Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
fös. 3.10.2008
Lífeyrissjóðs forstjórarnir eru óhæfir
í að taka afstöðu um þetta mál. Þjóðaratkvæðagreiðsla og ekkert kjaftæði við sem eigum þetta fé eigum að ráða þessu en ekki einhverjir papparassar. Það er engum betur treystandi er eigendunum eftir að hafa skoðað þetta myndband þá segi ég hiklaust nei. Þessir gaurar eiga að vera í fangelsi.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Lífeyrissjóðir komi að lausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.10.2008 kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 3.10.2008
Búið spil og er hrun framundan?
Hvernig bregst Árni Oddur Þórðarson við þessum ummælum, þessi frétt er nýkomin inn á visir.is og gefur vægast sagt ekki tilefni til bjartsýni.
Herleif Håvik forstöðumaður vaxta-og lánadeildar Carnegie bankans segir í samtali við viðskiptavefinn E24.no að þetta sé búið spil fyrir íslensku bankana. Vísar hann þar í skuldatryggingarálagið sem rokið hefur upp í 6.000 punkta í dag hjá Kaupþingi og 5.500 hjá Landsbankanum.
"Þetta lítur mjög alvarlega út og í raun er markaðurinn að segja að þeir séu búnir að vera," segir Håvik sem þar að auki bendir á að þrátt fyrir yfirtöku íslenska ríkisins á Glitni hafi ríkið ekki sett fram neinar tryggingar fyrir skuldum Glitnis.
Håvik segir að íslenska ríkið sé ekki nógu öflugt til að bjarga bönkunum á Íslandi. Bara efnahagsreikningurinn hjá Glitni sé um 2,5 föld landsframleiðsla Íslands.
Håvik segir að tvær leiðir séu til í stöðunni. Annarsvegar verði einn eða fleiri af bönkunum keyptir af erlendum bönkum. Hinsvegar verði þeir þjóðnýttir í einu eða öðru formi. En þá lenda þeir í vandræðum með gjaldeyri. Lausnin á því kynni að vera að láta erlendu skuldirnar sigla sinn sjó og bjarga innistæðunum og íslensku skuldunum. Við það myndi hinsvegar gengi krónunnar hrapa enn meir en orðið er.
Verið góð hvert við annað, það er mikilvægast af öllu ekki gleyma því.
Góðar stundir.
![]() |
Ummæli Gylfa Magnússonar óábyrg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 2.10.2008
Stórskotaárás á Bessastaði
Í morgun var forseta Ísland sýnt tilræði með stórskotaárás á forsetabústaðinn að Bessastöðum. Í tíu fréttum sjónvarpsins í kvöld kom fram að skotið var af fallbyssu og henni var beint að Bessastöðum. Mannfall var að sögn ekkert í þessari árás enda voru einhverjir svo fyrirhyggjusamir að hlaða hólkinn með máttlausu púðurskoti.
Að árásinni stóð einn öflugasti hryðjuverkamaður sem landsbyggðin hefur fengið að kynnast á seinni tímum. Það sem mér fannst táknrænt við þessa skotárás var að kvótakerfinu var að mínu mati skotið út af borðinu og framundan eru bjartir tímar, í það minnsta meðan til er olía í landinu, sem að sögn eins af forstjórum olíufélaganna gæti skort innan næstu þriggja vikna.
En djöfull sem Ólafur Ragnar var heppinn að Einar K er jafn klaufskur á fallbyssu og hann er sem sjávarútvegsráðherra, Það er óvíst að Ólafur hefði risið upp sem samur ef hann hefði fengið skuldapakkann í hausinn sem fylgir kvótakerfinu. Ég skil Einar K í sjálfum sér þokkalega vel að reyna svona lævísa aðferð við að losna við skuldapakkann, það hefði verið ágætt ef þjóðin ætti fiskinn í sjónum skuldlausan í dag. En því miður þá vantar fleiri hundruð milljarða upp á að sá draumur sé veruleiki og það getum við þakkað sjálfstæðisflokknum meðal annars, ekki verður því klínt upp á Frjálslynda flokkinn það er alveg öruggt.
Reyndar er þetta algjör þversög á nafni flokksins og svo aftur stefnunni, sjálfstæði ætti að sjálfsögðu að leiða okkur til velferðar og vegsældar ekki satt? Ekki til þrælkunnar, niðurlægingar, mannréttindabrota, eignarupptöku og svo eins blasir nánast við núna þjóðargjaldþrot.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Íslenska sjávarútvegssýningin hafin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mið. 1.10.2008
Kínverjar hjólgraðar grasætur
Þarna er skýringin komin á þessum ævintýralegum mannfjölda í Kína...
Það
eru allir á beit í Graðgeitargresis kappáti og árangurinn svo vægt sé til orða tekin stórglæsilegur...
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Náttúrulegt Viagra? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
þri. 30.9.2008
Braut Seðlabankinn lög?
Kristinn H. Gunnarsson veltir upp þessari spurningu sjá hér. Tilv, í fréttina "Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að ákvörðun um hlutafjárkaup í Glitni verði aðeins tekin á Alþingis sem fari með fjárveitingarvaldið. Ákvörðunin verði ekki tekin af Seðlabankanum né ríkisstjórninni"
Þetta er einkar athygliverð pæling og ef Alþingi fer með fjárveitingavaldið, hvernig má það þá vera að Alþingi hefur látið það átölulaust þegar ráðherrar þeysa um víðan völl og spreða almannafé hægri vinstri án nokkurra afskipta Alþingis? Er það þá bara geðþóttaákvörðun hverju Alþingi á að skipta sér af og hverju ekki? Ég held að það sé rétt hjá mér að það sé orðin viðtekin venja ráðherra að útdeila bitlingum eftir þeirra eigin höfði burt séð frá því hvað stendur í lögum og hver gegnir hvaða hlutverki.
Nú ef þetta stendur í lögum að Alþingi fer með fjárveitingarvaldið (sem ég reyndar held einnig) og ráðherrar hafa ekki heimild samkvæmt lögum að ráðstafa almannafé eftir eigin geðþótta, allt eftir því hvað langt þeir eru komnir með kokteilinn. Hvernig stendur þá á því að allt í einu núna á að fara eftir þessum lögum algjörlega upp á bókstafinn? Ljóst má vera að Seðlabankinn og ráðherrar brutu lög með þessu gerningi ef þetta er svona, ekki satt? Þeir eru þá ansi margir lögbrjótarnir sem sýslað hafa með almannafé.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 29.9.2008
Jón Magnússon formaður þingsflokks Frjálslynda flokksins
Nú fer vonandi að lægja í Frjálslynda flokknum og menn geta farið að beita sér af alvöru í málefnum og stefnu flokksins. Nú sem aldrei fyrr er bráðnauðsynlegt að þessi þjóð framleiði meira og það getum við svo sannarlega gert án mikils tilkostnaðar. Veiðum meira við höfum tækin til þess og það er nóg af fiski í sjónum þótt vísindi Hafró segi annað. Fiskifræði sjómannsins er að mínu mati ábyggilegri heldur en stærðfræðiformúlur Hafró.
Til hamingju Jón ég græt það ekki að sleggjan hafi verið sett til hliðar.
Verið góð hvert við annað, og Jón líka.
Góðar stundir.
![]() |
Jón Magnússon þingflokksformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 29.9.2008
ESB hafnar Íslenska kvótakerfinu og því
Nýsjálenska líka enda eiga þessi tvö kerfi það sameiginlegt að kvóti gengur kaupum og sölum sem aftur hleður undir stærri og ríkari fyrirtæki á kostnað þeirra minni. Einnig sjá menn hverslags afhroði minni byggðir á lenda í með þessu fyrirkomulagi.
Á Nýja Sjálandi eru að ég best veit 6 eða 7 fyrirtæki sem söðlað hafa undir sig sjávarauðlindina. Að þessu er stefnt á Íslandi hvort sem mönnum líkar það betur eða ver þá er þetta staðreynd. Þetta fyrirkomulag hafa forsvarsmenn í sjávarútvegi og ráðherra sjávarútvegsmála á Íslandi mært með öllum mætti Íslenska kerfinu til stuðnings.
Nú vil ég ekki tala um ríkari fyrirtæki heldur vil ég tala um skuldsettari fyrirtæki sem hafa greiðari aðgang að bönkunum umfram aðra. Nægir að nefna eitt það stærsta á Íslandi og ber nafn sem ég vil aðeins lagfæra og þá er það Miskunnarlausi Samherjinn.
Eitthvað fer undarlega lítið fyrir fréttaflutningi því sem er að gerast hjá Samherja í Færeyjum en þar var mönnum fyrirskipað að afskrifa allt gervi hlutafé og koma með raunverulegt fjármagn inn í fyrirtækið en þar á bæ tapar fyrirtækið hægri vinstri eins og það hafi bara verið stofnað með það markmið eitt í huga.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Óbreytt kvótakerfi hjá Evrópusambandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 29.9.2008
Guðni Ágústsson lýsir yfir vantrausti á
Hafró og vil láta veiða 250 til 300 þúsund tonn að þorski strax. Einnig vil Guðni að aðrir áháðir aðilar verði kvaddir til og látnir yfirfara vinnubrögð og forsendur sem Hafró hefur stuðst við. Á þetta má hlusta hér í lok viðtalsins undir orð Guðna get ég svo sannarlega tekið. Við þurfum að framleiða meira, það vantar gjaldeyri ekki satt? Einn góður vinur minn spurði starfsmann greiningadeildar Landsbankans árið 2002 að því í hvoru hann teldi meira veðhæfni, höfðinu á sér eða kvótanum. Svo þetta sé aðeins útskýrt betur þá er höfuðið á þessum vini mínu mjög vel á sig komið og býr yfir gríðarlegri þekkingu í sjávarútvegi, við vitum vel hvernig komið er fyrir veðinu sem í kvótanum á að liggja, það er farið á vit feðra sinna og með eilífum niðurskurð hverfur það enn hraðar.
Það hefur enginn niðurskurður átt sér stað í höfði vinar mín og eðlileg endurnýjun heilasella átt sér stað þannig að veðið í honum stendur fullkomlega fyrir sínu, ólíkt því sem gerist með blessaðan kvótann. Svo ekki sé nú talað um geðveikina sem á sér stað með blessaðan Þorskinn sem endalaust er verið að reyna að safna svo hægt sé að veiða meira seinna. Ég spyr, hvenær er þetta seinna? Strögglað hefur verið við þetta með aðferðarfræði Hafró í aldarfjórðung og árangurinn er vægt til orða tekið hroðalegur, svona líkt og fjármálastefna stuttbuxnagæjanna sem beðið hefur algjört afhroð.
Gjaldþrot Glitnir banka undirstrikar það nokkuð vel að kvótavöndlarnir eru ekki til að bæta ástandið frekar en húsnæðisvöndlarnir í U.S.A. Ekki er nema vika síðan að Lárus Welding laug því blákalt í þjóðina að Glitnir stæði traustum fótum og staðreyndin væri reyndar sú að staða bankanna væri nánast skotheld, hrokanum brá meira að segja fyrir svo fráleit þótti honum spurning Egils Helgasonar.
Skoðum kvótavöndlana sem ég er að tala um, þetta Excel skjal sýnir raunvirði aflaheimilda reiknað út frá arðsemi um síðustu áramót. Eins og mörgum er kunnugt þá er búið að ljúga verði á þorski upp undir 4000 kr kílóið og allar aðrar tegundir eru margfalt yfir raunvirði. Einn af hugmyndasmiðum kvótavöndlanna er stjórnarformaður Glitnir og er hundfúll yfir ástandinu sjá hér. Og hvers vegna, jú dótakassinn var tekinn af honum. Margt hefur breyst síðan þá, gengið hrunið sem aftur þýðir margfalda hækkun á öllum aðföngum og afborgunum sjávarútvegsins. Fiskverð í heiminum er fallandi og fréttir berast af því að krafan um lækkun á verði sjávarafurða verði sífellt meiri. Einnig er farið að bera á því að sjávarafurðir eins og til dæmis þorskur sé á undanhaldi og jafnvel verið hent út úr mörgum verslunarkeðjum bæði austan og vestan hafs.
Ég vil vekja athygli á þessari frétt. Gefum okkur að þær tölur sem Arnar Sigmundsson er að tala um séu réttar þá kemur hræðilegur sannleikur í ljós. Áætlað er, takið eftir áætlað að útflutningur sjávarafurða aukist um 17 milljarða á meðan skuldir sjávarútvegsins hlaðast upp um 76 milljarða. Reyndar eru skuldir sjávarútvegsins áætlaðar 385 í júnílok og gera má að því skóna að þær hafi aukist tröllslega því eins og allir vita þá hefur gengið verið í frjálsu falli alveg fram á þennan dag.
Spurningin er núna hvaða banki fer næst? Eðlilega spyr fólk sig því ekki er orð að marka þessa blessuð bankastjóra sem svo sannarlega staðfestist í Silfur Egils fyrir réttri viku. Gleymum heldur ekki orðum Geirs Haarde, þetta var enginn krísufundur bara svona eðlilegt spjall um daginn og veginn og vandamálin erlendis. Ef þetta er ekki krísa hvað er þá krísa? Eða er staðan orðin þannig að svona fundir eru bara orðið ákveðið norm og allir samdauna ástandinu.
Ein áleitin spurning sækir stöðugt að mér og lætur mig ekki í friði, hvað varð um stöðuga, stönduga og gríðarlega öfluga fjármálamarkaðinn sem átti að redda þjóðinni í niðurskurðarhamförum Hafró á þorskinum? Nú væri gott að fá svör.
Verum góð hvert við annað, við þörfnumst þess.
Góðar stundir.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 29.9.2008
Viðtekin venja og gerist
mikið oftar en fjölmiðlar og almenningur veit um. Auðvitað var þetta bara hefðbundinn vinafundur um gæsaskytterí, laxveiðar og komandi rjúpnaveiði tímabil.
Enda eins og svo oft hefur komið fram hjá leiðtogum ríkisstjórnarinnar þá er ekkert að, atvinnuleysi mælist svo gott sem núll og engin kreppa á Íslandi. Um hvað annað gætu þessir fýrar hafa verið að tala um?
Hvaða banka var komið til hjálpar í seinustu viku sjá hér?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
![]() |
Ráðamenn funduðu fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
lau. 27.9.2008
Ljóskur eru óborganlega fyndin fyrirbrygði
Ljósku eina langaði mikið til þess að veiða í gegn um vök.
Dag nokkurn fór hún og keypti það dót sem hún þurfti til
veiðanna. Hún fann sér góðan stað og byrjaði. Allt í einu
heyrði hún rödd segja: "Það er enginn fiskur í vatninu."
Ljóskan leit í kringum sig en sá engan og hélt áfram að
veiða. Aftur heyrðist kallað: "Það er enginn fiskur í vatninu."
Í þetta sinn spurði ljóskan: "Hver talar?" Þá var svarað:
"Þetta er forstöðumaður skautahallarinnar!!! "
Verið góð hvert við annað og ljóskurnar líka, þær geta ekkert að þessu gert.
Góðar stundir.