Færsluflokkur: Bloggar
sun. 27.9.2009
Er að pæla í að loka þessari síðu.
Svo kemur stóra spurningin.
Hvert á að fara?
Hvaða skoðun hafið þið á því kæru lesendur?
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
lau. 26.9.2009
Svona gerir maður ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fös. 5.12.2008
Ég veit hvað mig langar í jólagjöf
Í dag skrapp ég aðeins í heimsókn í vinnuna hjá minni ekta frú sem er í sjálfum sér ekki frásögu færandi. Nema hvað þessi heimsókn varð aðeins öðruvísi en ég átti von á.
Þegar ég kom skokkandi skælbrosandi inn í Zik Zak horfði mín á mig með undurfurðulegu augnaráði, svona eins og hún væri að reikna út hversu móttækilegur ég væri fyrir óvæntum fréttum, þetta þekkjum við allir.
Ég var að sjálfsögðu dreginn á bak við og boðið heitt kakó og piparkökur og sá orðið fyrir mér flott axlanudd (enda er hún lærður nuddari) þar sem ég sat í mestu makindum sárasaklaus og gæddi mér á kræsingunum.
Þá hvíslar mín ofurnett í eyra mér, ÉG VEIT NÁKVÆMLEGA HVAÐ ÉG VIL Í JÓLAGJÖF. Ég lagði rólega frá mér kakóbollan og horfði beint í augu konunnar og sagði, af hverju líður mér einkennilega núna. Það hafði ekkert með kakóið eða piparkökurnar að gera þessi furðulega líðan mín.
Hvað er þetta með konur þegar maður segir nákvæmlega það sem manni finnst? Það er bara hlegið og haldið áfram eins og enginn sé morgundagurinn að tala um þessa frábæru jólagjöf. Hvað gerir maður ekki fyrir þessa elsku, það var arkað á stað í einhverja tuskubúð og mér sýnd þessi frábæra jólagjöf sem mín var nýbúinn að finna handa sjálfum sér.
Það vita allir hvernig þetta endaði, gjöfin flaug ofan í poka og einhverjum þúsund köllunum fátækar fékk ég náðarsamlega að klára kakóið mitt ónuddaður.
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mið. 12.11.2008
Flottasta trix sem vitað er um
að ná sér í fjölskylduafslátt.
Góðar stundir.
Ekkjan lést á leið í kirkjugarðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 6.11.2008
Hollendingar ríða eins og vitleysingar
um leið og ljósin slokkna. Ef eitthvað er að marka þetta þá er eins gott að menn vandi sig betur í fluginu þarna. Nokkur svona slys og Kínverjar verða ekki lengur fjölmennasta þjóð heims.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
fim. 6.11.2008
Haldið á sjóinn með fullan poka af ljósaperum.
Tækninni fleytir stöðug fram og takmörkin er nánast engin. Nú er verðið að gera tilraunir með áhrif ljóssins á hegðun fisks. Er hægt að smala fiskinum með ljósi eins og sauðahjörð inn í rétt, sjá hér?
Nú vitum við það að fiskurinn bregst við náttúrulegri birtu og hegðar sér oft í samræmi við ljósið sem að ofan kemur, en þrátt fyrir það virðist fiskurinn haga sér mun meira í takt við straumskilyrði og velja sér svæði eftir botngerð frekar en einhverju öðru.
Hvað það er nákvæmlega sem hefur áhrif á hegðun fisksins sem veiddur er á grængolandi dýpi þar sem myrkrið er algjört allan sólahringinn er ekki gott að segja en þar virðist straumur, tími og tunglstaða hafa mikið að segja. Á grynnra vatni bregst fiskurinn klárlega við birtu og stórkostulegar breytingar á hegðun hans eftir mismunandi birtu eru oft á tíðum óþolandi ráðgáta og í rauninni ótrúlegt samspil náttúrunnar, sem er eins og margt annað eitt af því sem gerir þetta að þrælspennandi dulheimum.
Það er reyndar nánast vonlaust að lýsa þessum dulheimum og háttarlagi íbúa hafdjúpanna hér í nokkrum orðum, þetta var svona smávægileg útskýring á annars stórbrotnu umhverfi sem við eigum langt í land með að þekkja með einhverri vissu .
En að fréttinni aftur, ef hægt er að smala fiskinum svona saman þá er komin fram ótrúlegt sparnaðar tækifæri í veiðarfærakostnaði. Í stað þess að skrapa botninn með tilheyrandi áhættu á að hengil rífa drusluna, er einfaldlega mokað ljósum á fótreipið eins og höfuðlínuna og trollið látið svífa hljóðlega yfir botninum.
Þetta leiðir svo af sér annan sparnað hjá útgerðinni, ekki þarf að borga aukahluti fyrir netamenn. Netamenn eru sem sagt deyjandi stétt og í stað þeirra koma harðduglegir hálf rafvirkjar þrautþjálfaðir í peruskiptum þegar þær springa með tilheyrandi útleiðsluáhættu.
Í stað þess að vera með netageymslur yfirfullar af glæpsamlega dýrum netastykkjum og trollgarni af öllum heimsins gerðum og sverleika þá er haldið á sjóinn með fullan poka af sparljósaperum...
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
lau. 25.10.2008
Flott vídíó og brandari í tilefni dagsins.
Þar sem enginn Banki varð gjaldþrota á Íslandi í dag er full ástæða til að gleðjast.Drive Through ATM Accident!
Setjum svo einn nettan með í lokin...
Ung hjón um þrítugt voru búinn að koma börnunum í háttinn og voru að æfa náttúrunnar glímubrögð, þegar konan var komin á rétt rakastig sagði hún , elskan sæktu smokkinn. Smokkarnir voru geymdir í skúffu við endann á rúminu. Maðurinn sat þar og var að setja upp græjurnar þegar að 7 ára gamall sonur þeirra kemur inn í herbergið nývaknaður við vondan draum. Konan var fljót að hugsa og reif sængina upp að höku og þóttist vera sofandi, maðurinn var í vondum málum með flaggað í fulla stöng, en skellti sér á fjóra fætur á gólfinu til að fela dýrðina. Strákurinn spurði pabba sinn undrandi "hvað ertu að gera pabbi". Þá var kall fljótur að hugsa og sagði "ég hélt ég hefði séð mús, og sýndist hún hlaupa undir rúmið" Börn eru ekki eins vitlaus og fullorðið fólk heldur. Strákurinn spurði " pabbi, ef þú nærð henni , ætlarðu þá að ríða henni!!!!
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
þri. 30.9.2008
Það eru ansi margir leiðir og hafa farið
mjög illa út úr viðskiptum í félögum tengdum þessum mönnum, Þeim leiddist ekki þá. Rifjum þetta aðeins upp.
Skoðum þetta líka.
Síðan má spyrja sig, hverjir eru vondu gæjarnir?
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Telur Stoðir ekki fara í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 28.9.2008
Sumar konur velja kaðal sér til yndisauka
Sumar konur velja kaðal sér til yndisauka...
Á meðan aðrar riðlast á súlum...
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Harðfiskur og kynlíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 27.9.2008
Hvernig stelpar maður kynlífshjálpartæki?
Nákvæmlega svona lítur fréttin út á dv.is
Ætlaði að stelpa kynlífshjálpartæki
Tvær konur voru staðnar að hnupli í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag. Sú eldri, sem er á sextugsaldri, var tekin á Seltjarnarnesi og hin í vesturbæ Reykjavíkur en sú er á þrítugsaldri.
Tvítug stúlka var gripin í Kringlunni þegar hún hugðist yfirgefa verslun þar án þess að greiða fyrir fatnað sem hún hafði tekið og loks var karl á sextugsaldri staðinn að verki í ónefndri verslun á höfuðborgarsvæðinu en maðurinn ætlaði að stela kynlífshjálpartæki. Frétt lýkur.
Flott fyrirsögn.
Verið góð hvert við annað.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)