Færsluflokkur: Bloggar
Það er við hæfi að hlusta á þetta meðan þið lesið þessa sögu.
Ég kom inn á það í síðustu færslu að ég myndi segja sögu mína um sjóslysið sem ég lenti í þá rétt að verða verða 15 ára gamall. Það tekur smá tíma að skrifa þessa sögu svo vel sé, einnig er erfitt að rifja þetta upp sem fólk kemur kannski til með að skilja þegar sagan verður birt. Ég ætla að segja eina sögu hér áður en ég sest niður og skrifa reynslusögu mína um þetta sjóslys. En þessi saga er af öðru slysi sem mótaði mig mikið og hafði gríðarleg áhrif á líf mitt.
Mörgu sinni hefur maður lent í aðstæðum eftir þetta sem ekki geta talist mannlegar á nokkur hátt, en til allra lukku hefur eitthvað vakað yfir mér sem haldið hefur yfir mér verndarhendi og skilað mér heim til fjölskyldu og vina minna. Mörg okkar lendum við í aðstæðum þar sem við fáum engu ráðið, náttúran tekur stundum völdin í sínar hendur og við horfum vanmáttug á skelfilega hluti gerast sem flest okkar halda að komi bara fyrir einhvern annan. Þetta sem við höldum að komi bara fyrir einhvern annan getur komið fyrir okkur sjálf, erum við einhvern tímann undir það búin? Þessu fékk ég að kynnast svo um munaði og mun ég seint ef þá nokkurn tíman gleyma því.
18. desember 1993 strandar Bergvík Ve í Vaðlavík á Austfjörðum áhöfninni var bjargað í land. Ég var skipstjóri á þessum bát, en fyrir þessa afdrifaríku sjóferð tók ég mér frí og fór heim til Eyja í jólafrí og kom eigandinn um borð og leysti mig af. Nokkrar tilraunir voru gerðar til að ná bátnum út fyrir áramót og mistókust þær allar. Eftir áramótin nánar tiltekið 9 janúar 1994 var hafist handa aftur og var dráttarbáturinn Goðinn fenginn í það verkefni að ná Bergvík á flot. Fyrstu aðgerðir um kvöldið og fram á nótt lofuðu góðu. Um nóttina var ákveðið að hætta aðgerðum og bíða eftir flóði sem yrði um hádegi daginn eftir. Veður fór versnandi og slakaði áhöfnin á Goðanum út öllum vír sem þeir höfðu um borð og færðu sig utar á víkina og héldu sjó.
Við sem vorum í landi höfðum samband við áhöfn Goðans og var allt í góðu lagi um borð hjá þeim. Eftir það förum við í bústað sem einn björgunarmannanna frá Eskifirði átti og fórum að sofa. Um kl hálf níu vöknum við í bústaðnum, það var komið snarvitlaust veður, við reyndum að kalla í Goðann með talstöð sem við höfðum, ekkert svar. Þá var reynt að hringja í þá og sama sagan ekkert svar. Þetta var óþægileg tilfinning, helltum við upp á kaffi í snatri og drifum okkur á stað niður í fjöru. Sjónin sem blasti við okkur þegar við komum niður í fjöru var svakaleg. Brak og drasl eins og hráviði um allt, maginn á mér fór í hnút, óttinn um hið hræðilega var staðreynd.
Við okkur blasti hræðilegi raunveruleiki, stórslys hafði gerst. Goðinn hafði farist, hann var í brimgarðinum miðjum um það bil 300 metra frá landi. Brakið úr honum var dreift um allt og björgunarbátarnir voru syðst í víkinni. Við skiptum með okkur verkum, menn fóru að athuga með björgunarbátana og leita inn eftir sandinum. Ég var eftir í fjörunni og fylgdist með, það voru menn um borð og fljótlega fóru þeir að tínast upp á stýrishús Goðans enda var að falla að og Goðinn fór hvað eftir annað á kaf í brimsköflunum.
Ég fylgdist með og taldi þá sem fóru upp á stýrishús, það vantaði einn. Um mig fór hrollur, hvar var hann, hvað gerðist? Vanmátturinn var algjör, veðrið versnaði og enn vantaði einn. Fjöruborðið var þakið braki úr Goðanum, ég gekk fram og aftur með fjörunni, milli þess sem ég fylgdist með Goðanum og vonaði að þessi eini sem vantaði skilaði sér upp á stýrishús, horfði ég leitandi í brakið sem velktist um í fjöruborðinu. Þá gerðist það sem ég óttaðist mest, það kom mikil fylla inn og þurfti ég að hörfa lengra upp í fjöruna svo aldan tæki mig ekki með, þegar aldan fór út aftur lá maður við hliðina á mér.
Ég greip strax undir handarkrikana á honum og kom okkur lengra upp í fjöruna. Þetta var ekki auðvelt verk, fyrir það fyrsta hugsaði ég um að gera þetta á þann hátt að félagar hans um borð í Goðanum yrðu ekki varir við þetta. Ég fékk nett sjokk ég var þarna staddur í vík austur á fjörðum í snarvitlausu veðri með vin minn í fanginu. Ég reyndi mig máttlausan við að koma lífi í hann, en þótt það væri hverjum ljóst að það væri vonlaust hélt ég áfram, vanmátturinn, reiðin og sjálfsásökunin voru öllu yfirsterkari, hann skyldi lifa. Hefði þetta gerst ef ég hefði ekki tekið frí? Hvað átti ég að segja við konuna hans? Margar spurningar flugu um hugann. Ég hélt áfram, guð minn góður hvað ég reyndi mikið, en allt kom fyrir ekki Geiri vinur minn var dáinn. Ég grét, ég barði í sandinn, reiðiöskrin hefðu ein átt að duga til að lífga hann við, en allt kom fyrir ekki hann var farinn. Ungur maður í blóma lífsins hafði kvatt þetta líf. Þetta var góður vinur minn sem ég kynntist svo vel á árum mínum í Stýrimannaskólanum í eyjum, hann kláraði skólann tveimur árum á undan mér.
Hinum var svo bjargað af þyrlusveit hersins á síðustu stundu, þeir hefðu ekki lifað um borð við þessar aðstæður mikið lengur enda voru þeir búnir að hanga bundnir við skorsteininn aftast á stýrishúsi Goðans frá því snemma um morguninn og það var að koma kvöld. Um þetta björgunarafrek má lesa í bók Óttars Sveinssonar Útkall Íslenska Neyðarlínan. Þar segir einnig frá æsilegri flugferð sem ég lenti í með þeim úr Vaðlavík og þangað til við lentum á planinu fyrir framan Kaupfélagið á Neskaupstað með tvo úr áhöfn Goðans sem voru vægast sagt illa á sig komnir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 24.3.2008
Það setur að mér hroll við svona fréttir.
Þegar ég les fréttir af skipum og bátum sem farast fæ ég undantekningarlaust hroll. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því í fáum orðum hvernig það er að lenda í sjóslysi. Eitt er þó víst að þeir sem lenda í sjóslysum og upplifa það að sjá nánast ekkert annað en skaparann með opnan arminn tilbúinn að taka við manni verða í fæstum tilfellum samir á eftir.
Að lenda í sjóslysi þar sem skipið manns ferst er þvílík raun að mörg ár ef ekki áratugi getur tekið að ná sér sæmilega, flestir ef ekki allir ná sér aldrei að fullu. Barátta við náttúruna í þessu tilfelli sjóinn er ekkert grín, svona hlutir gerast venjulega þegar veður eru slæm og þá erum við bara pínulítil peð sem upplifum okkur vanmáttug fyrir ægisöflunum. Kraftur og þrek er ansi fljótt að hverfa, svo ekki sé talað um kuldann.
Lífið fer í gegnum hugann á örskotsstundu og einnig allt það sem átti eftir að gera, konan, börnin góðu stundirnar, þetta fer allt eins og flassmynd í gegnum hugann á hraða ljóssins, síðan upphefst baráttan við sjóinn og hún er erfið, hann er óvæginn, sterkur og skratti kaldur.
Nú eru liðin rúm 30 ár frá því að ég lenti í frekar slæmu sjóslysi, til allrar hamingju fórst enginn en það stóð mjög tæpt. Í því slysi var eins og oft áður þegar sjóslys verða var kolvitlaust veður og skítakuldi enda gerðist þetta í nóvember. Fyrsta áfallið er að upplifa það að skipið manns, skipið sem maður treystir er að farast. Síðan fylgja mörg annarskonar áföll í kjölfarið sem verður ekki lýst hér í þessari grein. ( kemur kannski síðar hver veit?)
Þótt það séu liðin þetta mörg ár frá því að ég lenti í þessum ósköpum gleymist þetta aldrei. Ég hef alltaf stundað sjóinn og verið skipstjóri til margra ára, þessi atburður blundar alltaf undir niðri og gerir það að verkum að ég er stöðugt að fylgjast með öllu sem er í gangi fyrir utan skipið hjá mér. Þetta er þó ekki þannig að um hræðslu sé að ræða, þá væri ég löngu hættur. Heldur er þetta einhver ómeðvituð aðgæsla sem gerist sjálfkrafa án þess að það trufli aðrar athafnir. Ég fyllist af sorg þegar kollegar mínir, hvar sem í heimi þeir eru staddir lenda í svona ósköpum.
Þetta myndband minnir okkur á það hvað við erum að glíma við.
![]() |
Fjórir sjómenn fórust og eins er saknað við Alaska |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
sun. 23.3.2008
Hvað sagði Dabbi dæmalausi um árið?
Jú við getum lokað sjoppunni og flutt til Kanarí, þetta voru orð Dabba dæmalausa fyrir ekkert svo mörgum árum síðan.
Er sá tími kominn að sjoppan lokast sjálfkrafa með tilheyrandi hörmungum?
Mér sýnist Íslendinga og þá helst stjórnvöld vera búin að framkvæma sömu hlutina og frændur okkar Færeyingar framkvæmdu fyrir gjaldþrot Færeyja. Eitt fannst mér mjög merkilegt, þegar Dabbi dæmalausi hætti í pólitík og labbaði inn í Seðlabankann þá var það eitt hans fyrsta verk að hreyta skít í efnahagsstjórnun stjórnvalda.
Var það ekki sú efnahagsstjórn sem hann sjálfur skóp og dásamaði alla sína ráðherratíð og er verið að dröslast með enn þann dag í dag? Ég hef sakað þess undanfarið að heyra ekki söng stjórnvalda um dásamlegan stöðugleika og hvað allir hafa það gott á þessu baneitraða skeri. Ein spurning að lokum, hver réð Dabba dæmalausa í stöðu Seðlabankastjóra?
![]() |
Eitraður vogunarsjóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 22.3.2008
Þetta er rosalegt !


![]() |
Rosabaugur um tunglið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
fös. 21.3.2008
Óheppnasta kona í heimi.
Hvað er hægt að vera óheppnari en að fá skötu í lágflugi beint í hausinn? Blessuð sé minning konunnar. Skötur eru yfir höfuð ekki á flugi svona dagsdaglega, þeim líkar einfaldlega ágætlega við að vera neðansjávar. Þetta er kannski það næsta sem við sjómenn megum fara að passa okkur á, fljúgandi skötum á leiðinni í hreiðrin sín.
![]() |
Lést eftir högg frá arnarskötu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fös. 21.3.2008
Það er afslappandi að hlusta á
þessa söngkonu, hún er í sérstöku uppáhaldi hjá mér.
Svo er þetta einn sem mér finnst nokkuð góður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 17.3.2008
Er Einar K Guðfinnsson á leið til Norður Kóreu?
Ekkert vanta upp það hjá blessuðum RÁÐHERRA Einari K. Guðfinnssyni að upphefja sig og lygaþvæluna á alþjóðavettvangi. Hér er Hlekkur á bloggið hans og það sem ég er að vitna í. Tilvitnun í grein Einars."Okkar fámenna ríki nýtur á vettvangi eins og FAO mikils álits. Árangur okkar við auðlindanýtingu og uppbyggingu sjávarútvegs sem atvinnugreinar skapar okkur gott orðspor." Um hvað er Einar að tala, býr maðurinn ekki á Íslandi og er það ekki hann sem stýrir sjávarútvegsmálum Íslendinga? Hvernig getur hann talað um uppbyggingu sjávarútvegs á Íslandi? Væri ekki nokkuð nær lagi að tala um niðurrifsstefnu í sjávarútvegi með tilheyrandi hörmungum landsbyggðarinnar? Niðurskurður í þorskveiðum byggður á mjög svo vafasömum upplýsingum hafa komin veiðum í sögulegt lágmark, skuldir sjávarútvegsins í sögulegum og sorglegum hæðum sem vandséð er hvernig verði borgaðar. Jú þetta er það sem blessaður maðurinn telur glæsilegan og eftirsóknarverðan árangur. Maður getur ekki annað en spurt, í hvað sólkerfi er Einar K Guðfinnsson?
Einar byrjar sín skrif á vægast sagt einkennilegan hátt," Beint fyrir framan mig á fundi hjá FAO á dögunum, sátu fulltrúar frá Norður Kóreu. Þeir virtust ekki vinamargir, en fögnuðu hins vegar innilega þegar vinir þeirra frá Burma ( Myanmar) gengu að borði þeirra. Sækjast sér um líkir. Þarna var greinilega fagnaðar- og vinafundur og undireins spurt hvort Kínverjar væru á næstu grösum.
Það er með Norður Kóreu eins og ýmis önnur ríki, þar sem mannréttindi eru fótum troðin og virðing fyrir einstaklingunum engin, að heiti ríkisins er skrautlegt." Tilvitnun líkur.
Hvað er Einar sjálfur að gera á Íslandi? Eru mannréttindi og stjórnarskrárvarinn réttur fólks virtur af honum sjálfum í hans eigin landi? Mín skoðun er sú að Einar K á einnig heima við þetta borð sem hann vil flokka svona með allt að því viðbjóðslegri hræsni og fyrirlitningu.
Miða við vinnubrögðin hér heima er hreint ekki ólíklegt að Einari K hefði verið boðið ráðgjafadjobb í Kóreu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 16.3.2008
Hannes Hólmsteinn gæti lagað
lagað mannorð sitt aðeins á einfaldan hátt. Góð byrjun væri til dæmis, skrifað lærða grein með opið fyrir skilningarvitin og kynnt síðan um víða veröld árangur og óréttlæti kvótakerfisins, og svona í leiðinni farið yfir það hvernig mannréttindi eru meðhöndluð og virt á Íslandi.
Ef marka má þessa frétt virðist eitthvað vera að fjara undan ( fræðimanninum )
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 13.3.2008
Sorglegt hvernig sumir fara með börnin sín.
Þetta myndband er á síðunni hjá Sigfúsi bloggvini mínum. Ég varð einfaldlega orðlaus, hvernig getur fólk gert svona hluti?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 10.3.2008
Nú er það ekki...
![]() |
Íslendingar eldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)