Það er ekki hægt að láta þetta

mál í friði. Í það minnsta get ég ekki á mér heilum tekið ef ég held ekki áfram að vekja máls á þessu.Einar K Einar K. Guðfinnsson opinberar svo hroðalega afstöðu sína til mannréttinda og álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna að meiri segja Kastró hefði roðnað. Sjá hér.

Margir hafa hrokkið til og sagt nákvæmlega það sama og Einar K. sem mér finnst þá á sama hátt lýsa þeirra eigin þönkum til mannréttinda og mismununar. Það er nú einu sinni svo að þetta álit nefndarinnar hefur verið tekið og þítt yfir á Íslensku að löggiltum skjalaþýðendum og fer það ekkert á milli mála hvað er verið að tala um. Afbökun á túlkun þessa álits er þar af leiðandi ekki til staðar lengur. Hvernig sem á því stendur þá eru samt enn til einstaklingar sem vilja meina eitthvað allt annað og er ráðherra þar í fararbroddi. 

Ég skora á þá sem þetta lesa að lesa vandlega þetta  pdf  skjal. Þetta er alveg skýrt að mínu mati og ekkert hægt að afbaka neitt frekar. Síðan er einkar athyglivert að lesa þetta  doc  skjal og þá kemur það afdráttaraust í ljós að Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin að því að fara eftir og hlíta úrskurðum mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna. Annað er að mínu mati aðför gegn mannréttindum þegna þessa lands og ber að meðhöndla sem sakamál, eða er ekki svo?

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband