Sægreifinn sem slökkti ljósið og hvarf

Enn og aftur skrifar Dv.is um sægreifana og hvernig farið er með sameign þjóðarinnar, lífæðar byggðarfélaganna á landsbyggðinni. Eitt vantar þó í þessa upprifjun um Hinrik og Flateyri. Kambur fékk úthlutað á sínum tíma byggðarkvóta (sérstaka úthlutun) til þess meðal annars að hjálpa þeim á stað í uppbyggingu Kambs, mig minnir að þetta hafi verið 300 til 350 tonn af þorski.

Á einhvern dularfullan hátt varð þetta steinþegjandi og hljóðalaust að eignarkvóta þeirra Kambsmanna og var þar af leiðandi í pakkanum sem Kambur seldi í fyrra. Hvernig þessa sértæka úthlutun gat orðið að eign þeirra er eitthvað sem mætti skoða betur. Ég hefði haldið að þessi sértæka úthlutun (kvóti) hefði eðli málsins samkvæmt átt að bíða þeirra sem vildu taka við og halda uppi starfsemi á Flateyri.

En að sjálfsögðu var ekki boðið upp á slíkar dýrðir og munað, menn verða að vera í réttum flokki og með réttar upplýsinga til þess að upplifa dýrðina. Um skrif Dv má svo lesa hér og nefnist einfaldlega Sægreifinn sem slökkti ljósið.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Heyrt hef ég að "ástæðan" fyrir því að Hinni seldi var sú að ef einhver annar hefði gert það sama með kvótann þá hefði hann farið þráðbeint í grjótið á met tíma..........en eins og þú segir munur að vera í réttum flokki og þekkja réttu landbúnaðarráðherrana.

Fróðlegt að lesa í gömlum mogga viðtal við Hinna og Einar Odd heitinn,

þar sem "róið skal öllum árum til bjargar Flateyri" eftir að þeir, fyrst Einar Oddur seldi kvótann af Gylli og síðan Hinni þegar hann seldi Básafelli kvóta Kambs............ja svei svo átti þjóðin að gráta með þeim, en enginn fyrir vestan sagði bofs við þessu kvótabraski á sínum tíma og þegar þeir svo ættluðu að "bjarga með öllum árum" þá fengu þeir alla þá samúð sem þeir vildu......nema mína því ég fékk æluna upp í kok.

Eigðu svo góðann dag.

ps. man ekki hvaða ár þetta var en það er örugglega hægt að finna þetta  í gömlum mogga. 

Sverrir Einarsson, 12.8.2008 kl. 15:30

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Bananar

Víðir Benediktsson, 13.8.2008 kl. 21:28

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og þetta er aðeins lítið brot af öllu saman því miður. Saga kvótakerfisins frá því að frjálsa framsalið og veðsetningin var leyfð er ein risastór hörmungarsaga og hræddur er ég um að þetta eigi bara eftir að versna.

Hallgrímur Guðmundsson, 13.8.2008 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband