Færsluflokkur: Íþróttir
sun. 9.12.2007
Hatton barðist við tvo...
Það var frekar ömurlegt að horfa á þennan bardaga. Hatton var að berjast við tvo allan tímann. Það var engu líkara en að Cortes dómari hafi farið á taugum, eða hreinlega honum hefur verið mútað. Bardagaaðferðir Hatton eru einfaldar hann veður inn og berst í návígi, á leiðinni inn tekur hann yfirleitt á sig högg sem flestir boxarar þola ekki. Cortes dómari leyfði ekki návígi og sleit þá sífellt í sundur. Einnig leyfði hann Mayweather að snúa baki í Hatton í sífellu og beygja sig niður þessi skipti sem Hatton kom inn. Í staðinn fyrir að áminna Mayweather og taka af honum stig vegna brota á reglunum í hringnum hamaðist Cortes á Hatton og tók af honum stig, fyrir hvað er vandséð? Þennan bardaga verður að endurtaka og Cortes á ekki að fá að dæma fleiri bardaga, þessi reynslumikli dómari gerði sig sekan um fáránlega auðsýnilega hlutdrægni og vanhæfni. Ég tek það fram að ég er ekki sérstaklegur aðdáandi Hatton, reglunum á að fylgja í öllum íþróttum sama hvað þær heita. Öðruvísi er ekkert gaman að þeim.
Mayweather rotaði Hatton í 10. lotu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |