Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur í skugga

mannréttindabrota og valdníðslu kvótakónganna. Einar K. Guðfinnsson kemur sjálfsagt inn á það í sinni hátíðarræðu hvernig stjórnvöld hafa ákveðið að svæfa álit mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um kvótakerfið. Hann flytur sjálfsagt einnig ræðu um það hvernig stjórnvöld hafa ákveðið að ganga gegn áliti mannréttindanefndar um það að greiða alls ekki bætur eins og nefndin áliktaði um.

Ekki kæmi mér það neitt sérlega á óvart að ónytjungurinn sleppti því algjörlega að nefna geðveikina sem á sér stað á leigumarkaðinum með aflaheimildir, svo ekki sé talað um verð á (gervi) varanlegum heimildum.  Einnig brygði mér ekkert að heyra ónytjunginn flytja ræðu um það hvað sjávarútvegurinn sé gríðarlega öflugur, sjálfbær og arðsamur.  

Ef Einar K Guðfinnsson flytur ræðu og lofsamar kvótakerfið, markmið og glæsilegan árangur þess með tilvitnunum í blómstrandi byggð og rífandi uppgang á landsbyggðinni,  þá er ég einfættur svertingi með heilabúið í rassgatinu. Tilvitnun í lög um stjórn fiskveiða,   1. gr. laga um stjórn fiskveiða "Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu" 

Góðar stundir. 


mbl.is Helgistund á sjómannadegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég legg til að sjómenn beri svartann borða daginn sem ríkisstjórnin á að skila inn svarinu til mannréttindanefndar. Svo legg ég til að Framtíð sendi samúðarskeyti til mannréttindaskrifstofu Íslands sama dag.

Jóhann Kristjánsson, 1.6.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Í dag eru "Jafnaðarmenn" í stjórn landsins. Nú eru allir jafnir og sumir þokkalega jafnari en aðrir. Dæmigert.

Víðir Benediktsson, 1.6.2008 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband