Er þetta satt? Það verður að rannsaka málið frá A til Ö og engu sleppt.

Vilja láta kanna eignarhlut framsóknarmanna í REI

mynd
Kristinn Hallgrímsson

Forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins, meðal annars í borgarstjórnarflokknum, telja starf Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavík Energy Invest (REI) hafa einkennst af því að verja hagsmuni fjárfesta tengda Framsóknarflokknum. Það sama eigi við um ákvörðun hans að slíta meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í borginni.
Einkum eru það eignarhaldsfélögin Landvar ehf. og Þeta ehf. sem kastljósið beinist að. Þau eiga saman helmingshlut í VGK-Invest á móti verkfræðistofunni VGK-Hönnun og Rafhönnun sem fer með um 5,75 prósenta hlut í GGE. Sá hlutur nemur um tveggja prósenta hlut í sameinuðu félagi GGE og REI.

Svava Bjarnadóttir hjá VGK-hönnun staðfesti þessa eigendaskiptingu við Fréttablaðið í gær. Samkvæmt verðmati á sameinuðu félagi GGE og REI, sem þó er ekki gengin lögformlega í gegn enn, er verðmæti hlutar VGK-Invest á bilinu 1,3 til 1,5 milljarðar króna.

Helgi S. Guðmundsson, sem er fyrrverandi formaður fjármálanefndar Framsóknarflokksins og bankaráðs Seðlabanka Íslands, er skráður stofnandi og forsvarsmaður Landvar ehf. sem fer með um 35 prósenta hlut í VGK-Invest.

 



mynd
Helgi S. Guðmundsson

Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmaður er skráður eigandi Þeta ehf. sem á fimmtán prósenta hlut í VGK-Invest. Hann segir aðra eigendur í félaginu vera lögmenn á lögmannsstofunni Fulltingi en Kristinn er einn fjögurra eigenda stofunnar. „Okkur var boðið, ásamt Landvar ehf., að verða hluthafar í VGK-Invest af forsvarsmönnum VGK-Hönnunar," sagði Kristinn.

Björn Ingi neitar því alfarið að hann sé að verja hagsmuni framsóknarmanna með ákvörðun sinni eða starfi fyrir OR og REI. „Það gefur auga leið að það væri betra fyrir fjárfesta að Orkuveitan seldi hlut sinn í REI," segir Björn Ingi. Hann segir fyrst og fremst vera um að ræða persónulegar árásir á hann, sem hann hafi verið varaður við áður en hann sleit samstarfinu.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Helga í gærkvöld. Þá fengust ekki upplýsingar um hverjir væru aðrir í hluthafahópi Landvar.

Heimildir: http://visir.is/ 

Er Björn Ingi með hreinan skjöld í þessu máli? Hefur hann sýnt það að honum sé treystandi? Ég vil líkja Birni Inga við sápustykki í sturtu, það er vonlaust að ná taki á því og treysta því að það skjótist  ekki eitthvað út í buskann þegar haldi er náð með tilheyrandi vandræðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það ernáttúrulega ljóst að skítalyktin er megn í þessu máli öllu, ég er hinsvegar á því að það sé mikið unnið við það að losna við stuttbuxnagengið sem var að ganga af gamla góða dauðum, frá málinu. Jafnvel þó nýr meirihluti sitji uppi með Binga, þá er hann kominn með mínus í kladdann og það gerir vonandi, að léttara verður fyrir nýja meirihlutann að halda honum á mottunni.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 13.10.2007 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband