Hvað er þetta með ljóskur, eða er þetta tilviljun???

Það var heitt í veðri og ljóskan var á rölti um bæinn þegargrin.jpg
hún sá gossjálfsala og ákvað að nota tækifærið og fá sér
ískalt gos. Hún gengur upp að sjálfsalanum og setur pening
í raufina.

Peningurinn rennur út aftur. Þetta gerist í hvert skipti
hjá henni þegar hún setur pening í raufina, en alltaf gerir
hún þetta aftur og aftur-pening í og hann rennur úr, pening
í og hann rennir út...

Þar sem það var mjög heitt í veðri og margir að hugsa það
sama og ljóskan, að fá sér kalt að drekka var komin röð
fyrir aftan hana. Einn ungur maður sem var orðin ferlega
þreyttur og þyrstur segir ljóskunni að fara drífa sig því
það séu fleiri sem þurfi að komast að.

“Ekki að ræða það,” segir ljóskan um hæl og bætir
við....”Ég er að vinna fullt af pening, sérðu það ekki?”

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður!

Ég þekki eina ljósku sem lenti í því í útlöndunum þegar hún var að keyra sá hún að það var laust stæði inn á einhverju lokuðu bílastæði.

Hún keyrir að og sá að maður átti að setja pening inn í eitthvað box og hún smellir peningnum inn og þá glymur í boxinu eitthvað á þýsku, nú hún skilur ekkert hvað var verið að segja og hún kallar í átt að  boxinu "Hello, do you speak english?" Og röddin í boxinu endurtekur sömu rulluna og ljóskan orðin pínu óþolinmóð og gargar eitthvað í þá áttina "hey ég skil ekki boffs hvað þú ert að segja djöf... dónaskapur ég skil ekkert í þýsku og þú heldur áfram að tuða!"

Þá kemur einhver kall sem var búinn að bíða fyrir aftan hana og spyr hvað hún væri að gera? og hún náttúrulega sagði að einhver kelling væri að tuða eitthvað sem hún skildi ekkert og þá sagðir kallinn, 

"hmmmmm þetta er bara automat sem segir á forrituðu máli ýttu á hnappinn til að fá hliðið opnað! "

Þetta er 100%sönn saga um ljósku sem ég þekki!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Góður þessi,,, þetta er þá sem sagt engin tilviljun...

Hallgrímur Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband