Færsluflokkur: Bloggar
fös. 26.9.2008
Hjólgraði, sársvangir og fatalitlir Íslendingar
í hefðbundnum helgarinnkaupum... Nú þegar kreppir að þá er þetta einfaldlega eðlileg viðbrögð Homo Sapiens við einfalda sjálfsbjargarviðleitni í grunnatriðum og undirstöðu alls lífs sem er, allir þurfa að borða, allir þurfa föt og allir þurfa á kynferðislegri útrás að halda, ekki satt?
Síðasta atriðið á kannski ekki við um hörðustu öfga femínistabeljurnar, allir aðrir flokkast í þann flokk meira að segja Nunnur, en það er söguleg staðreynd að kertanotkun í Nunnuklaustrum er ótrúlega mikil, reynda svo mikil að allt hjal og kjaftæði um rómó kvöldstundir við kertaljós duga ekki sem rök...
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Fólk staðið að hnupli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 26.9.2008
Hvað er þetta með ljóskur, eða er þetta tilviljun???
Það var heitt í veðri og ljóskan var á rölti um bæinn þegar
hún sá gossjálfsala og ákvað að nota tækifærið og fá sér
ískalt gos. Hún gengur upp að sjálfsalanum og setur pening
í raufina.
Peningurinn rennur út aftur. Þetta gerist í hvert skipti
hjá henni þegar hún setur pening í raufina, en alltaf gerir
hún þetta aftur og aftur-pening í og hann rennur úr, pening
í og hann rennir út...
Þar sem það var mjög heitt í veðri og margir að hugsa það
sama og ljóskan, að fá sér kalt að drekka var komin röð
fyrir aftan hana. Einn ungur maður sem var orðin ferlega
þreyttur og þyrstur segir ljóskunni að fara drífa sig því
það séu fleiri sem þurfi að komast að.
Ekki að ræða það, segir ljóskan um hæl og bætir
við....Ég er að vinna fullt af pening, sérðu það ekki?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 24.9.2008
Desperat snarklikkuð einstæð einmanna
kanadrusla á karlaveiðum. Við strákarnir viljum nú hafa þær aðeins dannaðri en þetta, ekki satt?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Fótboltamamma missti byssuleyfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 22.9.2008
Þá er það staðfest ég er
akkúrat engin helvítis karlremba, það staðfestist á launaumslaginu sem er afspyrnuþunnt...
Smellið á myndina....
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
Karlrembur fá hærri laun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 21.9.2008
Flokkast það undir brot á friðhelgi einkalífsins
að upplýst sé um ofbeldi sem beitt er gagnvart öðrum aðila? Ég veit ekki um ykkur en mér persónulega finnst það skylda hvort heldur einstaklingar eða fjölmiðlar upplýsi um svona mál.
Úr fréttinni "Lögmaður Benjamíns segir birtingu myndbands, sem sýnir Benjamín ráðast með grófu ofbeldi á umdeildan athafnamann, fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu"
Nú spyr ég, hvað með þann sem beittur var ofbeldinu, á hann engan rétt, má bara labba um og berja fólk í stöppu og hóta síðan málarekstri og heimta skaðabætur frá þeim sem upplýsir um málið?
Hvað er að þessum lögfræðingi sem ofbeldismaðurinn hefur, er honum hótað líka ég bara spyr? Er þetta ekki bara spurning um að finna sér vinnu sem gefur nóg í aðra hönd, þá þarf ekki að stunda svona iðju sem aukavinnu?
Eða er bara búið að éta of mikið af viðbjóði sem gengið hefur frá allri heilbrigðri skinsemi sem við jú fæðumst flest með og ræktum svo með okkur á lífsleiðinni okkur til heilla? Um þetta má svo lesa hér.
Verið góð við hvert annað.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 16.9.2008
Að hugsa, tala og hreinlega vinna með rassgatinu
er orðatiltæki sem oft kemur fyrir í tali manna (kvenna) á milli. Það er ótrúlega oft sem þessu orðatiltæki er hent fram og þá oft á tíðum í mjög svo fjörlegum umræðum um hin ýmsu málefni eða hreinlega um einhvern sérstakan einstakling...
Ég persónulega nota þetta frekar lítið mín lýsingarorð eru, við skulum segja svolítið meira brútal og það allra fínasta í Íslensku tungumáli er sett á hóld meðan hamfarirnar ríða yfir og menn og málefni fá sem snöggvast réttnefni að mati síðuritara...
Hvað sem því líður þá eru þó nokkuð margir sem hreinlega geta ekki gert nokkurn skapaðan hlut öðruvísi en með rassgatinu. Sem aftur leiðir það af sér að verkin eru í besta falli algjörlega misheppnuð skítaverk...
Ekki ætla ég að nefna neinn sérstakan af þeirri einu ástæðu að eiga það á hættu að verða stefnt fyrir herlegheitin og sparkað út af moggablogginu. En myndin með þessari færslu á vel við nokkuð marga sem ég hef gagnrýnt hvað mest...
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
þri. 16.9.2008
Um hvað viljið þið tala krúttin mín
Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir fjörugar og líflegar umræður. Ykkar er valið og fjörið getur hafist. Þessu er lofað í stjörnuspá dagsins og ekki lýgur hún, svona lýtur spá dagsins út.
BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Allt verður meira spennandi þegar þú ert með. Láttu reyna á þessa kenningu. Leggðu þitt af mörkum í samræðum og sjáðu hvernig lifnar yfir þeim.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
þri. 16.9.2008
Misheppnað uppeldi á dóttir Geirs Haarde
Þegar maður les pistil Helgu Láru Haarde, dóttir Geirs H. Haarde forsætisráðherra á vefnum deiglan.com má alveg eins skilja það sem svo að uppeldið á henni hafi eitthvað misfarist. Í það minnsta kemur hún sjálf inn á það að staða kvenna lagist ekkert fyrr en uppeldið lagist. Hún væntanlega verður kannski sá hlekkur Haarde ættarinnar sem rífur familíuna upp og fer að ala liðið upp af einhverju viti, hver veit?... Staða kvenna hefur lítið lagast á undanförnum árum og áratugum, ef lesið er út frá skrifum Helgu Láru er þess ekki langt að bíða að breyting verði á.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 15.9.2008
Þar sem enginn veit
neitt með nákvæmum hætti þá er algjörlega nauðsynlegt að bregðast við með þeim sem hætti sem enginn veit hver er... Þegar svo brugðist hefur verið við með þeim hætti sem enginn veit hver er enda veit enginn neitt, þá fyrst er hægt að meta hver áhrifin nákvæmlega eru á óvissuþættinum sem enginn veit nokkuð um og hvort það sé yfir höfuð einhver hætta, nema þá helst af Alþjóðlega dýraverndunarsjóðnum, IFAW sjálfum og þeim prelátum sem þar eru....
Þvílík vitleysa, er þetta virkilega orðrétt haft eftir þessum blábjánum? Ef svo er þá er rétt að spyrja þá til nafns, ég stórefast um að þeir viti svarið....
Góðar stundir.
Of mikill hávaði í hafinu fyrir sjávarspendýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
sun. 14.9.2008
Þenji sig upp í 30 þúsund dB
hávaða er ekkert smotteri en með þrumandi röddu bæjarstjórans sem forsöngvara er hreint ekki álíklegt að þetta takist. Að sjálfsögðu er sungið, það er gott að búa í Kópavogiiiiiiiiii... Þessu hljóta að fylgja talsverðir vindverkir.
Verið góð við hvert annað í dag.
Góðar stundir.
Kópavogsbúar þenja sig í 30 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)