Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
sun. 1.6.2008
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í skugga
mannréttindabrota og valdníðslu kvótakónganna. Einar K. Guðfinnsson kemur sjálfsagt inn á það í sinni hátíðarræðu hvernig stjórnvöld hafa ákveðið að svæfa álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið. Hann flytur sjálfsagt einnig ræðu um það hvernig stjórnvöld hafa ákveðið að ganga gegn áliti mannréttindanefndar um það að greiða alls ekki bætur eins og nefndin áliktaði um.
Ekki kæmi mér það neitt sérlega á óvart að ónytjungurinn sleppti því algjörlega að nefna geðveikina sem á sér stað á leigumarkaðinum með aflaheimildir, svo ekki sé talað um verð á (gervi) varanlegum heimildum. Einnig brygði mér ekkert að heyra ónytjunginn flytja ræðu um það hvað sjávarútvegurinn sé gríðarlega öflugur, sjálfbær og arðsamur.
Ef Einar K Guðfinnsson flytur ræðu og lofsamar kvótakerfið, markmið og glæsilegan árangur þess með tilvitnunum í blómstrandi byggð og rífandi uppgang á landsbyggðinni, þá er ég einfættur svertingi með heilabúið í rassgatinu. Tilvitnun í lög um stjórn fiskveiða, 1. gr. laga um stjórn fiskveiða "Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu"
Góðar stundir.
![]() |
Helgistund á sjómannadegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.5.2008
Hverjum skyldi þetta vera



![]() |
Fylgi D-lista aldrei minna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 31.5.2008
Gerfigreind er eini raunhæfi
möguleiki ríkisstjórnarinnar, þar sem ljóst má vera að hin meðfædda greind sem flest okkar fæðast með virðist vera handónýt hjá ríkisstjórninni... Þess vegna gæti það verið mikill happafengur fyrir Nojarann og slæðudrottninguna að þessi stórkostulegi uppfinningarmaður sé kominn heim aftur...
Það má þá kannski segja að Ari Kristinn gæti reynst bjargvættur ríkisstjórnarinnar...
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
fös. 30.5.2008
Hvernig flokkur er Samfylkingin?
Svarið við þessari spurningu er síðuritara alvarlegt umhugsunarefni. Mér dettur einna helst í hug að Samfylkingin sé flokkur sem skipaður er hópi sem einna helst megi líkja við skítlegar Hænur og Vindhana sem apar allt upp eftir hverjum mannréttindaníðingnum á fætur öðrum í samstarfsflokki sínum. Nú bregður svo við að síðuritara dettur ýmislegt annað í hug en orðatiltækið og nafngiftina stjórnmálaflokkar þegar talað er um Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn.
Grétar Mar komst frábærlega að orði á alþingi í gær þegar hann nefndi herlegheitin. Pólitískar druslur og skítlega mannréttindaníðinga. Ég held ég láti duga í bili þessi góðu lýsingarorð Grétars þó mig blóðlangi til að nota smá sýnishorn að mínu annars frábæra tungumáli. Það er aldeilis óvíst að margur sem kæmi til með að lesa þær lýsinga létu það ógert að kvarta til umsjónarmanna bloggsins og krefjast þess að síðunni yrði lokað. En auðvitað gera það bara þeir einir sem eru fylgjandi þessum skítlegu mannréttindaníðingsöflum.
Þau orð sem sögð voru á alþingi í gær af stjórnarliðum um það hvernig bregðast ætti við og svara áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna sjá hér, dæma það best hverslags druslur fara með stjórn og á að kallast ríkisstjórn. Vanvirðingin gagnvart alþingi og lýðræðislegum vinnubrögðum er algjör, mannfyrirlitningin og virðingin fyrir mannréttindum á Íslandi er ekkert síðri.
Íslensk stjórnvöld hafa skipað sér á stall með stjórnvöldum eins og til dæmis herforingjastjórninni sem sat í Chile á sínum tíma. Sorgleg staðreynd sem ég er langt því frá sáttur við og ég leyfi mér að halda því fram að svo eigi við um ansi marga þegna þessa lands. Fólkið á landsbyggðinni sem nú situr frammi fyrir því að hafa enga atvinnu og þá sorglegu staðreynd að vera við það að missa allt sitt, hlýtur að vera farið að hugsa sinn gang gagnvart þessari ógnarstjórn sem hefur tekið sér það vald að virða rétt fólksins að engu.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þri. 27.5.2008
Þunnur er þrettándinn í
mótvægisaðgerðunum. Heilar 200 millur fyrir tvö ár. 100 millur á ári, og nú blessar ríkisstjórnin frábær störf sín í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Boðskapurinn er einfaldur, það er allt einhverjum öðrum að kenna, Kaninn er ábyrgur fyrir því að enginn aur var til hvorki í ríkissjóð eða seðlabankanum eftir frábær ár velmegunar og uppgangs að þeirra eigin sögn, almenningur varð eitthvað lítið var við góðærið. Síðan eru það einhverjir bananalýðveldis fábjánar sem létu sér detta það til hugar að kvótakerfið væri ruslahaugamatur.
Heimsmarkaðurinn er ábyrgur fyrir því að Íslenskir fjárglæframenn ætluðu sér að valtra yfir heimsbyggðina með yfirgang og frekju, sveiflandi verðlausum pappír í andlit hinna furðulostna hálfvita erlendis sem engan skilning hafa á fjármálum og mistókst BIG TIME. Ríkisstjórninni finnst það afreka af sinni hendi að fá það uppáskrifað að mega auðmjúklega taka lán fyrir glæfrastefnunni sem mistókst svo vægt sé til orða tekið GERSAMLEG.
Það er hægt að taka undir orð forsætisráðherra, það er ekkert grín að vera yfirsvín í svínslega aumri ríkisstjórn á víðsjárverðum tímum þegar umheimurinn er svona skelfilega vondur við litla Ísland.
Góðar stundir.
![]() |
Byggðastofnun veitir styrki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mán. 26.5.2008
Ef einhverjir eru

![]() |
VG vilja breyta lögum um stjórn fiskveiða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
mán. 26.5.2008
Það teldust líklega geggjuð


![]() |
Eldsneytisstuldur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 26.5.2008
Það verður fróðlegt
að sjá hvernig stjórnvöld svara áliti mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Eru Íslensk stjórnvöld skuldbundin því að fara eftir nefndinni? Nei segja bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún, Líú er líka með þetta á hreinu og fylgja Geir og Ingibjörgu að máli. Eða eigum við að segja Geir og Ingibjörg elta það sem Líú segir? Skoðum málið og þá kemur meðal annars þetta í ljós.
- Íslenska Ríkið er aðili að Alþjóðasamningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (1979 nr. 10, 28. ágúst) og hefir einnig fullgilt valfrjálsa bókun við samninginn, þar sem það viðurkennir lögsögu Mannréttindanefndarinnar til að fjalla um kærur frá einstaklingum út af meintum brotum á ákvæðum Alþjóðasamningsins ( 1. og 2. grein.). Íslenska Ríkið tók fullan þátt í málflutningi fyrir Mannréttindanefndinni í þessu kærumáli og tefldi þar fram öllum hugsanlegum rökum og málsástæðum til varnar.
2. Það er viðurkennd regla í lögfræði, að túlka beri samninga með hliðsjón af tilgangi þeirra. Tilgangur Íslenska Ríkisins með aðild að Alþjóðasamningnum og hinni valfrjálsu bókun við hann, verður ekki túlkaður á annan veg en þann, að ríkið skuldbindi sig til að fara eftir álitum Mannréttindanefndarinnar og fullnægja þeim.
3. Alþjóðasamningurinn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi hefir ekki lagagildi hér á landi. Það hafði Mannréttindasáttmáli Evrópu heldur ekki, þegar íslensku réttarfarslögunum var gerbreytt með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði um árið 1990 eftir kæru Jóns Kristinssonar til Mannréttindanefndarinnar, þar sem réttarfarskerfið var talið brjóta í bága við 6. gr. sáttmálans um sanngjarna málsmeðferð. Þrátt fyrir það, að Mannréttindasáttmáli Evrópu hefði ekki lagagildi hér á landi á þessum tíma taldi Íslenska Ríkið sig skuldbundið samkvæmt honum að þjóðarétti og breytti réttarfarslögum sínum í samræmi við úrskurð Mannréttindanefndar Evrópu, svo sem fyrr segir. Hér er því um algerar hliðstæður að tefla. Sómakært vestrænt lýðræðisríki, eins og hið íslenska, verður að vera sjálfu sér samkvæmt í þessum efnum og getur ekki verið þekkt fyrir annað en að fara einnig eftir áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna í því máli, sem hér er til umræðu. Annað myndi flekka orðstír þjóðarinnar út á við og gera að engu möguleika hennar til að öðlast sæti í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna. Ég tel Ísland því bæði bundið hér að þjóðarétti og einnig siðferðilega til þess að fullnægja álitinu.
4. Í þessu sambandi er og rétt að vekja athygli á því, sem meiri hluti Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna hefir sjálfur um þetta að segja í áliti sínu: Þar sem aðildarríkið hefir viðurkennt lögsögu Mannréttindanefndarinnar til þess að skera úr um það, hvort brotið hafi verið gegn Alþjóðasamningnum eður ei, og aðildarríkið hefir skuldbundið sig til þess, samkvæmt 2. gr. samningsins, að tryggja öllum einstaklingum á yfirráðasvæði þess eða undir þess lögsögu þau réttindi, sem samningurinn hefir að geyma og sjá til þess, að þeir hafi skilvirk og aðfararhæf úrræði í þeim tilvikum, þar sem talið er að um brot hafi verið að ræða, þá óskar Mannréttindanefndin þess að fá, innan 180 daga, upplýsingar frá aðildarríkinu um þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að fullnægja áliti nefndarinnar. Skoðun Mannréttindanefndarinnar í þessu efni fer því ekki á milli mála hér.
Góðar stundir.
![]() |
Verið að vinna að svari til SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 26.5.2008
Smábátasjómenn eru að missa vinnuna í

Hvernig sem á því stendur að þá þurfa þessir túristar engin réttindi á þessa hraðfiskibáta. Við sem erum að róa á Íslandsmiðum þurfum að hafa skipstjórnarréttindi, vélaréttindi og sækja slysavarnarskóla sjómanna áður en við megum halda til veiða. Fyrirtækin sem að þessum rekstri koma virðast vera algjörlega stikkfrí þegar að réttindamálum kemur. Hvernig stendur á þessu?
Fiskurinn sem þessir túristar veiða fer svo á markað eða í föst viðskipti ég veit ekki hvor hátturinn er hafður á. Hvar fá þessir menn kennslu og leiðsögn í umgengni og frágangi á fiski? Það er vonlaust fyrir þá sem eru að reyna að halda áfram sinni atvinnu að keppa við þetta. Fyrirtækin sem í þessum geira eru selja ferðir í þessa veiði og geta síðan fénýtt fiskinn, þeim er andskotans sama hvað kostar að leigja það sem þeir þurfa enda með afgerandi forskot í formi sölu á veiðiferðunum í farteskinu.
Hvort leigan er 220 eða 260 krónur fyrir kílóið og verðið á markaðinum er jafnvel undir 200 kr per kíló skiptir þá engu máli. Það er bara plús sama hvað fæst fyrir fiskinn á markaði enda búnir að fjármagna leiguna og gott betur með sölu á sjóferðinni, sem er svo framkvæmd af réttindalausum túristum. Hvað getur vitleysan orðið mikil áður en einhver vaknar til lífsins.
Ekki heyrist orð um þetta frá Landsambandi Smábátaeigenda og Líú enda er það orðið alkunna hverjum sem opnar fyrir 10% af skilningarvitunum að rekstur margra þeirra félagsmanna gengur orðið út á kvótabrask. Hvort sem það er gert í formi leigu, Kínaleigu eða fölsuðum sölum á aflaheimildum fyrir kvótaáramót svo komist verði hjá og svindlað á veiðiskyldunni skiptir ekki máli brask er og verður alltaf brask. Þetta eru ekki sleggjudómar, þetta eru staðreyndir.
Góðar stundir.
![]() |
3.000 í sjóstangveiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 25.5.2008
Auðvitað voru gerð mistök

![]() |
Mistök gerð við setningu eftirlaunalaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |