ESB hafnar Íslenska kvótakerfinu og því

_orskur_a_marka_i_i_skotlandi.jpgNýsjálenska líka enda eiga þessi tvö kerfi það sameiginlegt að kvóti gengur kaupum og sölum sem aftur hleður undir stærri og ríkari fyrirtæki á kostnað þeirra minni. Einnig sjá menn hverslags afhroði minni byggðir á lenda í með þessu fyrirkomulagi.

Á Nýja Sjálandi eru að ég best veit 6 eða 7 fyrirtæki sem söðlað hafa undir sig sjávarauðlindina. Að þessu er stefnt á Íslandi hvort sem mönnum líkar það betur eða ver þá er þetta staðreynd. Þetta fyrirkomulag hafa forsvarsmenn í sjávarútvegi og ráðherra sjávarútvegsmála á Íslandi mært með öllum mætti Íslenska kerfinu til stuðnings.

Nú vil ég ekki tala um ríkari fyrirtæki heldur vil ég tala um skuldsettari fyrirtæki sem hafa greiðari aðgang að bönkunum umfram aðra. Nægir að nefna eitt það stærsta á Íslandi og ber nafn sem ég vil aðeins lagfæra og þá er það Miskunnarlausi Samherjinn.

Eitthvað fer undarlega lítið fyrir fréttaflutningi því sem er að gerast hjá Samherja í Færeyjum en þar var mönnum fyrirskipað að afskrifa allt gervi hlutafé og koma með raunverulegt fjármagn inn í fyrirtækið en þar á bæ tapar fyrirtækið hægri vinstri eins og það hafi bara verið stofnað með það markmið eitt í huga.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Óbreytt kvótakerfi hjá Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband