Hvernig má þetta vera?

Heimsmarkaðsverð á verð olíu hefur verið að lækka og hefur í raun hrunið síðan í Júní en þá hækka þeirog_enn_haekkar_dropinn_631257.jpg hér heima. Fréttir af enn og einni lækkuninni á heimsmarkaði voru á mbl.is nú undir hádegi sjá hér.  Er ekkert eftirlit með þessu rugli?
mbl.is Eldsneyti hækkar í verði hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Halli þú ert greinilega ekki að skilja þetta. N1 er nýbúið að skipta út slöngum á þvottaplönunum svo það er ekki fræðilega hægt fyrir þá að lækka olíuna. Skeljungur og Olís hafa tekið upp vandaðri servéttur í söluskálum og eitthvað kostar það. Það er ekki hægt að heimta bara og heimta og vilja svo ekkert borga fyrir. Það eru bara kommúnistar sem haga sér svoleiðis.

Víðir Benediktsson, 8.8.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eldsneytisverðið fylgir bara heimsmarkaðsverði þegar það HÆKKAR. Þetta er deginum ljósara og samkeppni gæti maður haldið að væri eitthvað ofan á brauð hjá ÖLLUM olíufélögunum ekki bara hjá "stóru" olíufélögunum.  Fyrir nokkrum árum þegar nýr aðili kom á eldsneytismarkaðinn kviknaði örlítil "grútartýra", hjá fólki þess efnis að örlítil samkeppni væri í uppsiglingu á þessum markaði.  Svei mér þá þetta byrjaði ágætlega, þessi nýi aðili notaði flest TRIKKIN úr "markaðsfræðibókunum", byrjaði á að bjóða lægri verð, gerði mönnum auðveldara að versla við sig en samkeppnisaðilann, fékk mikla og jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og alltaf kom niður á því að bensínhallirnar (sem í daglegu tali eru nefndar bensínstöðvar) voru gagnrýndar, því í þeim væri falinn "STÓR" hluti bensínverðsins þær væru óþarflega flottar svo væri fólk að borga allt of mikið fyrir að bensíni væri dælt á bílana þeirra.  Há þessu nýja fyrirtæki yrði þetta sko allt annað, þar borgaði fólk ekki fyrir einhvern ÓÞARFA heldur eingöngu fyrir það sem það FENGI.  Reistar voru sjálfsafgreiðslustöðvar víðsvegar og til að byrja með var eldsneytisverðið þar MUN lægra en hjá stóru olíufélögunum.  En hvað hefur svo erst?  Jú það er einfalt, verðið á eldsneyti hjá þessum "nýja" aðila er orðið SVO TIL ÞAÐ SAMA og hjá stóru olíufélögunum þrátt fyrir að þessi nýi aðili sé ekki með neinar bensínhallir og ekki NEINA ÓÞARFA yfirbyggingu.  Hvað varð um samkeppnina?

Jóhann Elíasson, 8.8.2008 kl. 18:11

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var einmitt að velta þessu sama fyrir mér á litla blogginu mínu áðan og get bara ekki gert annað enn að taka undir með þeim sem áður hafa tjáð sig hér, ég á að öðru leyti ekki svar við þessari annars áleitnu spurningu þinni Halli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband