Færsluflokkur: Bloggar
lau. 13.10.2007
Fyrsti fundur nýja meirihlutans í Reykjavík.
Málin rædd að mikilli alvöru Borgarstjórinn er fyrir miðju. Hafið hljóðið á.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 13.10.2007
Auðvitað fékk hann bara pínulítið...........
![]() |
Úthlutaði sjálfum sér 106 milljónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vilja láta kanna eignarhlut framsóknarmanna í REI
Forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í borgarstjórnarflokknum, telja starf Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest (REI) hafa einkennst af því að verja hagsmuni fjárfesta tengda Framsóknarflokknum. Það sama eigi við um ákvörðun hans að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í borginni.
Einkum eru það eignarhaldsfélögin Landvar ehf. og Þeta ehf. sem kastljósið beinist að. Þau eiga saman helmingshlut í VGK-Invest á móti verkfræðistofunni VGK-Hönnun og Rafhönnun sem fer með um 5,75 prósenta hlut í GGE. Sá hlutur nemur um tveggja prósenta hlut í sameinuðu félagi GGE og REI.
Svava Bjarnadóttir hjá VGK-hönnun staðfesti þessa eigendaskiptingu við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt verðmati á sameinuðu félagi GGE og REI, sem þó er ekki gengin lögformlega í gegn enn, er verðmæti hlutar VGK-Invest á bilinu 1,3 til 1,5 milljarðar króna.
Helgi S. Guðmundsson, sem er fyrrverandi formaður fjármálanefndar Framsóknarflokksins og bankaráðs Seðlabanka Íslands, er skráður stofnandi og forsvarsmaður Landvar ehf. sem fer með um 35 prósenta hlut í VGK-Invest.
Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður er skráður eigandi Þeta ehf. sem á fimmtán prósenta hlut í VGK-Invest. Hann segir aðra eigendur í félaginu vera lögmenn á lögmannsstofunni Fulltingi en Kristinn er einn fjögurra eigenda stofunnar. Okkur var boðið, ásamt Landvar ehf., að verða hluthafar í VGK-Invest af forsvarsmönnum VGK-Hönnunar," sagði Kristinn.
Björn Ingi neitar því alfarið að hann sé að verja hagsmuni framsóknarmanna með ákvörðun sinni eða starfi fyrir OR og REI. Það gefur auga leið að það væri betra fyrir fjárfesta að Orkuveitan seldi hlut sinn í REI," segir Björn Ingi. Hann segir fyrst og fremst vera um að ræða persónulegar árásir á hann, sem hann hafi verið varaður við áður en hann sleit samstarfinu.
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Helga í gærkvöld. Þá fengust ekki upplýsingar um hverjir væru aðrir í hluthafahópi Landvar.
Heimildir: http://visir.is/
Er Björn Ingi með hreinan skjöld í þessu máli? Hefur hann sýnt það að honum sé treystandi? Ég vil líkja Birni Inga við sápustykki í sturtu, það er vonlaust að ná taki á því og treysta því að það skjótist ekki eitthvað út í buskann þegar haldi er náð með tilheyrandi vandræðum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 12.10.2007
Er þetta boðlegt?
![]() |
Fyrrum minnihluti bjargaði Birni Inga fyrir horn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mið. 10.10.2007
Þessir menn eiga að segja af sér.
![]() |
Vilhjálmur segist ekki hafa séð lista yfir kaupréttarhafa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 9.10.2007
Góðir hlutir gerast enn......
en gerast rosalega hægt, í það minnsta sumir.
Breytt viðmiðunarmörk smáýsu við skyndilokanir
Ef ég man rétt byrjaði ég og margir aðrir að vekja athygli á því árið 1990 að Ýsa sem mældist 38 - 43 cm að lengd væri uppistaðan í veiðum á Ýsu og hún væri orðin hrognafull, sem sagt kynþroska. Ekki fengum við mikil viðbrögð við þessu og þótti fræðingunum engin ástæða til að skoða málið frekar. Sem sagt bara enn eitt bullið í okkur sem sjóinn stunda. Hvað hefur gerst síðan, hefur Ýsan stækkað mikið? Stærðarmælingar í dag staðfesta að svo er ekki, þannig að það sem sagt var þá stendur fyrir sínu og gerir enn 17 árum seinna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 7.10.2007
Tölva framtíðarinnar.
Ég rakst á þessa mynd hér á blogginu.
Svona sáu menn fyrir sér tölvu framtíðarinnar árið 1950.
Ég er alvarlega forvitinn. Til hvers er stýrið á herlegheitunum? Átti að vera hægt að skreppa á rúntinn á græjunni?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 5.10.2007
Sjálfstæðismenn klikka ekki frekar..........
![]() |
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
fös. 5.10.2007
Bush roðnar ekki einu sinni við að..........
![]() |
Bush vísar staðhæfingum um pyntingar á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)