Braut Seðlabankinn lög?

Kristinn H. Gunnarsson veltir upp þessari spurningu sjá hér. Tilv, í fréttina "Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, segir að ákvörðun um hlutafjárkaup í Glitni verði aðeins tekin á Alþingis sem fari með fjárveitingarvaldið. Ákvörðunin verði ekki tekin af Seðlabankanum né ríkisstjórninni"

Þetta er einkar athygliverð pæling og ef Alþingi fer með fjárveitingavaldið, hvernig má það þá vera að Alþingi hefur látið það átölulaust þegar ráðherrar þeysa um víðan völl og spreða almannafé hægri vinstri án nokkurra afskipta Alþingis? Er það þá bara geðþóttaákvörðun hverju Alþingi á að skipta sér af og hverju ekki? Ég held að það sé rétt hjá mér að það sé orðin viðtekin venja ráðherra að útdeila bitlingum eftir þeirra eigin höfði burt séð frá því hvað stendur í lögum og hver gegnir hvaða hlutverki.

Nú ef þetta stendur í lögum að Alþingi fer með fjárveitingarvaldið (sem ég reyndar held einnig) og ráðherrar hafa ekki heimild samkvæmt lögum að ráðstafa almannafé eftir eigin geðþótta, allt eftir því hvað langt þeir eru komnir með kokteilinn. Hvernig stendur þá á því að allt í einu núna á að fara eftir þessum lögum algjörlega upp á bókstafinn? Ljóst má vera að Seðlabankinn og ráðherrar brutu lög með þessu gerningi ef þetta er svona, ekki satt? Þeir eru þá ansi margir lögbrjótarnir sem sýslað hafa með almannafé.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Sameining Glitnis og Landsbanka ólíkleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þessir guttar eru hafnir yfir lög reglur og siðferði.

Víðir Benediktsson, 30.9.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nú erum við 100% sammála...

Hallgrímur Guðmundsson, 30.9.2008 kl. 23:04

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Komum öll á Austurvöll eftir hádegi í dag, mætum þessum mönnum á þeirra heimavelli og sýnum þeim viljann í verki. Tonn af fiðri og þúsund lítra af tjöru takk!

Guðmundur Ásgeirsson, 1.10.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband