Færsluflokkur: Bloggar

Góða helgi gott fólk.

Ég mæli með þessu fyrir svefninn. Njótum morgundagsins.

Þegar ég sá konuna mína í fyrsta skipti

sönglaði ég eitthvað á þessa leið.InLove   Í hljóði annars hefði hún flúið á glæsilegu stúlknameti og við værum pottþétt ekki gift í dag...Wink


Viltu ekki bara berja mig.

Eða réttara sagt eina sem ég get boðið þér upp á núna er að berja mig. Ég bara á enga aur til að geta Slagsmál staðið við gerðan samning.Wink   Sumir telja þetta eðlileg samskipti í viðskiptum.Shocking Hvað finnst þér?

Sukkað með almannafé og neita upplýsingum.

Eru svona vinnubrögð boðleg almenningi? Sjá hér. Ráðaneytið neitar að gefa upplýsinga um notkun áKossinn almannafé. Kemur okkur ekkert við hvernig almannafé er notað? Hvað er verið að fela, hvað er svona viðkvæmt? Er þetta kannski liður stjórnvalda í björgunaraðgerðum, sem sagt fylla í skarðið sem auðjöfrarnir skyldu eftir sig í leigu á einkaþotum? Eða eru Geir og Solla að dunda við eitthvað á ferðalögum sem þola ekki dagsljósið, hvað veit maður?Whistling Ef myndin er skoðuð gæti gróa á leiti sprottið fram af fullum þunga.Wink

Rússar sýni Nojaranum klærnar.

Mér lýst vel á þær aðgerðir Rússa að senda skip til Svalbarða og verja sína menn þar. Það er eiginlega hreint með ólíkindum hvað Norðmenn fá að vaða uppi með frekju og yfirgang í Norðurhöfum. Hvernig hafa Íslensk stjórnvöld brugðist við þessum yfirgangi? Jú afturendinn á Norðmönnum skal sleiktur tandurhreinn og mikilvægi góðra samskipta borið við.

Ruglið og þvælan náði frábærum hæðum þegar Íslensk fiskiskip héldu til veiða í smugunni. Norðmenn grenjuðu og hvað gerðist? Jú liðleskjurnar (Íslensk stjórnvöld) byrjuðu að setja hin og þessi lög og reglugerðir sem farið skildi eftir á alþjóðlegu hafsvæði. Ekki nóg með það varðskip sent norður í haf til að halda uppi eftirliti með glæpagenginu, auðvitað var það skýrt fínum nöfnum svo sem þjónustuskip fyrir flotann.

Ekki rekur mig minni til að varðskipið hafi staðið í vörnum fyrir okkar menn þegar sem mest gekk á þarna og skemmst að minnast þess þegar norska gæslan skapaði stórhættu við Svalbarða í yfirgangi sínum. Ekki svo mikið sem mótmæli bárust frá stjórnvöldum, afturendinn sleiktur áfram og liðleskjan sem sat þá í stól sjávarútvegsráðherra lét ekki ná í sig, það er einhvern veginn þannig að þegar þarf að svara óþægilegum spurningum þá næst ekki í neitt af þessum liðleskjum og yfirgangurinn heldur áfram.


mbl.is Norðmenn færðu rússneskan togara til hafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Söfnunin fyrir Hannes Hólmstein...

fær verðuga umræðu ef miða má við þá sem tjáð hafa sig um hana hér á blogginu.Wink
mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heilbrigður prestur.

Er ekki skárra að gaurinn sæki svona staði frekar en vera fiktandi í smástrákum sem í sókninni eru? Það eru í það minnsta ekki óalgengar fréttir frá henni Ameríku. Um þetta má svo lesa hér.

Ríkisstjórnin og Seðlabankinn bjargi almenningi.

Í fréttum stöðvar 2 í hádeginu lýsti forsætisráðherra því yfir að ríkisstjórnin hiki ekki við að bjargaGeir Haarde bönkunum ef þeir lendi í ógöngum. Ríkissjóður er svo til skuldlaus, þetta staðhæfir forsætisráðherra gott mál ef satt er. En er það ásættanlegt að ríkissjóður taki á sig útrásaræði bankanna sem virðist vera byggt á sandi og engin innistæða var fyrir?

Seðlabankastjóri talar um óprúttna miðlara sem gert hafa aðför að Íslensku efnahagskerfi. Þarf þessi maður ekki að rökstyðja svona málflutning? Er það ásættanlegt að maður í þessari stöðu gaspri svona ásakanir út yfir heimsbyggðina án þess að færa einhver rök fyrir máli sínu? Hvað var það annars sem Davíð Seðlabankastjóri sagði fyrir örfáum dögum? Jú atlagan sem gerð var að gjaldmiðlinum var framkvæmd af innanlandsspákaupmönnum ekki erlendis frá. Þarf þá alþjóðlega rannsókn á því máli, ég bara spyr?Foringinn

Það er nú ekki eins og þessi ósköp sem dunið hafi yfir hafa komið á óvart. Á þetta hefur verið bent bæði hér innanlands sjá hér og erlendis. Auðvitað eru allir sem á þetta hafa bent heimsk fífl sem ekkert vit hafa á málunum, Ísland er nefnilega svo sérstakt að leitun er að öðru eins. Það er akkúrat ekkert sérstakt við þetta fjármálakerfi, við erum nefnilega tengd við umheiminn og alþjóðavæðinguna, ekki satt? Við þurfum ekki lengur að ferðast á hestum milli bæja á fundi, eða bíða í marga mánuði eftir næsta skipi til Köben.

Ef einhverjum á að bjarga þá að að bjarga almenningi frá þeirri glæfrastefnu sem farin hefur verið og hverjir hafa stjórnað henni? Eru það ekki bankarnir sem nú á að fara að bjarga? Hvað er ekki oft búið að upphrópa þessa menn sem algjöra snillinga á sínu svið og þegið hafa svimandi laun vegna þess eins hvað þeir eru æðislega færir og útsjónarsamir?Dóri Blöndal

Látum nú reyna á hæfnina og útsjónarsemina, þeir ættu ekki að vera í vandræðum með að redda þessu smámáli, þeir eru jú svo asskoti klárir strákarnir. En almenningi á að bjarga og verja, við eigum ekki að þurfa að borga fyrir stuttbuxnaguttana. Einu veitt ég þó athygli þegar sýnt var frá fundinum í Seðlabankanum í gærkvöldi, er Seðlabankinn að breytast í elliheimili sjálfstæðisflokksins? 

Mínar hugleiðingar á laugardegi.

Góðar stundir. 

 


Þetta mættu fleiri taka sér til fyrirmyndar.

Það þýðir greinilega ekkert annað í þessu þjóðfélagi en láta verkin tala. Mótmæli eins og þau hafa verið framkvæmd á Íslandi til þessa hafa engu skilað. Nú er svo komið að bregðast verður við með áhrifaríkari aðgerðum, ég persónulega styð þessar aðgerðir heilshugar. Er ekki komið að því að fólki almennt er farið að misbjóða gróflega aðgerðarleysi og vanmátt stjórnvalda?
mbl.is Vegi lokað við Rauðavatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarmaður á flótta.

Hvaða skilaboð eru þetta, er trúverðugleikinn ekki meiri fyrir eigninni en svo að rétt þykir að selja þegar allt er á botninum? Eða er botninum ekki náð, er kannski langt í hann enn og menn því lagðir á flótta. Um þetta má lesa hér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband