Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
þri. 12.8.2008
Sægreifinn sem slökkti ljósið og hvarf
Enn og aftur skrifar Dv.is um sægreifana og hvernig farið er með sameign þjóðarinnar, lífæðar byggðarfélaganna á landsbyggðinni. Eitt vantar þó í þessa upprifjun um Hinrik og Flateyri. Kambur fékk úthlutað á sínum tíma byggðarkvóta (sérstaka úthlutun) til þess meðal annars að hjálpa þeim á stað í uppbyggingu Kambs, mig minnir að þetta hafi verið 300 til 350 tonn af þorski.
Á einhvern dularfullan hátt varð þetta steinþegjandi og hljóðalaust að eignarkvóta þeirra Kambsmanna og var þar af leiðandi í pakkanum sem Kambur seldi í fyrra. Hvernig þessa sértæka úthlutun gat orðið að eign þeirra er eitthvað sem mætti skoða betur. Ég hefði haldið að þessi sértæka úthlutun (kvóti) hefði eðli málsins samkvæmt átt að bíða þeirra sem vildu taka við og halda uppi starfsemi á Flateyri.
En að sjálfsögðu var ekki boðið upp á slíkar dýrðir og munað, menn verða að vera í réttum flokki og með réttar upplýsinga til þess að upplifa dýrðina. Um skrif Dv má svo lesa hér og nefnist einfaldlega Sægreifinn sem slökkti ljósið.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 12.8.2008
Undirbúningur hafinn að lokaskrefunum.
Á vísir.is kom þessi frétt og þarf svo sem ekkert að koma á óvart. Bankarnir eru komnir á bólakaf í drullusvaðið eftir geðsjúka stefnu í veðsetningum á sameign þjóðarinnar (aflaheimildum) Bankarnir bera langmesta ábyrgð á því hvernig verðþróunin á sameign þjóðarinnar (aflaheimildum) er háttað. Að halda því fram að framboð og eftirspurn hafi ráðið för er líklega glæpsamleg lygi.
Sama dag og menn fóru að versla með sameign þjóðarinnar byrjaði ballið, skuldirnar hafa aukist jafnt og þétt og nú síðustu ár hafa skuldirnar rokið upp sem aldrei fyrr. Allt tal um hagkvæmni, sjálfbærni og gríðarlega arðsemi er málflutningur sem stenst engin rök, nær væri að tala um alvarlega afneitun, þróunin á skuldum sjávarútvegsins frá árinu 1991 sanna það svo ekki verður um villst.
En aftur að fréttinni, hver skildi vera raunveruleg ástæða fyrir því að Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings sé það svo hugleikið að hækka kvótaþakið á fyrirtæki í sjávarútvegi? Það skildi þó aldrei vera að menn þar á bæ séu að vakna upp eftir partíið með hroðalega timburmenni og átta sig á því að skuldirnar sé aldrei hægt að borga?
Þá er ekki úr vegi að búa til MAX 10 fyrirtæki, á fagmáli kallast það bráð nauðsynleg sameining sem að sjálfsögðu bankarnir ákveða hverjir koma til með að "(eiga)" og stjórna. Því stjórnar enginn annar enda "telja þeir (bankarnir) sig eiga fiskinn skuldlaust í sjónum" Þessir svokölluðu "eigendur" sem fá að stjórna eru í raun þrælar bankanna og eru kúgaðir til hlýðni annars býður ískaldur klakinn sem tekur fagnandi við gróflega misnotuðum afturendanum á óstýrilátum þrælunum.
Að þessu markmiði hefur verið stefnt að leynt og ljóst frá upphafi með auðfenginni aðstoð Sjálfstæðismanna og um tíma Framsóknarmanna sem á einhvern dularfullan hátt komast upp með það að hygla auðvaldinu á kostnað hins venjulega borgar þessa lands. Öllu er flaggað til og engu eirt, heilu byggðarlögin eru lögð í rúst á þessari viðbjóðslegu leið sem er í boði stjórnvalda.
Ásgeir telur einnig að það séu engin rök fyrir því að erlendum fjárfestum sé haldið utan við sjávarútveginn, hagfræðileg rök fyrir þessum þankagangi Ásgeirs eru væntanlega að best sé að útlendingarnir borgi brúsann sem komin er að fótum fram eftir algjörlega misheppnaða tilraun bankanna í stjarnfræðilega biluðu Excel ævintýri sem aldrei, frá fyrsta degi gat gengið upp.
Það verður fróðlegt að sjá viðbrögð Samfylkingarinnar við þessum boðskap. Samfylkingin boðar fyrningarleið á kvótakerfinu. Sem einnig er galin hugmynd útaf fyrir sig, fyrningarleið á mannréttindabrotum er eitthvað sem engum siðmenntuðum þjóðum dettur til hugar að bjóða upp á.
Góðar stundir.
mán. 11.8.2008
Stofninn hruninn!!!!!
Hver man ekki eftir þessum fréttum? Sandsílisstofninn hruninn og ekkert nema svart framundan, svona ómuðu fréttir og tilkynningar frá Hafró og söngurinn byrjaði fyrir þremur árum síðan. Merkilegt verður að teljast hvernig þetta getur verið að gerast úr stofni sem var hruninn.
Er ekkert til hjá Hafró sem heitir að fiskurinn í sjónum hafi sporð og færi sig til eftir skilyrðum? Breytt skilyrði er ávísun á breytta hegðun íbúa hafsins, þetta er engin stjarneðlisfræði, í raun er þetta sáraeinföld líffræði og á einnig við um þá sem eru á þurru landi.
Góðar stundir.
![]() |
Meira finnst af eins árs síli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 11.8.2008
Glæsilegt eða er einhver reisn yfir þessu???
Frétt á visir.is
Þúsund tonn á þessu kvótaári
"Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa, sem er svonefndur hraðfiskibátur í stærri kantinum, hefur borið rúmlega þúsund tonn að landi á þessu kvótaári, sem er að ljúka. Aðeins þrír menn eru í áhöfn þannig að það lætur nærri að afli á hvern áhafnarmeðlim sé 350 tonn á tímabilinu. Vísi er ekki kunnugt um meiri bolfiskafla á sjómann hingað til og segja kunnugir að þetta kunni að vera heimsmet"
Sannarlega er þetta glæsilegt hjá strákunum á Bárð en ekki er allt gull sem glóir. Bárður SH fékk úthlutað 262 tonn af þorski á þessu kvótaári. Þessi mikli afli sem strákarnir á Bárð hafa landað er að langmestu leiti þorskur sem leiðir hugann að öðru heimsmeti.
Það segir sjálft að leigt hefur verið óhemjumagn af þorski á þessu fiskveiðiári á Bárð SH sem gerir þeim kleyft að veiða þetta magn, þá er það einsýnt að ef um heimsmet er að ræða í aflamagni á sjómann er að ræða, þá hafa þeir einnig sett glæsilegt heimsmet í þrælkun, LEIGUÞRÆLKUN.
Er það heimsmet sem allir eru stoltir af og ástæða þykir til að birta fréttir af í öllum fjölmiðlum? Er ekki frekar ástæða fyrir fjölmiðla að ræða þrælkunarhald, ofbeldi og mannréttindabrot sem Íslenskir sjómenn er beittir? Það væri meiri sómi af því frekar en svona algjör meðvirkni með hroðalegasta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 10.8.2008
Er komið að skuldadögunum?
Evrópureisan sem þeir prelátar Einar K og Jóhann Sigurjónsson fóru í fyrrasumar og boðuðu meðal
annars algjört hrun þorskstofnsins er heldur betur að skila sér. Ef ég man rétt þá var boðskapnum gerð rækileg skil einmitt í Sviss, og er svo einhver hissa?
Rökin sem Hafró notar fyrir arfabrjálæðri stefnu sinni birtist mönnum á endanum í hinum merkilegust myndum og gjörðum....
Eitthvað fer einkennilega lítið fyrir umræðunni um viðbrögð stórmarkaða og verslunarkeðja í Ameríku sem eru hver á fætur annarri að henda út Þorski og taka inn ódýrari afurðir...
Góðar stundir.
![]() |
Lokað á villtan þorsk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 8.8.2008
Hvernig má þetta vera?

![]() |
Eldsneyti hækkar í verði hjá N1 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
"Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er kokteilsboðastofnun. Hún hefur enginn áhrif lagalega eða bindandi. þetta er nefnd og þannig er allt sem kemur frá henni álit, svona svipað og álit frá seasheperd og greenpeace, ekki dómur".
"Ég ber þessa stofnun saman við WWF og Greenpeace vegna þess að það er líkt með þessum stofnunum að þær úrskurða ekki neitt. þær gefa sitt álit, álit sem hverjum og einum er frjálst að fara eftir ef hann svo kýs, ef ekki þá er hægt að henda því út í hafsauga".
Svo mörg voru þau orð. Hægt er að lesa nánar um skoðanir sjálfstæðismannsins í athugasemdum við þessa bloggfærslu hér.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 7.8.2008
Næsta verkefni Landhelgisgæslunnar
er væntanlega að færa alla báta til hafnar sem eru á sjó þar sem áhafnirnar hafa engin réttindi til að stjórna þeim. Þarna er ég að tala til dæmis um báta Hvíldarkletts á Suðureyri og báta Sumarbyggðar hf. í Súðavík.
Gæslan hefur farið um borð í nokkra af þessum bátum og þá gat enginn framvísað neinum réttindum sem fullnægðu til skipstjórnar, ekki einu sinni persónuskilríkjum, hvað þá heldur réttindum til að stunda fiskveiðar við Ísland. Hvernig sem á því stendur þá eru það æðri stofnanir sem banna Gæslunni að færa þessa báta til hafnar. Þetta er ekki þvæla, þetta staðfesti háttsettur maður hjá Gæslunni í samtali við mig.
Hver ber ábyrgð á þessu, hver ber ábyrgð á því ef þessir réttindalausu menn valda slysum á öðrum sjófarendum?
Góðar stundir.
![]() |
Bátur Ásmundar færður til hafnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 6.8.2008
Eru Íslendingar almennt aumingjar
og þá mætti kannski tiltaka Íslenska sjómenn sérstaklega? Svolítið brútal en í samanburði við Færeyska sjómenn þá er það hreint ekki út á túni að nefna þetta svona, það vantar einfaldlega alla samstöðu hér. Íslenskir sjómenn láta það yfir sig ganga að brotin séu á þeim sjálfsögð mannréttindi og mismunað gróflega, með kvótakerfinu, einnig láta Íslenskir sjómenn það yfir sig ganga að gervivísindi (HAFRÓ) vaði uppi með hræðsluáróður um hrun þorskstofnsins ef ekki er farið að þeirra tillögum. Og hvernig hefur svo til tekist þar sem ráðgjöfinni hefur verið fylgt nánast blint alveg frá því að Þorsteinn Pálsson byrjaði sem sjávarútvegsráðherra? Það er öllum kunnugt ekki satt? Og lýðurinn brosir!
Stjórnvöldum verður bara lýst sem handónýtum skíthræddum liðleskjum.
Almenningur lætur nauðga svo illa á sér afturendanum að hliðstæður þekkjast ekki á byggðu bóli. Verðtrygging lána er gott dæmi. Það finnst öllum hið besta mál hvernig Glitnir afgreiddi Mest nú nýlega, bestu bitarnir hirtir og restinni sturtað niður í klósettið, starfsfólkinu líka takið eftir og verkalýðshreyfingin bara brosir.
Við höfum líka eitthvað sem heitir Amnesty á Íslandi, hvernig stendur það apparat sig? Jú þegar til þeirra er leitað þá eru svörin einföld, "við skiptum okkur ekki að innanlandsmálum" punktur. Hver skildi svo vera ástæðan fyrir því? Fær Amnesty á Íslandi styrk frá ríkinu til reksturs á skrifstofu sinni? Ef svo er Þá er einkar óheppilegt að argast í stjórnvöldum yfir meðferð þegnanna og allir brosa.
Þeirri manneskju sem er í forsvari fyrir Amnesty á Íslandi hlýtur að líða einkennilega á kaffihúsarúntinum sínum sörandi kaffi og með því meðan þegnarnir eru meðhöndlaðir eins og hvert annað úrhrak. Það stendur ekkert á Amnesty að láta á sér bera þegar einhverjum svertingja sem smyglaði sér til landsins er vísað til síns heima. Og allir brosa.
Verkalýðs og sjómannaforustan er í sama flokki og allir eru skælbrosandi.
Verðlagseftirlitið, neytendasamtökin og samkeppniseftirlitið hvernig vinna þau apparöt, jú eigum við neitendur ekki sjálf að halda uppi eftirlitinu og kvarta ef við verðu vör við eitthvað óeðlilegt? Eðlilegast þykir að fólk tjái sig uppfullt af hamingju og jákvæðni við þessi apparöt, hvað er að, ég bara spyr?
Góðar stundir.
![]() |
Líf færeysku stjórnarinnar á bláþræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.8.2008 kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 6.8.2008
Sjálfsstæðisflokkurinn nauðgar lýðræðinu!
Það er ekki nóg með að sjálfstæðisflokkurinn flokkist með helstu mannréttindaníðingum sem á þessari jörð skríða, samber þau mannréttindabrot sem framin eru á sjómönnum með því að viðhalda kvótakerfinu, það muna það flestir að mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna gaf rautt spjald á kvótakerfið síðastliðið haust og að sjálfsögðu hengja sjallarnir hausinn yfir því og neita að viðurkenna það. Hvað annað?
Nei það skal gengið alla leið og lýðræðinu skal einnig nauðgað gróflega og vilji hins almenna flokksmanns skal þjappaður niður í skítinn og einvaldið skipar sig sjálft í valdastöðurnar, enda að þeirra mati annað stórhættulegt. Við lestur á fréttinni hér fyrir neðan endurspeglast það öllum sem á annað borð eru með opið fyrir skilningarvitin hverslags valdagræðgi,ofríki og ofbeldishneigð þetta lið er þjakað af.
Frétt á visir.is
Telur ekki heppilegt að halda opið prófkjör
"Á nýlegum fundi sem Hanna Birna Kristjánssdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt með stjórnum hverfafélaga flokksins í borginni, lýsti hún þeirri skoðun sinni að ekki væri heppilegt að halda opið prófkjör fyrir næstu kosningar.
Á fundinum lagði Hanna þess í stað til að stillt verði upp á framboðslista.
Þessi tillaga féll í grýttan jarðveg á fundinum en heimildir Vísis herma að margir sjálfstæðismenn vilji gefa nýjum einstaklingum tækifæri á að bjóða sig fram eftir vandræðaganginn á þessu kjörtímabili.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er hins vegar hrædd við þau átök sem prófkjöri kynni að fylgja. Þar að auki gerir hún sér að sjálfsögðu grein fyrir því að erfitt verður fyrir uppstillingarnefnd að ganga framhjá henni þegar kemur að því að skipa í efsta sæti listans.
Sjálfstæðisflokkurinn stillti síðast upp framboðslista þegar Birni Bjarnasyni var falið að fella Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og R-listann árið 2002. Björn var þá settur oddviti í stað Ingu Jónu Þórðardóttur, eiginkonu Geirs H. Haarde forsætisráðherra.
Ekki náðist í Hönnu Birnu við gerð fréttarinnar".
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)