sun. 21.9.2008
Ég óska United aðdáendum til
hamingju að sleppa með jafntefli. Jafntefli var einfaldlega dauðagrís og ekkert annað, Chelsea átti að vinna þennan leik en þar sem þeir eru lítið betri en arfaslakt eða eigum við að segja úthaldlaust UTD liðið þá varð niðurstaðan jafntefli tveggja miðlungs lélegra liða. Sá sem lýsti leiknum (nenni ekki að muna hver það var) er í alvarlegri afneitun, STÓRMEISTARAJAFNTEFLI kallaði hann þetta hvernig sem það er svo hægt, ég sá bara einfaldlega ekkert stórmeistaralegt við þessa. Þarna voru 22 meðalskussar að eltast við bolta og vægt til orða tekið þá tókst skussunum ekki að gera þetta að spennandi sjónvarpsefni....
Nú sem aldrei fyrr er full ástæða til að vera góð við hvert annað, munið við eigum ekki morgundaginn..
Góðar stundir.
Stamford Bridge virðist óvinnandi vígi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 21:23 | Facebook
Athugasemdir
Og svo gerðu miðlungsliðið Liverpool og Stoke "stórmeistarajafntefli" líka.... enda svipað sterk lið þar á ferð.
Brynjar Páll Rögnvaldsson, 21.9.2008 kl. 17:08
Það var ekkert og aldrei talað um stórmeistara eitthvað eftir þann leik, ef þú Brynjar nennir ekki að skrolla niður um tvær færslur á þessari síðu þá getur þú lesið um það hér hvað ég hafði um þann leik að segja...
Það er engin ástæða til að vera að fegra einfalda hluti með einhverjum andskotans afsökunum til dæmis eins og ef þetta eða hitt hefði verið svona eða hinsegin þá hefði þetta gerst svona en ekki eins og það gerðist. Þetta fór einfaldlega svona og því verður ekki breytt ekki satt?
Eru menn virkilega svo heitir að þeir sjá aldrei veikleika sinna manna, ég bara spyr?
Hallgrímur Guðmundsson, 21.9.2008 kl. 17:22
Ákvað að svara þér hér, en þú ert vel ættaður synist mér, já það var gamann að Palla á Lyngey, flottur karl, fótbæltinn er marglungin og góð úrslit fyrir mítt líð en ósanngjörn í meira lagi, ótrúlegta ð Púllararnir skyldu ekki koma tuðrunni í netið hjá Stókurum miðað við sóknarþungann.
Grétar Rögnvarsson, 22.9.2008 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.