leiðandi bullandi meðvirk vitleysunni. Meðan enginn segir neitt heldur þetta svona áfram og á eftir að verða margfalt verra en er í dag. Margir spyrja sig sjálfsagt núna, hvernig er það hægt? Því er einfalt að svara, það eru ennþá til einyrkjar í útgerð og vinnslu og nokkur þorp eru ennþá á lífi.
Það er ekkert langt þangað til að þessir einyrkjar verða gleyptir að græðgistefnunni og viðurværi fólksins sem enn hefur eitthvað smáræði fyrir sig og sína í þorpunum verður innleyst af sömu stefnu. Því miður er þetta ekki bara svartsýnishjal höfundar, þetta eru blákaldar staðreyndir.
Er verkalýðsforustan virkilega eins handónýt og ég skrifaði um á baráttudegi verkalýðsins 1 Maí. Ég held að það sé kominn tími á að þessi svokallaða verkalýðsforusta fari að snúa sér að því að verja rétt félagsmanna sinna af einhverri alvöru. Fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða er ekki bara uppá punt, hún er forsendan fyrir því að atvinna á landsbyggðinni skuli vera tryggð. Samt sem áður er verið að stúta hverju byggðarlaginu á eftir öðru og verkalýðsforustan steinheldur kjafti um þau mannréttindabrot sem framin eru á félagsmönnum sínum.
Eru Íslendingar virkilega svona miklir aumingjar að það er hægt að meðhöndla lýðinn á hvaða hátt sem er? Dugar það kengbeygðum atvinnulausum lýðnum að fá frítt kaffi á tyllidögum og hlusta á fagurgalann flytja ræðu sem einhver annar samdi fyrir hann. Ég nánast staðhæfi að þeir fagurgalar sem ræðurnar flytja fyrir lýðinn á tyllidögum skilji ekkert í því sem þeir eru að tala um (enda ekki samið af þeim sjálfum). Í það minnsta eru verk þeirra til skammar og nægir að telja til laun hins almenna verkamanns og atvinuöryggi fólksins, sem meira að segja er bundið í lög.
![]() |
Sakar HB Granda um fantaskap |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 5.5.2008
Það er ekki hægt að láta þetta
mál í friði. Í það minnsta get ég ekki á mér heilum tekið ef ég held ekki áfram að vekja máls á þessu. Einar K. Guðfinnsson opinberar svo hroðalega afstöðu sína til mannréttinda og álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna að meiri segja Kastró hefði roðnað. Sjá hér.
Margir hafa hrokkið til og sagt nákvæmlega það sama og Einar K. sem mér finnst þá á sama hátt lýsa þeirra eigin þönkum til mannréttinda og mismununar. Það er nú einu sinni svo að þetta álit nefndarinnar hefur verið tekið og þítt yfir á Íslensku að löggiltum skjalaþýðendum og fer það ekkert á milli mála hvað er verið að tala um. Afbökun á túlkun þessa álits er þar af leiðandi ekki til staðar lengur. Hvernig sem á því stendur þá eru samt enn til einstaklingar sem vilja meina eitthvað allt annað og er ráðherra þar í fararbroddi.
Ég skora á þá sem þetta lesa að lesa vandlega þetta skjal. Þetta er alveg skýrt að mínu mati og ekkert hægt að afbaka neitt frekar. Síðan er einkar athyglivert að lesa þetta
skjal og þá kemur það afdráttaraust í ljós að Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin að því að fara eftir og hlíta úrskurðum mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Annað er að mínu mati aðför gegn mannréttindum þegna þessa lands og ber að meðhöndla sem sakamál, eða er ekki svo?
Góðar stundir.
mán. 5.5.2008
Ég spái því


![]() |
Glitnir spáir frekari stýrivaxtahækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 5.5.2008
Hættan úr austri Rússarnir koma.
Hvaða sjónarspil er í gangi, er raunveruleg hætta af þessu flugi Rússa? Er stjórnarbatteríið að missa sig endanlega? Her skal settur upp á Íslandi til að berja á hundóánægðum landanum, herþotur skulu fengnar til að fylgjast með öllu sem nálgast landið úr lofti. Hvað er svona hættulegt? Eða gengur bara ekki nógu hratt fyrir sig óstjórnlegur eyðsluhamagangur stjórnvalda að bæta þurfi svona við herlegheitin?
Engar skýringar að mig minnir hafa komið fram hver raunveruleg hætta stafar að æfingarflugi Rússa. Eða erum við að feta fótspor Normanna með yfirgangi á Norðurslóðum? Væri ekki ódýrara fyrir okkur að fá kolóðar löggur til þess að hræða Rússana í gegnum talstöð, öskra mætti til dæmis GAS, GAS, GAS í talstöðina?
![]() |
Frönsku herþoturnar lenda um 11 leytið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 4.5.2008
Nú hvað er í gangi þarna?


![]() |
Sissener stefnir Kaupþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 3.5.2008
Þurfum við Íslenskur almenningur ekki
stjórnarskrá sem ver okkur í alvörunni fyrir þessum hópi sem á þessari mynd er og kallast ríkisstjórn.
Hóp sem rænir almenning aðgangi að sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar og viðurværi sínu til sómasamlegs lífs í sínum heimabæjum.
Allt í þágu einkavinavæðingar græðginnar.
Stjórnarskrá sem gerir þennan hóp ábyrgan fyrir afglöpum sínum.
![]() |
Þarf að breyta stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 3.5.2008
Ætli Guðni skilji
sjálfur hvað hann var að telja upp. Mér er það alveg til efa að halda hvað þá heldur trúa því. Miklu líklegra hefur einhver úr öðrum flokki skrifað þetta upp fyrir bóndann eða hann fundið þennan blaðsnepil sem þessi viska stóð á. Við skulum ekki gleyma því að Framsókn sat í ríkisstjórn í áraraðir og gleymdi alveg hlutverki sínu á tímum uppgangs að sína aðhald í ríkisrekstri og geyma til mögru áranna. Ára sem við erum einmitt að sigla á hraðferð inn í.
Nei bóndinn hann Guðni sló á öll viðvörunarorð eins og samstarfsflokkurinn í þeirri stjórn og hélt því statt og stöðugt fram að mjúk lendin væri framundan, jafnvægið og stöðugleikinn einstakur og ekkert að óttast. Ragnar Reykás hvað? Eða er heilnæma sveitaloftið ekki betra en þetta?
![]() |
Guðni: Það er runnin upp ögurstund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 3.5.2008
Einn furðufuglinn í viðbót


![]() |
Annálaður furðufugl orðinn borgarstjóri Lundúna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 3.5.2008
Auðvitað Jóhann hafið þið

verið á hárréttri leið í ykkar hugarheimi. Það skýrir góðan árangur ykkar í ráðgjöf og uppbyggingar aðferðum undangengin ár eða hvað? Er það samt ekki staðreynd málsins að þegar farið var að elta þessa ráðgjöf Hafró þá fyrst fór allt að hallast á hliðina? Sóknin í dag er smáræði miða við hvernig hún var, um það verður ekki deilt. Einungis örfá skip stunda til dæmis netaveiðar á vertíðinni. Vertíðarflotinn er nánast horfinn út úr skipastólnum. Litlu trollpungarnir eru horfnir. Sóknarmynstrið hefur gjörbreyst og er margfalt minni sóknarþungi á miðunum miða við það sem áður var.
Samt sem áður ganga tillögur Hafró um verndun og aftur verndun með uppbyggingu að leiðarljósi ekki upp. Hvernig í ósköpunum stóð á því að á þeim árum þegar Bretinn og fleiri stunduðu hér veiðar ásamt Íslendingum að stofninn hreinlega kláraðist ekki? Var þá ekki einfaldlega verið að grisja hæfilega úr stofninum þannig að hann viðhélt styrk sínum með að sjálfsögðu sínum náttúrulegu sveiflum? Og hefði sjálfsagt mátt grisja meira.
Nú til dæmis er veitt langt umfram vísindalegar ráðleggingar í Barentshafi og hvað gerist? Þar styrkist stofninn og að sjálfsögðu eru náttúrulegar sveiflur þar eins og annarstaðar. Veit einhver til dæmis hvað Rússar veiða nákvæmlega mikið? Ég held ekki og heldur er ekki vitað hvað veitt er nákvæmlega mikið á nyrstu svæðum Noregs. Eitt er þó víst að það er mikið meira en ráðgjöfin segir til um.
Að láta sér detta það til hugar og bjóða almenningi upp á aðra ein þvælu og ráðgjöf Hafró er, lýsir meira hversu öflug dýra og náttúruverndarsamtök hafa hreiðrað um sig á þessari stofnun. Mælingar sem framkvæmdar eru á 5 skipum á afar takmörkuðu svæði á mjög stuttum tíma segir sitt um nákvæmni og áræðaleika vísindanna. Mér er það til efa að halda það að svæðið sem rannsakað er nái því að vera 0,20% af útbreiðslusvæði þorsksins, þrátt fyrir að eins og Hafró segir efldi togararallið til mun. Til muna halló það var bætt við 50 togum.
Hvar hefur það gengið upp að elta ráðgjöf við uppbyggingu þegar notuð eru vísindi sem byggjast á fálmkenndum rannsóknum og stærðfræði?
![]() |
Í samræmi við ráðgjöf Hafró |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 3.5.2008
Upplýsingaskylda gagnvart almenningi.
Hver hefur þeirri skyldu að gegna að upplýsa almenning um hver andskotin er að gerast á opinn hreinskilinn og heiðarlegan hátt? Hvert fyrirtækið á fætur öðru flýr með skottið á milli lappanna af markaði. Önnur reyna að selja það sem hægt er. Bankarnir í aðförum að fyrirtækjum og almenningi. Einnig virðist allt vera að frosna í þjóðfélaginu, húsnæðismarkaðurinn, hlutabréfamarkaðurinn, sjávarútvegurinn, bankakerfið, vaxandi atvinnuleysi, kaupmátturinn farin til feðra sinna, verðbólgan á hraðferð, vextir í glæpsamlegum hæðum, vaxandi órói hjá hinu opinbera, almenningur á barmi uppreisnar og svona er hægt að telja upp eins lengi og mann langar.
Stjórnvöld láta sem ekkert sé á meðan Seðlabankinn spáir verðhruni á eignum landsmanna. Vísindaelítan á Hafró gengur sjálfala í hryðjuverkastarfsemi gagnvart fiskistofnum og efnahag þjóðarinnar. Ríkisstjórnin á eilífðarflakki í vinsældaratkvæðasöfnun fyrir snobbið eitt og sér. Á meðan horfir almenningur á vonlausa stöðu framtíðarinnar og afkomenda sinna.
Hefur í alvörunni enginn hugrekki í að stíga fram og segja fólki satt og rétt frá? Er eina lausnin að kalla enn og aftur eftir þjóðarsátt og við borgum fyrir misheppnaða einkavinavæðingu bankanna og þeirra óráðsíu sem þar hefur verið framkvæmd? Svo ekki sé talað um algjörlega misheppnaða efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar bæði núverandi og fyrri stjórn. Sem reyndar hugmyndsmiðurinn Davíð nokkur Oddsson gagnrýndi svo glæsilega á upphafsdögum sínum sem Seðlabankastjóri.
Héldu menn í alvöru að það væri innistæða fyrir öllum A4 blaðsneplunum með fínu nöfnunum á og kallast hlutabréf. Mér vitanlega þá þarf í upphafi að vera til raunverulegt fjármagn svo hægt sé að ávaxta það án mikillar áhættu. Og raunverulegt fjármagn verður ekki til bara á því einu að tvenn eða fleiri jakkaföt blaðri það til. Það er því miður ekki gömul og úrelt þjóðsaga að það þurfi í alvörunni að framleiða eitthvað til að búa til raunverulegt fjármagn.
Góðar stundir.
![]() |
Velta með hlutabréf dregst saman um 40% milli ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |