Flokkast það undir brot á friðhelgi einkalífsins

að upplýst sé um ofbeldi sem beitt er gagnvart öðrum aðila? Ég veit ekki um ykkur en mér persónulega finnst það skylda hvort heldur einstaklingar eða fjölmiðlar upplýsi um svona mál.

Úr fréttinni "Lögmaður Benjamíns segir birtingu myndbands, sem sýnir Benjamín ráðast með grófu ofbeldi á umdeildan athafnamann, fela í sér brot á friðhelgi einkalífs sem njóti verndar stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu"

Nú spyr ég, hvað með þann sem beittur var ofbeldinu, á hann engan rétt, má bara labba um og berja fólk í stöppu og hóta síðan málarekstri og heimta skaðabætur frá þeim sem upplýsir um málið?

Hvað er að þessum lögfræðingi sem ofbeldismaðurinn hefur, er honum hótað líka ég bara spyr? Er þetta ekki bara spurning um að finna sér vinnu sem gefur nóg í aðra hönd, þá þarf ekki að stunda svona iðju sem aukavinnu?

Eða er bara búið að éta of mikið af viðbjóði sem gengið hefur frá allri heilbrigðri skinsemi sem við jú fæðumst flest með og ræktum svo með okkur á lífsleiðinni okkur til heilla? Um þetta má svo lesa hér.

Verið góð við hvert annað. 

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég væri ekki hissa Halli, þó hann hefði eitthvað fyrir sinn snúð. Það er svo margt undarlegt sem kemur frá dómstólunum. En ég er ánægður með það að 365 ætla ekki að lúffa fyrir yfirgangsseggnum, þeir fá prik fyrir það.

Þátturinn hefði nú reyndar sett svo niður við það að taka senuna út, að hann hefði ekki staðið undir nafni á eftir.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.9.2008 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband