Sjálfstæðismenn klikka ekki frekar..........

en venjulega. Fyrst voru það auðlindir hafsins sem færðar voru örfáum útvöldum með ógeðfeldum aðferðum, sem að sjálfsögðu enginn þeirra kannast við. Núna skal færa örfáum útvöldum orkuauðlindina. Er ekki komið nóg? Það er ekki einu sinni samstaða lengur innan sjallanna með yfirgang þeirra sjálfra með auðlindir þjóðarinnar. Siðblindan er algjör, þetta undirstrikar það enn og einu sinni að þessu liði er ekki treystandi fyrir nokkrum sköpuðum hlut hvað þá heldur að stjórna landinu. Gleymum ekki hvernig þeir tróðu í gegn eftirlaunafrumvarpinu sem tryggir margföld mánaðarlaun verkamanns, sjálftöku launa sem á sér fáar hliðstæður, stjórn efnahagsmála, gengið á frjálsu flugi upp og niður sem skapar auðvaldslýðnum og bönkunum einum meiri gróða meðan útflutningsgreinarnar eru merg sognar. Fyrrverandi einræðisherra sjallanna passar vandlega upp á að halda landanum í gíslingu ofurvaxta á fölskum forsendum. Það er komið nóg í burtu með þetta lið það er löngu búið að sanna fyrir hvað það stendur.
mbl.is Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins á fund Geirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Burtséð frá fyrri "afrekum" varðandi auðlindir þjóðarinnar, verð ég að benda á það það að opnberu orkuveiturnar búa yfir afar verðmætri þekkingu, á nýtingu jarðvarma.  Það er mikilvægt að íslendingar eigi öflugt fyrirtæki á þessu sviði, þ.e. ekki tvö eða þrjú sæmileg, heldur eitt öflugt.  Þannig kemur þessi sameining mér jákvætt fyrir sjónir.  Að eignarhlutnum verða að koma opinberar orkuveitur.  Séu tengslin milli orkuveitna í opinberri eigu, og útrásarfyrirtækja í orkugeiranum slitin, þá fara starfsmenn með þekkingu, hjá opinberum orkuveitum einfaldlega að starfa hjá þeim sem betur borgar, væntanlega útrásarfyrirtækjunum, vegna þess að þekkingin er afar dýrmæt.  Þá munu opinberu orkuveiturnar þurfa að kaupa sérfræðiaðstoð frá fyrrum starfsmönnum sínum.  Þá fyrst fáum við að sjá reikninga með alvöru upphæðum, fyrir heita og kalda vatnið.  Spáið í það,  áður en þið byrjið að æpa halelúja með samfylkingar hneykslunarkórnum. 

Njörður Lárusson, 5.10.2007 kl. 22:35

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Var einhver samfylkingar kór að gagnrýna þetta íhaldshneyksli....?? það hefur alveg farið framhja mér, eða hefur Njörður verið að hlusta á einhverjar aðrar fréttir en almenningur....?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.10.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Njörður. Fyrri afrekum er ekki hægt að sleppa í þessu samhengi. Réttlætir þessi færsla þín það sem sagt að nokkrir útvaldir eignist allt heila klabbið á gjafarverði? Mér er fyrirmunað að réttlæta það í mínum huga. Síðan vil ég benda þér kurteisilega á það að til samfylkingarkórsins telst ég seint til. 

Hallgrímur Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Njörður Lárusson

Ég verð að viðurkenna að það er dálítill "Einkavinavæðingafnykur" af þessu máli, en kýs að líta svo á að glasið sé hálffullt, en ekki hálftómt.  Varðandi Samfylkinguna, þá hafa nokkrir fulltrúar hennar gengið fram fyrir skjöldu í gagnrýni á þetta mál, en ekki flokkurinn sem slíkur.  Ég tek því til baka "samfylkingarkórs" ummæli mín. Hins vegar árétta ég að mér finnst nauðsynlegt að opinberu orkuveiturnar eigi í útrásar orkufyrirtækjunum, vegna þess að þau eiga þekkinguna, og mér finnst að opinberu fyrirtækin eigi að njóta þess hagnaðar sem af þeim útflutningi þekkingar kann að koma. Allt annað er útsala á almannahagsmunum í þágu hinna útvöldu.

Njörður Lárusson, 5.10.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Akkúrat Njörður einkavinavæðingarfnykur, það er mín tilfinning á þessu ferli. Hvað sem það heitir þá er það skylda stjórnarandstöðu að berjast fyrir hagsmunum og rétti einstaklinga og veita þeim sem stjórna aðhald. Opinberu orkufyrirtækin eiga að eiga þetta þau eiga þekkinguna og hafa fórnað gríðarlegu fjármagni til þess að öðlast hana. Það er að mínu mati glapræði að hleypa svona skrímsli af stað. Eina sem það leiðir til er að skrímslið vex  og vex stjórnlaust og gleypir opinberu fyrirtækin áður en við getum snúið okkur við. Hvað lá til dæmis að baki offorsinu fyrir nokkrum vikum við að gera Orkuveitu Reykjavíkur að hf. Hefur engum dottið til hugar að setja þetta í samhengi?

Hallgrímur Guðmundsson, 5.10.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Njörður Lárusson

Ég hef þá trú, að ef eitthvert stjórnmálaafl, dirfist að reyna að ræna íslendinga orkuveitum sínum, sér og sínum til handa,  þá muni það afl fá viðeigandi refsingu í næstu kosningum, og í framhaldinu verður ránsfengurinn gerður upptækur, væntanlega.  Nema hvað! 

Njörður Lárusson, 6.10.2007 kl. 00:18

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Því miður virkar þetta ekki alveg svona. Einhvern veginn virðast allar gjörðir vera endalegar og óafturkræfar og enginn ber ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut. Því miður er það staðreynd sem margsinnis hefur sannað sig. Hvað hafa til dæmis verið stofnaðar margar nefndir sem eiga að fara yfir hlutina til þess eins að tryggja það að klúður og sóun á almanna fé og eignum endurtaki sig ekki. Með akkúrat engum árangri.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 00:32

8 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Hallgrímur ér innilega sammála þér

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 6.10.2007 kl. 00:37

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Simmi takk fyrir það.

Kv, Halli 

Hallgrímur Guðmundsson, 6.10.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband